Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Í stuttu máLi
Könnun Frjálsrar verslunar:
Lýðræðisvaktin:
L
oks voru 10% sem sögðust ekki viss. Í
könnun sem gerð var á sama tíma árið
2012 sögðu 82% nei, 8% já og 10%
voru óviss. Þjóðin virðist því ekki vera
á sama máli og ýmsir erl endir hagspe
kingar sem keppast við að segja frá því
hversu vel Íslendingum vegni.
Áhugavert er að skoða niðurstöðuna eftir því hvaða
flokk menn hugðust styðja ef kosið væri til þings nú. Í
sviga eru tilgreindar samsvarandi tölur frá fyrra ári.
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar og VG voru
jákvæð astir, en 25% þeirra sögðu að kreppunni væri
lokið. Sambærilegar töluur í fyrra voru 28% Samfylk
ing og 16% VG.
Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru harðastir
í afstöðu sinni en 87% þeirra segja að kreppan sé
ekki búin.
Búið er að skipa nýja stjórn Lýðræðisvakt arinnar, nýs stjórnmála flokks sem stofn
aður var á dög unum. Formaður
flokksins er Þorvaldur Gylfason og
kallast hann vaktstjóri. Að stofn un
flokksins standa nokkrir af þeim
sem voru í stjórn lagaráði ásamt
fleirum. Í til kynningu fá flokknum
segir að markmiðið sé „að koma
landinu upp úr þeim efnahags
lega öldudal sem það er í, lyfta
því undan oki sérhagsmuna og
tryggja að Alþingi samþykki nýja
stjórnarskrá í samræmi við úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í haust“.
Lýðræðisvaktin hyggst bjóða fram
í öllum kjördæmum í alþingiskosn
ingunum í vor.
er kreppan búin?
76% Segja nei
Í skoðanakönnun Frjálsrar verslunar 4.-10. febrúar var spurt: Telur þú að kreppunni
sé lokið? Flestir voru á því að svo væri ekki. Um 76% svöruðu spurningunni neitandi,
en aðeins 14% játandi. Kreppan klárast því hægt í huga fólks og ærin verkefni bíða
því nýrrar ríkisstjórnar í huga fólks.
KÖnnun frjáLsrar versLunar
nær katrín
að fiSka? Þorvaldur Stekkur framKatrín Jakobsdóttir segir að með formennsku sinni
í Vinstri-grænum muni ásýnd flokksins breytast,
en hins vegar reiknar hún ekki með stefnubreyting-
um. Katrínar bíður erfitt verkefni þar sem fylgi
Vinstri-grænna hefur hrunið í skoðanakönnunum.
Steingrímur J. hefur verið hinn sterki leiðtogi frá
stofnun flokksins og þar hefur allt logað í illdeilum
á þessu kjörtímabili og nokkrir þingmenn yfirgefið
flokkinn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Katrín kemur
fram sem leiðtogi og hvernig henni tekst að þjappa
flokksmönnum saman fyrir kosningar og afla flokkn-
um fylgis. Mikið fylgistap blasir hins vegar við.
Katrín Jakobsdóttir, nýr formaður Vinstrigrænna. Er hún
skipstjórinn í brúnni sem fiskar?
Þorvaldur Gylfason.
– í sambandi við allt
118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is
Já – það passar
Góðir hlutir koma í mörgum stærðum.
Nýi Já.is vefurinn lagar sig að því tæki sem þú skoðar hann í og er
jafnþægilegur í notkun á tölvuskjá og í snjallsíma.
Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum sem gera Já.is notendavænni,
aðgengilegri og ítarlegri.
Við erum stolt af nýjum vef sem smellpassar fyrir alla.