Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 50

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 forsÍðuefni fLeiri viLja nota Lífeyr­ inn sjáLfir Þeir, sem hafa mest lífeyrisréttindi, vilja heldur nýta þau sjálfir heima en að leggja þau með sér á stofnun. Rýmum fyrir aldraða hefur fækkað um 10% á síðustu fimm árum. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kem ur fram að plássum á dvalar heim­ilum hefur fækkað síðustu ár vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að sem flestir geti búið heima sem lengst. Enn­ frem ur liggur fyrir að þeir, sem hafa mest líf eyrisréttindi, vilja heldur nýta þau sjálfir heima en að leggja þau með sér á stofnun og það dregur úr áhuga þeirra á að fara á dvalarheimili. Núna eru ríflega 3.500 „rými“ ætluð öldr­ uðum í boði á landinu. Þeim hefur fækkað um 10 prósent á síðustu fimm árum. Á sama tíma hefur öldruðum fjölgað um 10 prósent. Færri og færri aldraðir kjósa að flytja á dvalar­ eða hjúkrunarheimili og þeir sem að lokum „fara á stofnun“ eru mun eldri en áður. Það virðist einnig hafa ýtt á eftir fækk­ un dvalarrýma að þeir sem hafa mest lífeyrisréttindi vilja heldur nýta þau sjálfi r heima en að leggja þau með sér á stofnun. Með því móti er hægt að njóta heima þjónustu sveitarfélaganna og halda lífeyrisgreiðslunum fyrir sig. Allir eru sammála því að best sé að sem flestir geti verið heima sem lengst. „Aldraðir, sem búa heima, þurfa oft á þjónustu að halda og þjónustan er á hendi sveitar félaganna,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. „Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega í stakk búin til að hjálpa sínu fólki. Þjónustan er mest í stærstu sveitarfélögunum en oft mjög takmörkuð og tilviljanakennd í þeim minnstu. Fólksfæð getur valdið því að enginn er til að sinna þjónustunni. Og það leiðir af sjálfur sér að fjöl skyldu ­ hagir ráða miklu um hve lengi fólk getur búið heima. Þeir, sem eiga fjölmennan hóp aðstandenda, fá mesta hjálp og geta búið lengur heima en einstæðingar,“ segir Jóna Valgerður. „Það virðist hafa ýtt á fækkun dvalarrýma að þeir sem hafa mest lífeyrisréttindi vilja heldur nýta þau sjálfir heima en að leggja þau með sér á stofnun.“ Ellilífeyrisþegar með háar lífeyristekjur greiða 327 þús. kr. á mánuði fyrir dvöl á hjúkrunarheimili á meðan sumir greiða ekki neitt – og fá auk þess 50 þús. krónur á mánuði í vasapening frá ríkinu. Á hjúkrunar- og dvalarheimilum er greitt fyrir búsetu, fæði, lyf og umönnun. á hjúKrunarheimiLi 625 þús. kr. í lífeyristekjur = 327 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis. 500 þús. kr. í lífeyristekjur = 284 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis. 300 þús. kr. í lífeyristekjur = 165 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis. 150 þús. kr. í lífeyristekjur = 72 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis. 103 þús. kr. í lífeyristekjur = 33 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis. 0 þús. kr. í lífeyristekjur = 0 kr. til hjúkrunarheimilis og 50 þús. kr. á mánuði frá Tr í vasapening. Húsið þitt Þú getur bókað góðar stundir í Hörpu Ráðstefnur og fundir eiga öruggt heimili í Hörpu. Bókaðu núna á www.harpa.is. Í april verða opnuð ný og glæsileg rými á 6. og 7. hæð Hörpu ásamt svölum með stórkostlegu útsýni yfir höfnina. B ra nd en b ur g
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.