Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 74

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 74
74 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 E ins og fram kemur í viðtalinu hér á undan við dr. Rich­ ard Johnson hefur hann skrifað fjölda bóka um leiðtoga, stefnumótun, sölu og sölustýringu og fleiri rekstrartengd viðfangsefni. Í bókinni Leading the Pack set ur höfundur fram sína nálgun á leiðtogahlutverkið sem er í senn einföld en hagnýt og byggist á þeim veruleika sem leiðtogar búa við núna en ekki um miðbik síðustu aldar þegar margar stjórnunarkenningar voru settar fram. Vissulega bygg ir höf undur á mörgum þessara kenn inga og fjallar stuttlega um marg ar þeirra. Fátt nýtt kemur fram í bókinni en margt er sett fram á hag­ nýtari hátt en oft áður og ljóst að höfundur nýtir sér reynslu sína og bakgrunn í skrifum sínum. Höfundur leggur mikið upp úr því að „þýða“ kenning­ ar í stjórnun yfir á mannamál og setur fram sínar reglur og lögmál byggt á fræðilegum kenningum. Dæmi um það eru fimm lögmál forystuúlfsins sem eru samskipti, ástríða, misskiln­ ingurinn um að vita svörin við öllu, mikilvægasta eign fyrir tækisins er starfsfólkið og valdtraust. leiðtoginn sem þjálfari Dr. Johnson ver heilum kafla í bókinni undir það mikil­ væga hlutverk leiðtogans að vera „mentor og coach“ fyrir starfs menn sína. Hann setur fram einfalt þjálfunarferli og gerir skýran greinarmun á því hvenær leiðtoginn ætti að vera í mentorshlutverkinu, hvenær hann á að vera í hlutverki þjálf­ arans og hvenær hann á hrein­ lega að stjórna byggt á hæfni og viðhorfi starfsmannsins. Það er því í þessu sem öðru í leiðtogahlutverkinu; leiðtoginn verður að vera fær um að lesa leikinn og setja sig í mismun­ andi hlutverk eftir mismunandi aðstæðum líkt og kenningar um aðstæðubundna stjórnun ganga út á. Í tengslum við mentoring og coaching er líka mikilvægt að vera meðvitaður um þá endurgjöf sem leiðtoginn veitir starfsmönnum sínum og vera sífellt að leita leiða til að veita hana á uppbyggilegan og styðjandi hátt. Hinn greinandi leiðtogi Leiðtoginn sem leiðir „hjörðina“ þarf í senn að vera fær um að greina vandamál og sjá fram á veginn. Greining vandamála er mikilvægur þáttur í lausn þeirra en alltof oft eyða fyrirtæki dýrmætum tíma og miklum fjármunum í að leysa „röng“ vandamál þar sem greining þeirra er ekki nægilega vel unn­ in. Greining vandamála kallar á að setja sig vel inn í mál en samt ekki á kostnað getunnar til að sjá lengra fram á veginn. Í bókinni dregur höfundur sérstaklega fram svokallaðar „scenario planning“­aðferðir sem ganga út á að sjá fyrir sér með skapandi hætti mismun­ andi útfærslur á möguleikum. Þessi aðferð er mikið notuð í hernaði en hefur líka verið notuð í rekstri og eru tekin dæmi frá Citibank og Royal Dutch Shell. Höfundur hefur hernaðarlegan bakgrunn svo ekki er undarlegt að hann sæki í þann reynslubrunn. Víst er að sterkur leiðtogi þarf að geta séð fyrir tækifæri og hindranir og vera fær um að sjá lengra en Við fjöllum hér um eina af bókum dr. Richards Johnsons, Leading the pack – Model Driven Leadership for the 21st Century. Hann fjallar þar um fimm lögmál forystuúlfsins og segir ennþá allt of mikið af leiðtogum sem líkjast úlfin­ um sem ferðast um einn og nýtir sér ekki styrkleika og afl heildarinnar. TexTi: unnur valborG HilMarsdÓTTir Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá vendum „Fimm lögmál for ystuúlfsins eru samskipti, ástríða, misskilningurinn um að vita svörin við öllu, mikilvægasta eign fyrir tækisins er starfs fólkið og vald­ traust.“ bækur sameiginlegt? Hvað eiga úlfar og leiðtogar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.