Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 46

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 46
46 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 eingöngu að vera fyrir sjúka og fátæka? Eða eiga þeir, sem byggt hafa upp eigin lífeyrissparnað, einnig að njóta stuðnings rík isins í ellinni líkt og þeir fátæku sem ekki hafa safnað til efri áranna? Hvað sem þessari umræðu líður þá er sláandi hvað ávinningurinn af lífeyris­ sparn aði er lítill miðað við þann sem ekkert hefur greitt í lífeyrissjóð. Lífeyrisþegi með 300 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði sínum hefur um 62 þús. kr. meira á mánuði til ráð­ stöfunar eftir skatta en sá sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð og er algerlega upp á ríkið komið. Lífeyrisþegi með 500 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatta hefur 174 þús. kr. meira á mánuði til ráðstöfunar eftir skatta en sá sem aldrei hefur greitt neitt í líf eyris sjóð. Mjög þægilegt er að skoða þessi mál á heimasíðu Tryggingastofnunar með því að fara í sérstaka reiknivél sem þar er birt og slá inn viðkomandi tölum. Muna þarf eftir persónuafslættinum. Eins er hægt að fara inn á reiknivél Ríkisskattstjóra varðandi útreikninga og forsendur á staðgreiðslunni. Lífeyrisþegi með 500 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði fyrir skatta greiðir 287 þús. kr. á mánuði fyrir vist og umönnun á hjúkrunaheimili á meðan sá, sem aldrei hefur sparað, þarf ekkert að greiða og fær að auki sérstakan vasapening frá ríkinu. Tekjuhæstu lífeyrisþegarnir greiða um 327 þús. kr. á mánuði fyrir vist og um­ önn un á hjúkrunarheimilum og er það hámarksgreiðsla einstaklings. Þeir sem eru með um 590 þúsund krónur eða meira í tekjur frá lífeyrissjóðum eða aðrar tekjur lenda í þessum flokki. Mörgum tekjuháum finnst þeir „greiða vistina niður“ fyrir aðra á hjúkrunar­ og dvalarheimilunum. Það er ekki alls kostar rétt þar sem kostnaður við rekstur hvers rýmis á hjúkrunar­ og dvalarheimilum er á milli 600 og 700 þús. kr. á mánuði og enginn nær því að greiða fyrir eigin vist að fullu. En eftir stendur auðvitað sú spurning hvers vegna á ellilífeyrisþegi í sæmilegum efnum, sem orðinn er sjúkur og þarf á hjálp að halda, að greiða miklu hærra fyrir sjúkravistina á hjúkrunaheimilinu en t.d. sá tekjulausi sem er með honum í herbergi? Margir aldraðir líta svo á að svo mikil tekjutenging ellilífeyris Tryggingastofnunar sé ekkert annað en miklir jaðarskattar – og það í sjálfu hruninu. Ýmsir hafa bent á að í raun sé ekkert frá öldruðum tekið þótt ellilífeyrir frá Trygg­ ingastofnun skerðist vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum og annarra tekna. Að þeir njóti lífeyrissparnaðar síns þótt ríkið tryggi fátæku fólki grunnlífeyri. Þá er það spurningin um misháar greiðslur til hjúkrunar­ og elliheimila. Mörgum finnst að allir aldraðir eigi að njóta ókeypis vistar á elli­ og hjúkrunarheimilum eftir að hafa greitt skatta og skyldur alla sína tíð. Þetta er raunar talsvert mál því mörg sveitarfélög reka elli­ og hjúkrunarheimili og þau eru mjög misjafnlega stöndug og undir þetta verkefni búin. Skerðing ellilífeyris hefur kallað fram spurninguna hvort munurinn á þeim sem hugsa til ellinnar og leggja fyrir í lífeyris­ sjóði og þeim, sem aldrei hafa sparað, sé ekki alltof lítill. Að svo lítill munur dragi úr lífeyrissparnaði fólks? Þótt allir á vinnumarkaði séu núna skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði hlýtur svarið að vera játandi. Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi er talið sterkt og til fyrirmyndar. Á næstu árum fara mjög fjölmennir árgangar á eftirlaun. Margir aldraðir spyrja sig hins vegar núna hvort lífeyrissparnaður þeirra sé fyrst og fremst orðinn sparnaður fyrir ríkið. forsÍðuefni Rekstur hvers rýmis á hjúkrunar­ og dval­ ar heimilum er á milli 600 til 700 þús. kr. á mánuði og enginn nær því að greiða fyrir eigin vist að fullu þar sem hámarks þátt­ tökukostnaður er 327 þús. kr. á mánuði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.