Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
forsÍðuefni
fLeiri viLja nota Lífeyr
inn sjáLfir Þeir, sem hafa mest lífeyrisréttindi, vilja heldur nýta þau sjálfir heima en að leggja þau með sér á stofnun. Rýmum fyrir aldraða hefur fækkað um 10% á síðustu fimm árum.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kem ur fram að plássum á dvalar heimilum hefur fækkað síðustu ár vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að sem
flestir geti búið heima sem lengst. Enn
frem ur liggur fyrir að þeir, sem hafa mest
líf eyrisréttindi, vilja heldur nýta þau sjálfir
heima en að leggja þau með sér á stofnun
og það dregur úr áhuga þeirra á að fara á
dvalarheimili.
Núna eru ríflega 3.500 „rými“ ætluð öldr
uðum í boði á landinu. Þeim hefur fækkað
um 10 prósent á síðustu fimm árum. Á
sama tíma hefur öldruðum fjölgað um 10
prósent. Færri og færri aldraðir kjósa að
flytja á dvalar eða hjúkrunarheimili og
þeir sem að lokum „fara á stofnun“ eru
mun eldri en áður.
Það virðist einnig hafa ýtt á eftir fækk
un dvalarrýma að þeir sem hafa mest
lífeyrisréttindi vilja heldur nýta þau
sjálfi r heima en að leggja þau með sér á
stofnun. Með því móti er hægt að njóta
heima þjónustu sveitarfélaganna og halda
lífeyrisgreiðslunum fyrir sig. Allir eru
sammála því að best sé að sem flestir geti
verið heima sem lengst. „Aldraðir, sem
búa heima, þurfa oft á þjónustu að halda
og þjónustan er á hendi sveitar félaganna,“
segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
„Sveitarfélögin eru mjög misjafnlega í
stakk búin til að hjálpa sínu fólki. Þjónustan
er mest í stærstu sveitarfélögunum en oft
mjög takmörkuð og tilviljanakennd í þeim
minnstu. Fólksfæð getur valdið því að
enginn er til að sinna þjónustunni.
Og það leiðir af sjálfur sér að fjöl skyldu
hagir ráða miklu um hve lengi fólk getur
búið heima. Þeir, sem eiga fjölmennan hóp
aðstandenda, fá mesta hjálp og geta búið
lengur heima en einstæðingar,“ segir Jóna
Valgerður.
„Það virðist hafa ýtt
á fækkun dvalarrýma
að þeir sem hafa mest
lífeyrisréttindi vilja
heldur nýta þau sjálfir
heima en að leggja þau
með sér á stofnun.“
Ellilífeyrisþegar með háar lífeyristekjur greiða 327 þús. kr. á mánuði fyrir dvöl á hjúkrunarheimili
á meðan sumir greiða ekki neitt – og fá auk þess 50 þús. krónur á mánuði í vasapening frá ríkinu.
Á hjúkrunar- og dvalarheimilum er greitt fyrir búsetu, fæði, lyf og umönnun.
á hjúKrunarheimiLi
625 þús. kr. í lífeyristekjur = 327 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis.
500 þús. kr. í lífeyristekjur = 284 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis.
300 þús. kr. í lífeyristekjur = 165 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis.
150 þús. kr. í lífeyristekjur = 72 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis.
103 þús. kr. í lífeyristekjur = 33 þús. kr. á mánuði til hjúkrunarheimilis.
0 þús. kr. í lífeyristekjur = 0 kr. til hjúkrunarheimilis og 50 þús. kr.
á mánuði frá Tr í vasapening.
Húsið þitt
Þú getur bókað góðar
stundir í Hörpu
Ráðstefnur og fundir eiga öruggt
heimili í Hörpu.
Bókaðu núna á www.harpa.is.
Í april verða opnuð ný og glæsileg rými
á 6. og 7. hæð Hörpu ásamt svölum með
stórkostlegu útsýni yfir höfnina.
B
ra
nd
en
b
ur
g