Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 8

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 8
8 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Af hverju eru svo margir skussar úr skóla mold- ríkir? Þannig er því farið með hinn próflausa sir Richard Branson. Hann gat ekk ert lært en er samt einn af frægustu auðjöfrum heims. TexTi: Gísli KrisTjánsson. Lesblindur leiðtogi R ichard Branson er af ættum lögmanna. Afi hans sat meira að segja í leyndar­ ráði Bretakonungs og Branson var settur í bestu einkaskóla að hætti fjölskyldunn­ ar. Námsárangur var lakur. Eig inlega „agalegt skúffelsi“ fyrir ættina og engar prófgráður hjá stráknum. Síðar kom ástæðan í ljós. Hinn ungi ættarlaukur var ekki treggáfaður heldur lesblindur. Hann gat ekki lesið lögin sem hann átti að nema. Þess vegna fór Branson fyrst út í tónlistar­ bransann, svo flugið og hefur síðan aukið smátt og smátt við veldi sitt. Hann á nú nær 400 fyrirtæki að mestu eða öllu leyti, flest undir vörumerkinu Virgin. Það er ef til vill órökstudd mýta að lesblindir séu auðsælli en aðrir. Þó eru þess mörg dæmi að lesblint fólk nái langt í við skiptum. Þar á meðal er Bill Gates. Sennilega er það þrátt fyrir lesblinduna. Banda rísk rannsókn hefur samt sýnt að 19% frumkvöðla eru lesblind. Hvað Branson varðar gat hann einfaldlega ekki orðið torlæs lögmaður. Hann beindi hæfi­ leikum sínum að viðskiptum í staðinn. Barátta við einokun og samráð Og viðskiptavit Bransons kom fram þegar á skólaárunum. Hann kom fyrst á fót tímariti fyrir menntaskólakrakka. „Stú denta­ blaðið“ hans varð lykillinn að síðari velgengni. Fyrst opn aði hann plötubúð í tengslum við blaðið. Hann auglýsti plöturnar í blaðinu og seldi þær í póstversl­ un fyrir mun lægra verð en viðurkenndar plötubúðir. Fátækir stúdentar keyptu miklu heldur ódýrt hjá Branson en dýrt hjá verslunum, sem höfðu með sér samráð um verð og afslætti. Hann flutti inn plötur sem breskir útgefendur höfðu selt til útlanda með miklum afslætti. Tilraunir útgefenda til að stöðva plötusölu Bransons vegna undirboða og tollsvika mistókust. Síðari tilraunir til að stöðva hann hafa ekki heppnast heldur og þó hefur gengið á ýmsu. Plötubúðin fékk nafnið Virgin eða Jómfrúin. Nafnið var ekki tilviljun. Branson leit svo á að hann væri sem saklaus „jómfrú“ í viðskiptum. Hann ræddi þetta við skólafélaga sína og þá kom upp hugmyndin að kalla fyrirtækið Virgin. Einn kunn­ ingja hans rissaði nafnið upp á servíettu. Þar með var merki félagsins komið og það er óbreytt enn þann dag í dag. Gaf út það sem aðrir vildu ekki Plötusalan gekk vel og næsta stig var að hefja plötuút­ gáfu. Virgin Records var stofnað árið 1972. Gróðinn af lágverðsplötubúðinni var það milkill að Branson gat keypt hús næði undir hljóðver og hann bauð líklegum tónlistarmönn­ um að taka upp. Fyrstur var efni legur en sérvitur náungi að nafni Mike Oldfield. Hann vildi leika á öll hljóðfærin sjálfur. Hann tók upp plötuna Tubular Bells hjá Branson, sem gaf verkið út. Þessi fyrsta skífa Virgin Rec­ ords varð metsöluplata og er klassískt verk í sögu popptón­ listar. Selst raunar enn í stóru upplagi árlega. Og vinsædir Tubular Bells báru frægð vöru­ merkisins Virgin Records um allan heim. Branson var kominn í fremstu röð útgefenda á einni nóttu. Næsta stórsveit var Six Pistols, sem engir vildu gefa út. Heppni að byrja á Mike Old­ field? Ef til vill en Branson hefur oft verið ótrúlega heppinn – eða bara glöggur. Næstu árin var Branson fyrst og fremst viðriðinn skemmtibransann. Þar var ekki fyrr en árið 1984 að hann ákvað að leita fyrir sér á nýjum sviðum. Hann fór að reka flugfélag. Brattur í fluginu Flug var ekki sérstakt áhugamál hans. Til hans var leitað með fjár­ magn frá náungum sem reyndu Sir Richard Branson hjá Virgin Group
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.