Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 17
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 17
Vilt þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til?Listinn 2013
F
jórða árið í röð mælist
stoðtækjafyrirtækið
Össur vinsælasta
fyrirtæki landsins í
árlegri könnun Frjálsr
ar verslunar og er með um
15,3% fylgi sem er heldur meira
en undanfarin ár. Aðeins Bónus
hefur verið oftar á toppnum í
þessari könnun blaðsins. Minni
neikvæðni mælist núna í garð
fyrirtæja. Bankarnir eru efstir á
listanum yfir óvinsæl fyrirtæki
og nefna þá um 13% svarenda.
Það er minna en undanfarin ár
þegar 2025% nefndu þá.
Könnun Frjálsrar verslunar
um vinsældir fyrirtækja snýr
að almenningi. Ekki er um leið
andi spurningar að ræða og
fyrirtækin ekki nefnd að fyrra
bragði við þá sem hringt er í.
Fólk er beðið að nefna fyrir
tæki sem það hefur jákvætt og
neikvætt viðhorf til.
Ekki fer á milli mála að Ís
lendingar eru stoltir af fyrir
tæk inu Össuri og líta á það
sem fyrirmyndarfyrirtæki sem
stendur sig vel á alþjóðlegum
markaði – úti um allan heim.
Það var hugvitsmaðurinn Össur
Kristinsson sem stofnaði fyrir
tækið en núna er það að mestu
í eigu Dana. Það breytir hins
vegar engu í þessari könnun.
Gamlir kunningjar á listanum
koma næstir á eftir Össuri í
vinsældum en það eru Marel,
Icelandair og Bónus. Icelandair
hefur frá upphafi mælst mjög
vinsælt í þessari könnun og
Marel hefur komið sterkur inn
á síðustu árum vegna mikillar
velgengni erlendis.
Það er greinilegt að eftir
hrun ið eru fyrirtæki, sem selja
útlendingum vörur og þjónustu,
í miklum metum meðal lands
manna; Marel er í öðru sæti og
Icelandair í því þriðja.
Bónus er sigursælasta fyrir
tæki landsins í þessari könnun
og mælist núna vinsælla en
Krónan og Fjarðarkaup, sem
eru á meðal tíu efstu í könnun
inni. Bónus veltir ennþá mestu á
markaði matvara.
Bónus var fyrir hrun það fyrir
tæki sem flestir landsmenn nefn
du varðandi jákvætt viðhorf til.
Þótt Bónus lendi núna í fjórða
sæti á listanum er það með
nokkru fleiri jákvæða svarendur
en í fyrra.
Margir hafa tengt vinsældir
Bónuss við Jóhannes kaup
mann, en fyrirtæki hans Ice
land, sem hann hefur reyndar
selt núna, var ekki ofarlega á
listanum.
Skoðanakönnunin var gerð
dagana 4.10. febrúar. Alls
svöruðu 754 spurningunum:
„Vilt þú nefna 1 til 3 íslensk
fyrirtæki sem þú hefur jákvætt
viðhorf til“ og „Vilt þú nefna 1 til
2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur
neikvætt viðhorf til“.
VinSæluStu fyRiRtækin 2013 RÖÐ 2010 2010 BREYTING
össur 15,30% 1 13,70% 1 1,60%
marel 12,40% 2 10,40% 2 2,00%
icelandair 10,00% 3 10,20% 3 -0,20%
bónus 9,70% 4 7,80% 4 1,90%
CCp 4,10% 5 2,30% 8-9 1,80%
fjarðarkaup 3,10% 6-7 4,50% 5-6 -1,40%
krónan 3,10% 6-7 4,50% 5-6 -1,40%
íslandsbanki 2,90% 8-9 1,50% 14-15 1,40%
Samherji 2,90% 8-9 2,30% 8-9 0,60%
landsbankinn 2,70% 10-11 2,50% 7 0,20%
Síminn 2,70% 10-11 0,70% 35-40 2,00%
eimskip 1,90% 12-13 1,00% 23-26 0,90%
hagkaup 1,90% 12-13 1,70% 12-13 0,20%
nova 1,70% 14 1,70%
actavis 1,60% 15 0,50% 41-48 1,10%
nettó 1,50% 16 2,10% 10 -0,60%
arion banki 1,30% 17-19 1,30% 16-17 0,00%
byko 1,30% 17-19 1,70% 12-13 -0,40%
vodafone 1,30% 17-19 1,20% 18-22 0,10%
landspítalinn 1,20% 20-21 1,00% 23-26 0,20%
n1 1,20% 20-21 0,80% 27-34 0,40%
elko 1,10% 22-25 1,20% 18-22 -0,10%
hb grandi 1,10% 22-25 1,10%
landsvirkjun 1,10% 22-25 1,30% 16-17 -0,20%
nýherji 1,10% 22-25 0,80% 27-34 0,30%
flugfélag íslands 0,90% 26-30 0,50% 41-48 0,40%
mS 0,90% 26-30 2,00% 11 -1,10%
Samkaup 0,90% 26-30 0,90%
tm tryggingar 0,90% 26-30 0,90%
Wow air 0,90% 26-30 0,90%
ísfélagið vestm. 0,80% 31-32 0,80%
olís 0,80% 31-32 0,80% 27-34 0,00%
66°norður 0,70% 33-36 0,80% 27-34 -0,10%
advania 0,70% 33-36 0,70%
iceland 0,70% 33-36 0,70%
íslandspóstur 0,70% 33-36 0,70%
alcoa fjarðaál 0,50% 37-46 1,00% 23-26 -0,50%
bláa lónið 0,50% 37-46 0,50%
húsasmiðjan 0,50% 37-46 0,70% 35-40 -0,20%
kjarnafæði 0,50% 37-46 0,50%
kostur 0,50% 37-46 1,20% 18-22 -0,70%
rúmfatalagerinn 0,50% 37-46 0,50%
Samskip 0,50% 37-46 0,50%
Sjóvá 0,50% 37-46 1,20% 18-22 -0,60%
vísir hf. 0,50% 37-46 0,50%
Worldclass 0,50% 37-46 0,50%
„Margir hafa tengt
vinsældir Bónuss
við Jóhannes kaup
mann, en fyrirtæki
hans Iceland, sem
hann hefur reyndar
selt núna, var ekki
ofarlega á listan
um.“
„Minni neikvæðni
mælist núna í garð
fyrirtækja en und
anfarin ár. Bank
arnir eru sem fyrr
segir efstir á listan
um yfir óvinsæl
fyrirtæki með 13%.
Það er minna en
undanfarin ár þar
sem 2025% nefndu
þá.“