Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 39

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 39
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 39 BÆTTU SMÁ DENVER Í LÍF ÞITT Verð frá 44.900 kr. Þessi ferð gefur frá 2.700 til 8.100 Vildarpunkta aðra leiðina. + Bókaðu núna á icelandair.is Þóranna Jónsdóttir segir að misjafnt sé hvort varamenn eru skipaðir í stjórnir eða ekki en þess má geta að skylda er að skipa jafnmarga varamenn og aðalmenn hjá eftirlitsskyldum aðilum. Hún segir að þá sé ýmist skipuð ákveðin röð varamanna og kemur þá fyrsti varamaður inn ef forföll verða. Í öðrum tilvikum eru varamenn tilgreindir fyrir tiltekna einstaklinga og þá gjarn­ an ef þeir sitja fyrir mismunandi hluthafa. „Hlutverk eða skyldur vara­ manna eða skyldur fyrirtækisins gagnvart varamönnum eru ekki sérstaklega skilgreindar í íslenskri löggjöf en gera má ráð fyrir að þeirra hlutverk sé að taka sæti í stjórn þegar aðalmaður for fallast um lengri eða skemmri tíma. Hafa þarf í huga hversu mikið stjórnir þurfa að halda varamönn­ um upplýstum vegna þess að þeir geta eðli málsins samkvæmt komið inn með stuttum fyrirvara og þá skiptir máli að þeir séu fljótir að setja sig inn í málin. Sumir hafa haft þann háttinn á að boða varamenn á alla fundi, sem ég held að sé óþarfi, en það gæti verið þess virði að halda varamönnum upplýstum með því að senda þeim gögn og gefa þeim þannig kost á að setja sig inn í málin og fylgjast með. Ágætis regla er að halda upplýsingafundi fyrir varamenn með reglubundnum hætti og þá ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Með því að huga að því að halda varamönnum upplýstum aukast líkurnar á að þeir geti tekið upp þráðinn fljótt þegar þeir eru kallaðir til.“ Hlutverk varamanna í stjórnum dR. ÞÓRanna jÓnSdÓttiR – framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar hjá Háskólanum í Reykjavík STJÓRNUNAR- HÆTTIR Maria das Gracas Silva Foster settist í forstjórastól brasilíska olíufélagsins Petro­ bras fyrir tæpu ári og er hún fyrsta konan til að stýra stóru olíufyrir­ tæki. Ekki er hægt að segja annað en að hún sé á heimavelli en Maria hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir 35 árum að loknu námi í efnaverk­ fræði. Hún hefur í gegnum tíðina þótt hamhleypa til verka og á létt­ um nótum fengið viðurnefni sem á rætur að rekja til brynvarinna bíla sem brasilíska lögreglan notar. Það hefur blásið nokkuð á móti hjá Mariu fyrsta rekstrarárið. Stuttu eftir að hún tók við stjórn fyrirtækisins voru rifjaðar upp fréttir af gömlum viðskiptum fyrirtækis eiginmanns hennar við Petrobras. Í rekstrinum hefur ekki gengið sem skyldi að auka framleiðslu, kostnaður verið í hærra lagi og arðsemi ekki verið mikil. Maria er og mun verða í fararbroddi í sannkölluðu risaverkefni. Fyrir nokkrum árum fannst svæði með gríðarlegu magni af olíu nokkuð undan strönd um Brasilíu. Og Maria verður með heftið á lofti á næstu árum því áætlað er að nokkrum tug um milljarða íslenskra króna verði varið til að vinna olíu á svæðum sem fyrirtækið hefur uppgötvað á undanförnum árum. En Maria byrjaði smátt. Til að geta keypt skólabækur í æsku arkaði hún um götur fátækrahverf­ isins sem hún ólst upp í og safnaði glerjum og rusli sem hægt var að koma í verð. Og í landi þar sem félagslegur hreyfanleiki hefur ekki verið mjög mikill getur leiðin verið löng og ströng til einhvers sem má kalla metorð. „Viljastyrkur er mikilvægastur í mínum huga. Ég var aldrei hrædd við að leggja mikið á mig,“ sagði Maria í nýlegu viðtali þegar talið barst að lífs­ hlaupi hennar.“ Ein á (olíu)báti í Brasilíu loftuR ÓlafSSon – sérfræðingur hjá Íslandssjóðum ERLENDI FORSTJÓRINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.