Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 66

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Það hefur aukið sveigjanleikann þegar kemur að lagerstöðu á bílum. Menn reyna að haga pöntunum í takt við það, það er til dæmis betra að fá bíla inn á vormánuðum en á haustin. Menn reyna þannig að sveiflu jafna og um leið bregðast hratt við í ýmsum þáttum rekstrarkostnaðar, eins og til dæmis markaðskostnaði. Við sáum það glöggt að þegar salan var hvað minnst voru auglýsingar bílaumboða litlar sem engar.“ En þó að væntingar margra hafi verið að lifna við á fyrri hluta síðasta árs leynir sér ekki að bakslag hefur orðið. Erna segir að margt skýri það. „Ég held að það hafi komið bakslag út af gengislánamálunum, margir voru að bíða eftir því að þessi mál kláruðust. Á meðan fólk veit ekki hvað það á mikið í bílnum og þarf stöðugt að vera að velta því fyrir sér hvort það fái endurgreitt eða ekki er ekki von á mikilli hreyfingu meðal kaupenda. Fólk hringir gjarna til að spyrja um stöðuna en því miður er lítil svör hægt að veita. Sumir þora hreinlega ekki að taka áhættu meðan á þessu stendur. Við vorum að vonast til þess að eitthvað gerðist en því miður hefur það ekki orðið raunin. Því má segja að þróunin í þjóðfélaginu síðasta árið hafi valdið vonbrigðum. Héðan af gerum við ekki ráð fyrir að mikið gerist fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningar, nema hjá Íslandsbanka, sem er að byrja að senda út endurútreikninga núna í febrúar.“ allir að bíða Erna sagði að ástandið birtist ágætlega í aldurssamsetningu bílkaupenda því fólk á miðjum aldri sæist lítið og það væri helst fólk yfir sextugt sem skoðaði bílakaup. Aðrir væru enn að bíða eftir úrlausn sinna mála. Hafa yrði í huga að lán af 40­50 þúsund bílum væru enn óafgreidd. Því væri augljóst að þessi biðstaða hefði mikil áhrif. Um leið hefði fólk breytt sínum bílakaupum mikið og liðin tíð að fólk ætti þrjá bíla á heimili. Nú teldi fólk sig þurfa að meta kostnað af bílaeign upp á nýtt. Þá ýtti hækkun á sköttum einnig eftir því að fólk færði sig yfir í ódýrari bíla. Erna er stjórnarformaður tryggingafélags­ ins Sjóvár. Hún er hluthafi í SF1, sem keypti ríflega helming hlutafjár á miðju ári 2011 og hefur aukið við hlut sinn síðan. Sjóvá er alhliða vátryggingafélag með tæplega 30% markaðshlutdeild og um 70 þúsund viðskiptavini. Enginn hluthafa í SF1 fer með stærri hlut en sem svarar til 10% hlut­ deild í Sjóvá. Eignarhlutur Ernu þar er í gegnum EGG ehf. Erna kom inn í stjórnina strax árið 2009 sem óháður stjórnar aðili. Síðan er rætt við hana hjá Stefni, sem er sjálfstætt starfandi fjárfestingafélag og sá um að setja saman fjárfestingahóp til að kaupa félagið. „Tryggingamarkaðurinn er mjög áhugaverður markaður en allt öðru vísi en bílamarkaðurinn. Þetta er til þess að gera íhaldssamt umhverfi enda má segja að tryggingar séu þess eðlis. Það er búið að vera mjög gaman að vinna í þessu verkefni. Með nýjum forstjóra hefur farið mikil vinna í að endurskipuleggja félagið frá grunni. Það er búið að þétta og nýtískuvæða Sjóvá og það er stefnt að því að skrá félagið á markað. Ætli þetta verði ekki ár tryggingafélaganna í kauphöll­ inni. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og forvitnilegt að kynnast öðrum geira. Eftirlitið er mikið og formfestan fyrir vikið meiri.“ Þegar félagið verður skráð er ætlunin að leysa upp SF1 og hver hluthafi fái beint hlut í félaginu. Erna sagði að þrátt fyrir margvíslega erfiðleika sem steðjuðu að félaginu hefði því gengið vel að halda viðskiptavinum sínum. Í dag væri Sjóvá vel fjármagnað og með traustar undirstöður sem meðal annars birtist í sterku eiginfjár­ hlutfalli. Auk þessara verkefna situr Erna í stjórn verslunarrisans Haga en þar hefur hún setið sem óháður stjórnarmaður síðustu þrjú ár. Hún tók sæti þar um leið og Arion banki fékk fulltrúa í stjórn. „Hagar hafa verið mjög skemmtilegt verkefni. Þar fórum við í gegnum skráningarferli fyrir rúmu ári og það hefur gengið mjög vel. Ég segi oft að Hagar eru flottasta fyrirtæki sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Skilvirknin og tölfræðin er hreint ótrúleg og ég sé notað þar inni nánast allt sem ég kynntist í náminu á Spáni.“ Erna er ekki í eigenda­ hópi Haga en hún kemur að sjóðnum Auði 1 sem eigandi að 2% hlut. En talandi um námið á Spáni. Erna segir að þar hafi hún kynnst mikilvægi áætlanagerðar sem hún beitir óspart í þeim rekstri sem hún kemur að hér á landi. Hún segir að sumir hafi það viðhorf að áætlanagerð eigi tæpast við á Íslandi en hún telji að það sé öðru nær. „En því er ekki að leyna að mark að­ urinn hefur tekið hægar við sér en við héldum. Það hægir á þessu frekar en hitt og viðskiptavinirnir eru dálítið að bíða eftir því hvernig fer.“ erna Hjá bL Fjölskyldan stóð saman að rekstri B&L þar til félagið var selt 2007. Hér er Gísli Guðmundsson ásamt börnum sínum, þeim Ernu og Guðmundi Gíslasyni yngri. Mynd/Úr einkasafni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.