Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 12
12 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Þetta er vefsíða þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að skrá verkefni sem þau óska
eftir nemendum til að sinna.
Íslenski sjávarklasinn kynnir nýtt framtak sem ber heitið Verkefnamiðlun. Framtakið er í formi vefsíðu þar sem
fyrirtækjum gefst kostur á að
skrá verkefni sem þau óska
eftir nemendum til að sinna. Nú
þegar eru í boði 50 verkefni af
öllum stærðum og gerðum, allt
frá smáum annarverkefnum yfir
í lokaverkefni og sumarstörf.
Nemendur geta einnig óskað
eftir verkefnum og fyrirtæki því
leitað beint til nemenda.
Með þessu framtaki myndast
enn betri tengsl milli skóla og
atvinnulífs og nemendur fá
tækifæri til að öðlast starfs
reynslu hjá íslenskum fyrirtækj
um tengd sinni fagþekkingu
og áhugasviði. Á sama tíma fá
fyrirtæki tækifæri til að komast í
tengsl við áhugasama og metn
aðarfulla nemendur í verkefni
sem oft sitja á hakanum sökum
anna og mögulega skorts á
þekkingu, sér í lagi hjá litlum og
meðalstórum fyrirtækjum.
Verkefnið er tilkomið vegna
samstarfs menntahóps Sjávar
klasans, en hópurinn saman
stendur af fulltrúum úr fram
halds og háskólum hér á landi
sem bjóða upp á haftengt nám.
Verkefnið hefur verið unnið
undir forystu Háskólans á Akur
eyri, kostað af Frumkvöðlasjóði
Íslandsbanka og stutt af fjölda
fyrirtækja og stofnana, þar á
meðal Faxaflóahöfnum, Vísi,
Eimskip, Háskóla Íslands,
Inn ovit og Nýsköpunarmiðstöð
Íslands. Mikil þörf er á að
efla tengsl milli nemenda og
fyrirtækja hér á landi og ekki
síst í haftengdum greinum.
Erlendis tíðkast að bjóða upp
á starfsnám sem getur síðar
leitt til ráðningar en hér á landi
er lítið um slíkt og er þetta leið
Íslenska sjávarklasans til að efla
slík tengsl. Fyrirtækjum úr öllum
atvinnugreinum stendur til boða
að skrá verkefni eða sumarstörf
sér að kostnaðarlausu en upp
haflega var megináhersla lögð
á haftengd verkefni og verkefni
tengd nýsköpum.
Vefurinn var formlega kynnt ur
meðal nemenda á Frama dög
um hinn 6. febrúar og verður
kynntur enn frekar í háskólunum
á komandi vikum.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á www.verkefnamidlun.is.
Vefurinn verkefnamidlun.is var formlega kynntur meðal nemenda á Framadögum hinn 6. febrúar og verður
kynntur enn frekar í háskólunum á komandi vikum.
Í stuttu máLi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn 6. mars 2013
Smelltu þér á rafræna ársskýrslu Marel á netinu
og kynntu þér vöxt og viðgang félagsins á árinu 2012
með áhugaverðum hætti.
www.marel.com/annualreport
4.069 ársverk
komin á netið
Sniðug vefSíða