Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 62

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 62
62 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 þú ert. Vitaskuld getur þetta leitt til þess að kröfurnar taka ekki mið af aðstæðum á hverjum stað. Við áttum til dæmis erfitt með að fá erlendu framleiðendurna til að skilja að Íslendingar gera ekki svo mikið af því að fara undir bílinn og skoða undirvagn­ inn þegar komið er með bílinn í viðgerð.“ Að sögn Ernu gera staðlar framleiðenda ráð fyrir því að viðskiptavinir eigi kost á þessu og því er fyrirtækið með slíkt svæði við Sævarhöfða. Þar geta viðskiptavinir komið og skoðað bílana með þessum hætti og um leið er farið yfir með þeim hvað er að. Það er ekki víst að önnum kafnir Íslend­ ingar gefi sér alltaf tíma í slíkt umstang. gjaldEyrishöFtin ErFið Sem gefur að skilja krefjast kaup á fyrirtæki eins og BL margvíslegra fjármálalegra úr­ lausna. Erna sagði að þó að línurnar hefðu verið lagðar í upphafi hefði sér komið á óvart hve miklum vandkvæðum er bundið að starfa innan gjaldeyrishafta. „Það sem mér finnst erfiðast í fyrirtækjaumhverfi í dag eru gjaldeyrishöftin og lánshæfis­ mat á íslenskum bönkum. Þá er ég ekki eingöngu að tala um okkar viðskipta­ banka heldur íslensku bankana almennt. Það er nánast vonlaust fyrir okkur að fá bankaábyrgðir eins og á við um flesta aðra í íslensku viðskiptalífi sem nýta sér innlenda bankaþjónustu. Erlendu aðilarnir taka ekki íslenskan banka sem ábyrgðaraðila ef upp­ hæðirnar skipta máli. Þetta er mikil breyt­ ing frá því sem var þegar ég hætti hér 2007. Þá var hægt að panta bíl frá Subaru með bankaábyrgð. Það felur í sér að bankinn ábyrgist að borga þegar bíllinn fer í fram­ leiðslu og við – innflutningsfyrirtækið – borguðum stundum ekki fyrr en 30 eða 60 dögum eftir að pöntun var gerð. Við vorum komin með allt upp í þriggja mánaða krít hjá Hyundai. Í dag er umhverfið allt annað. Það er auðvitað mismunandi eftir fram­ leiðendum en það er jafnvel orðið þannig að við þurfum að staðgreiða um leið og pöntun á sér stað. Þetta er gríðarleg breyt­ ing, ekki síst þegar þetta kemur til viðbótar því vaxtaumhverfi sem ríkir á Íslandi. Í dag þurfum við að greiða 10% vexti, sem er hluti skýringarinnar þegar horft er til þess hve dýr varan er í dag.“ Erna segir að þetta hafi gríðarleg áhrif á rekstrarumhverfi bílaumboð­anna, sérstaklega þegar þess er gætt að Íslendingar vilja yfirleitt ekki bíða eftir bílum. Þeir vilja helst geta keyrt burt á bílnum um leið og þeir hafa ákveðið að fjárfesta í einum slíkum. Til þess að geta orðið við því þurfa umboðin að liggja með lagera, sem vitaskuld er mjög dýrt. Erna segir að talsvert hafi verið gert til þess að fá kaupendur til að sætta sig við að panta og bíða en yfirleitt leiðir það til þess að kaupandinn fer annað. „Við finnum það að þegar kaupandi kemur hingað inn og vill til dæmis kaupa Nissan Qashqai, sem var mest seldi jeppinn á Íslandi á síð asta ári, ætlast hann til þess að hann sé til og jafnvel í réttum lit,“ segir Erna og brosir. Það er hins vegar flókið fyrir umboð eins og BL ef þetta á að eiga við um allar gerðir sem þar eru til sölu. Lætur nærri að BL séu með um 90 gerðir af bílum til sölu ef öll merkin eru tekin. Ef umboðið ætlar að eiga tvo í mismunandi lit í hverri gerð þá eru það 180 bílar á lager. „En þetta er það sem er erfiðast í rekstrarumhverfinu í dag, það er fjármögnunin. Því til viðbótar er uppákoman í kringum það að setja Ísland á hryðjuverkalista en það er enn að valda okkur erfiðleikum, það er staðreynd sem ekki allir átta sig á. Það hefur bæði áhrif á fyrirtækin og stöðu Íslands. Það er alltaf erfitt að vinda ofan af svona hlutum og tekur tíma að útskýra. Nú getum við sagt að það sem kom okkur á listann sé búið og það auðveldar vonandi næstu skref. Staðan í Evrópu hjálpar heldur ekki til en menn hafa orðið varkárari eftir því sem staðan versnar þar.“ Af þessu leiðir að umstangið við að selja bíla er orðið tímafrekara, sem eykur síðan kostnað og áhættu. „Um leið hefur ríkið verið að auka skattheimtu og umhverfis­ skattar hafa hækkað annað árið í röð. Á sama tíma eru bílaleigurnar að fá hækkun en þær hafa verið okkar tryggustu og stærstu viðskiptavinir eftir bankahrunið. Ég veit hreinlega ekki hvar við værum ef þeirra hefði ekki notið við. Það er ekkert leyndarmál að þær taka ríflega helming af sölunni.“ Erna tók fram að það væri ekkert að bankaþjónustunni sem slíkri. Rekstrar­ umhverfi bankanna væri hins vegar með þeim hætti að þeir ættu erfitt með að gegna hlutverki sínu, ekki síst vegna þess að þá vantaði alþjóðlegt lánshæfismat. Í dag dygði einfaldlega ekki bankaábyrgð frá íslenskum banka, erlendur banki yrði að koma að málum líka. Að hluta til væri verið að hverfa aftur til þeirra aðstæðna sem ríktu þegar Erna hóf afskipti af grein­ inni á sínum tíma. Gjaldeyrishöftin sjálf væru síðan ekki til að einfalda hlutina. „Það þarf stöðugt að vera útskýra af hverju ástandið sé svona og af hverju þetta virkar svona eða hinsegin. Þetta eru mikil viðbrigði því auðvitað vorum við farin að kynnast mjög skjótvirku og auðveldu bankaumhverfi. Mér finnst að nú séum við að upplifa hlutina eins og afi fékk að kynn­ ast þegar hann byrjaði sinn rekstur. Eini munurinn er að nú fá menn ekki skriflega miða um að þeir hafi fengið úthlutað inn­ flutningsleyfi. Við erum ekki komin þangað en það vantar ekki mikið upp á það.“ hagsýni Eykst í bílakaupum Erna segir að kaupmáttur hér innanlands skipti miklu þegar kemur að bílakaupum. „Það er auðvitað erfitt fyrir almenning að eiga fyrir bíl. Verð þeirra hefur verið að hækka um leið og kaupmáttur minnkar. Því til viðbótar eldast bílarnir og bíllinn sem kemur í uppítöku hjá fólki verður stöðugt verðminni. Því er það svo að fólk er að færa sig einn til tvo flokka niður. Það hefur bara ekki efni á bíl sömu gerðar og það átti áður. Eldsneytiseyðslan skiptir gríðarlegu máli núna og fólk er miklu hagsýnna en áður í bílakaupum.“ Erna bendir á að Ísland sé og verði bílaland þar sem almenningur þurfi að nota bíl, bæði í leik og starfi. Flestir hafi vanist því frjáls­ ræði að geta stokkið upp í bílinn og keyrt þangað sem hugurinn stendur til. En þegar allt þetta er metið þá er freist­ andi að beina þeirri spurningu til Ernu hvort þetta sé spennandi atvinnugrein að koma inn í? „Það er alltaf spennandi að takast á við nýja hluti. Ég lít svo á að þetta sé fullt af skemmtilegum verkefnum og það er engin spurning í mínum huga „Þetta félag er hins vegar allt ann­ að en það sem ég hætti hjá fyrir fimm árum. Það er í senn stærra og fjöl breyttara og sam setningin þar af leiðandi önnur en var.“ erna Hjá bL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.