Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 75

Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 75
HVAD ÞÝDA MERKIN Á FATNAÐINUM? Á fbtum eru ákveðin merki sem gefa til kynna hvernig eigi að þvo þau. Algengt er að föt skemmist í þvottinum ef ekki er rétt að farið, t.d. þegar þvottavélin er stillt á rangt hitastig eða að flíkina megi ekki setja í þurrkara. Yfirleitt er hver flík merkt fjórum til fimm merkjum og eru þau algengustu sýnd hér: 1) Sýnir það hitastig sem þvottavélin á að vera stillt á þegar viðkomandi flík er þvegin. 2) Bali með krossi merkir að ekki má þvo flíkina í vatni. 3) Ferningur með hring merkir þurrk- un í þurrkara. 4) Ferningur, hringur og kross merkja að flíkina má alls ekki setja í þurrkara. 5) Strauja má flíkina. Þrír punktar merkja að strauja má á háum hita, tveir á meðalhita og einn á lágtun hita. 6) Straujárn með krossi merkir að bann- að er að strauja flíkina. 7) Bókstafur í hringnum gefur til kynna hvers konar efnahreinsun eigi að viðhafa. Standi t.d. A í hringnum merkir það að flíkin þoli alla venjulega efnahreinsun. 8) Hringur með krossi merkir að ekki megi efnahreinsa. Gott er að flokka þvottinn eftir hitastigi vatnsins áður en þvegið er: 40 C, 60 C og 95 C. Að auki skal hafa hvítan þvott að- skilinn frá öðrum. Svo má ekki gleyma að tæma alla vasa. Þetta voru nokkur orð um þvottinn, en eins og kunnugt er hafa mörg hjónarifrild- in skapast þegar óvönum maka hefur verið treyst til að setja í þvottavélina. Hefur 1 fef 2 W 3 O 4 ^ 5 M 6 M 7 ® 8 ® hann þá í hugsunar- og þekkingarleysi sínu sett t.d. fína hvíta náttkjólinn konu sinnar með gallabuxum,með þeim afleið- ingum að kjóllinn hefur fengið á sig miður fallegan bláan blæ. 0 ÞJÓÐLÍF 75

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.