Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 52
52 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
forsÍðuefni
Miðspá Hagstofu Íslands vitnar um þessa þróun en samkvæmt
henni mun einstaklingum sem
verða 67 ára á árinu fjölga úr
2.496 frá því í fyrra í 3.291 árið
2018.
Umræður um ráðstöf
unar tekjur aldraðra munu
örugglega fá meira vægi í
þjóðfélaginu. Tekju teng ing
grunnlífeyris Trygginga
stofn unar skekkir myndina
varð andi ráðstöfunartekjurnar
en núna mæðir miklu meira á
lífeyris sjóðum með framfærslu
aldraðra, eins og sjá má af
þeim dæmum sem rakin hafa
verið í þessari umfjöllun.
Margt bendir til þess elli
l íf eyrisþegar séu að verða
hressari og heilsuhraustari
en áður og verði eldri og
eldri – og sinni útivist, golfi,
hestamennsku og alls kyns
áhuga málum meira en áður.
Það krefst meiri lífeyristekna
og ráðstöfunartekna og því
mun mæða mjög á lífeyris
sjóðum á næstu árum að
auka ráðstöfunartekjurnar –
ekki síst þegar grunnlífeyrir
Tryggingastofnunar skerðist
við lífeyrisréttindi úr al
mennum lífeyrissjóðum.
Þess vegna mun umræðan
ganga út á að hvetja alla til
að leggja sem mest í eigin
lífeyrissjóði og ná upp lífeyris
sparnaði. Þversögnin er hins
vegar sú að núverandi kerfi
tekjutengingar við grunn
lífeyrinn dregur mjög úr hvata
til að greiða í lífeyrissjóði.
Eftir því sem aldraðir verða
stærri hluti þjóðfélagsins
verða þeir sömuleiðis harðari
þrýstihópur og þess vegna er
líklegt að ráðstöfunartekjur
aldraða verði í brennidepli og
geti orðið að kosningamáli á
næstu árum.
stórir
árgangar
á eftirLaun
Stórir árgangar fara á eftirlaun á næstu árum. Spár
gera ráð fyrir að fólki 67 ára og eldra fjölgi um 150%
á næstu tuttugu árum en stórir árgangar fólks sem
fætt er eftir stríð verða þá komnir á eftirlaun. Þar að
auki verður fólk æ eldra, sem setur mikinn þrýsting á
að lífeyrissjóðirnir standi vel fjárhagslega. Umræður
um það hvort hækka þurfi eftirlaunaaldurinn verða
líklegast meira áberandi.
Stólpar & MP banki
Viðskipti í stöðugri
uppbyggingu
Stólpar hafa skýra sýn á það hvernig á að byggja
til framtíðar. Þeir vita að það kostar þekkingu,
fé og fyrirhöfn að reisa hús. Skýr framtíðarsýn
skiptir öllu máli í rekstri fyrirtækja.
Þess vegna eru Stólpar í viðskiptum hjá okkur.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins
B
ra
nd
en
b
ur
g
625 ÞúS. kr. á mánuði í lífeyriStekjur
fyrir Skatta
Hvernig lítur dæmið út?
196 þús. kr. í skatta.
70 þús. kr. sem hann heldur eftir í vasapening.
327 þús. kr. til hjúkrunarheimilis (hámark).
500 ÞúS. kr. í lífeyriStekjur fyrir Skatta
engar aðrar tekjur. Fer á hjúkrunarheimili.
500 þús í lífeyrisgreiðslur
Hvernig lítur dæmið út?
146 þús. kr. í skatta.
70 þús. kr. sem hann heldur eftir í vasapening.
284 þús. kr. til hjúkrunarheimilis.
300 ÞúS. kr. í lífeyriStekjur fyrir Skatta
engar aðrar tekjur. Fer á hjúkrunarheimili.
300 þús í lífeyrisgreiðslur
Hvernig lítur dæmið út?
65 þús. kr. í skatta.
70 þús. kr. heldur eftir í vasapening.
165 þús. kr. til hjúkrunarheimilis.
150 ÞúS. kr. í lífeyriStekjur fyrir Skatta
engar aðrar tekjur. Fer á hjúkrunarheimili.
150 þús í lífeyrisgreiðslur
Hvernig lítur dæmið út?
9 þús. kr. í skatta.
70 þús. kr. heldur eftir í vasapening.
72 þús. kr. til hjúkrunarheimilis.
103 ÞúS kr. í lífeyriStekjur fyrir Skatta
engar aðrar tekjur. Fer á hjúkrunarheimili.
103 þús í lífeyrisgreiðslur
Hvernig lítur dæmið út?
0 þús. kr. í skatta.
70 þús. kr. heldur eftir í vasapening.
33 þús. kr. til hjúkrunarheimilis.
0 kr. í lífeyriStekjur úr lífeyriSSjóði
engar aðrar tekjur. Fer á hjúkrunarheimili.
0 kr. í lífeyrisgreiðslur
Hvernig lítur dæmið út?
0 kr. í skatta.
50 þús. kr. í vasapening frá Tr.
0 kr. til hjúkrunarheimilis.