Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Icepharma veltir um átta milljörðum króna árlega og er með um áttatíu starfsmenn. „Við styðjum við almenna lýðheilsu með því að selja, markaðssetja og þjónusta heilsueflandi vöru. Stór hluti veltunnar tengist lyfjum en við erum líka sterk í lækn­ inga­ og hjúkrunarvörum auk þess sem við bjóðum vítamín, næringu, barnavörur, húðvörur og hárvörur og höfum umboð fyrir íþróttavörumerkið Nike á Íslandi. Icepharma fékk í fimm ár í röð viðurkenn­ ingu VR sem fyrirmyndarfyrirtæki auk þess sem fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár hlotið sérstaka viðurkenningu Creditinfo fyrir fjárhagslegan styrk fyrirtækisins.“ Margrét segir að fyrirtækið sé því vel í stakk búið til að uppfylla framtíðarsýnina; að eflast enn frekar innan heilbrigðisgeir­ ans. „Það hefur verið krefjandi verkefni að sinna aðilum innan íslenska heilbrigðiskerf­ isins undanfarin ár. Ef marka má umræður í þjóðfélaginu, jafnt meðal fagfólks sem notenda heilbrigðisþjónustunnar, virðist nú komið að ákveðnum þolmörkum. Við hljótum sem þjóð að ætla að varðveita og efla þá góðu heilbrigðisþjónustu sem við höfum hingað til notið. Icepharma ætlar sér hlutverk í því verkefni.“ þakkarviðurkenning fKa til guðrúnar Lárusdóttur. ÁRæði, þolinmæði og PaSSaSEmi G uðrún Lárusdóttir, framkvæmda­ stjóri Stálskips, hlaut þakkar­ viður kenningu FKA. „Allt kapp er núna lagt á að ríkis væða sjávarútveginn með nýju fiskveiðifrumvarpi og ef það verður samþykkt verður greinin ekki lengur sjálf­ bær heldur ríkisvædd.“ Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskips, hlaut þakkarviðurkenningu FKA. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki sem Guðrún og eiginmaður hennar, Ágúst Sigurðs­ son, ásamt fleirum stofnuðu fyrir rúmum 40 árum. Þess má geta að Stálskip er á meðal 150 stærstu fyrirtækja landsins og samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar í fyrra greiddi það starfsmönnum sínum hæstu meðallaun allra fyrirtækja á landinu. „Það er mjög ánægjulegt að fá þessa viður kenningu,“ segir Guðrún. „Það er svo oft sem fólk fær þakkir fyrir unnið starf þegar það er farið héðan af jörðinni eða komið á grafarbakkann. Þess vegna finnst mér ánægjulegt að fá þessa þakkarviður­ kenningu frá þessum frábæru konum í FKA á meðan ég er í fullu fjöri og í fullu starfi.“ Guðrún segir marga hluti spila inn í vel­ gengni fyrirtækisins. „Við hjónin höfum alltaf sniðið okkur stakk eftir vexti við fyrirtækja­ rekst urinn. Við höfum ekki farið fram úr okkur með að gera allt mögulegt sem kannski hefði verið voða gaman að gera og fjárfest miklu meira en lenda svo í núlli eins og mar­ gur hefur gert. Við höfum unnið frekar hægt og sígandi og ætli það sé ekki sígandi lukka. Síðan má segja að velgengnina megi fyrst og fremst þakka fólkinu sem vinnur fyrir okkur. Við höfum verið heppin með skip stjóra og heppin að það hafa ekki orðið mikil óhöpp hjá okkur; það hefur að vísu orðið eldsvoði í einu skipinu í Barentshafi og annað var hér um bil sokkið en einhvern veginn höfum við komið þessu á kjöl aftur og unnið okkur út úr þessu. En þetta hefur verið geysilega mikil vinna.“ Guðrún segir nokkra þætti nauðsynlega í svona rekstri: „Maður þarf að hafa áræði, þolin mæði og passasemi. Og það á ekki að fara fram úr sjálfum sér þegar kemur að ákvörðunum.“ Guðrún segir þau hjónin hafa hagrætt m.a. á þann hátt að selja skip og nú er að eins gerður út frystitogarinn Þór HF. „Við seld um skip til að vera bara með eitt skip á þeim kvóta sem annars tvö skip hefðu verið með.“ Fyrirtækið hefur verið með um tvo millj­ arða króna í aflaverðmæti og segir Guðrún þau hjónin hafa verið heppin með erlenda viðskiptavini. Við eins og aðrir í sjávarút­ vegi höfum sannarlega fengið að finna fyrir því sem að mínu mati hefa verið rangar ákvarðanir stjórnvalda. Allt kapp er lagt á að reyna að ríkisvæða greinina með nýju fiskveiðifrumvarpi og ef það verður sam ­ þykkt verður greinin ekki lengur sjálfbær held ur ríkisvædd. Það er verið að fórna miklum hagsmun­ um til að fullnægja þörf stjórnvalda til að koma að sínum gæluverkefnum þó svo að augljóst sé að það eru ekki þjóðarhags­ munir sem eru hafðir að leiðarljósi.“ gæfusporið 2012 svþ: konuR í meiri­ hluta Í StjÓRn SVÞ M argrét Kristmannsdóttir, fram kvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, veitti Gæfuspor­ inu 2012 viðtöku. „Núna eru konur formenn í tvennum stærstu hags ­ muna samtökum innan SA; hjá SVÞ og SI – Samtökum iðnaðarins.“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmda­ stjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, veitti Gæfusporinu 2012 viðtöku en samtökin hlutu viðurkenninguna þar sem þau þykja öðrum fremur hafa virkj­ að kraft kvenna til stjórnarsetu eða til áhrifa í atvinnulífinu. Þess má geta að mörkuð voru tímamót á aðalfundi SVÞ í mars í fyrra þegar konur urðu í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn aðildar­ félags innan Samtaka atvinnulífsins en SVÞ er eitt af sjö aðildarfélögum sem starfa inn an SA og hafa um 23% vægi innan sam­ takanna. „Gæfusporið varpar jákvæðu ljósi á sam ­ tökin,“ segir Margrét, „en oft verða hags ­ munasamtök í atvinnulífinu fyrir gagn rýni þannig að það er mjög jákvætt fyrir sam tökin þegar líka er tekið eftir því sem vel er gert.“ Margrét tekur fram að sú staðreynd að konur eru í meirihluta stjórnar SVÞ geti skýrst af því að konur eru fjölmennar í versl un og þjónustu en þetta var einnig með vitað val. „Hagsmunasamtök í atvinnu­ lífinu hafa í gegnum tíðina verið mjög fka–verðLaunin 2013 „Við hjónin höfum ekki farið fram úr okkur með því að gera allt mögulegt sem kannski hefði verið gaman að gera, og fjárfest miklu meira, en lenda svo á núlli eins og margur hefur gert.“ Margrét Kristmannsdóttir. „Gæfusporið varpar jákvæðu ljósi á samtökin en oft verða hagsmunasamtök í atvinnulífinu fyrir gagn­ rýni.“ Guðrún Lárusdóttir. „Við seldum skip til að vera bara með eitt skip á þeim kvóta sem annars tvö skip hefðu verið með.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.