Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 34
34 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Varla líður sú vika að fjölmiðlar greini ekki frá alvarlegum ofbeldisverk­um og öðrum glæpum gegn fólki og eignum. Ljóst er að slík afbrot valda þolendum iðulega sálrænu áfalli sem seint verður fullbætt. Samkvæmt gögn­ um Hagstofunnar voru skráðar líkamsmeiðingar á árunum 2007­2010 yfir 1.200 á ári að jafn aði og eignaspjöll yfir 3.000 á ári. Þessi tiltekna brotatíðni er því vel yfir 1% á hvert mannsbarn í landinu og í námunda við 4% á hvert heimili að jafnaði. Brot þessi eru auðvitað af ýmsu tagi en sum mjög alvarleg. Því er ljóst að þjóðhagslegt tjón af þessum afbrotum er mjög mikið. Sé reynt að kasta á það fjárhagslegu mati má fullyrða að það nemi milljörðum á ári hverju ef ekki millj arðatugum.“ Ragnar segir mikilvægt að átta sig á því að ofangreindir glæpir valda ekki aðeins beinum þol endum þeirra tjóni. Hann segir að tilvera þeirra og há tíðni dragi einnig úr öryggi annarra, valdi þeim sífelldum áhyggjum og ótta jafnvel að því marki að fólk veigrar sé við að fara þeirra ferða sem það myndi kjósa ella. „Þá skerða þessir glæpir virði fasteigna almennt og sérstaklega í vissum bæjarhverfum. Þessi óbeini þáttur málsins kann jafnvel að vera þjóðhagslega enn kostn­ aðarsamari en sá fyrri. Hér er því augljóslega um mjög alvarlegt efnahagsvandamál að ræða. Því er afar mikilvægt að þau stjórnvöld sem falið er að tryggja lög og rétt í landinu taki þennan vanda föstum tökum og leggi allt kapp á að draga úr glæpum með það fyrir augum að auka velferð í landinu.“ glæpir eru efnahagsvandamál Skráðar líkamsmeiðingar á árunum 2007 til 2010 voru yfir 1.200 á ári að jafnaði og eignaspjöll yfir 3.000 á ári. RaGnaR ÁRnaSon – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL skoðun fjarverusamtal liður í mannauðsstefnu inGRid kuHlman – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman segir að fjarvistarstefna sé í raun og veru liður í mannauðs­stefnu margra fyrirtækja. Fjarverusam­tal er samtal stjórnanda og starfsmanns um vinnuumhverfi og líðan í starfi og er formlegur vettvangur til að ræða t.d. skamm­ tíma­ eða langtímafjarvistir starfsmanns. Ingrid segir að reynslan sýni að hægt sé að draga úr fjarvistum með því að móta fjarvistarstefnu og halda fjarverusamtöl. „Í fjarverusamtali er farið yfir stöðu skammtímafjarvistar – rætt er um hvað viðkomandi er búinn að vera lengi frá vinnu og hvort mynstur einkenni fjarvistir hans. Fjarverusamtalið nýtist einnig við endur­ komu eftir langtímaveikindi. Markmiðið er að hjálpa starfsmanninum og finna út úr því hvort það sé eitthvað sem vinnustaðurinn getur gert til að auðvelda endurkomu hans.“ Ingrid segir að fjarverusamtal sé nýtt fyrir stjórnendur og þeir þurfi að undirbúa sig vel. Þeir þurfa að kynna sér vel mál við­ komandi starfsmanns, safna gögnum um stöðuna og þekkja fjarvistarmynstur hans. „Stjórnendur þurfa að þekkja stefnu fyrirtækisins í fjarvistarmálum og þá þjón­ ustu sem vinnustaðurinn býður upp á svo sem hvort greitt er fyrir sálfræðiaðstoð, áfengismeðferð eða önnur úrræði. Það er líka mikilvægt fyrir stjórnendur að hugleiða hvað þarf til að tryggja gott vinnu umhverfi og vellíðan í starfi og þeir þurfa að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum eða lausnum. „Stjórnendur þurfa að þekkja stefnu fyrirtækis­ ins í fjarvistarmálum og þá þjónustu sem vinnustað­ ur inn býður upp á svo sem hvort greitt er fyrir sálfræði­ aðstoð, áfengismeðferð eða önnur úrræði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.