Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 75
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 75 aðrir innan fyrirtækisins um leið og hann þarf að vera fær um að greina stöðu dagsins í dag. Enn ein fína línan sem leiðtoginn þarf að dansa á. samskipti á vinnu- stöðum Eitt lögmála forystuúlfsins eru samskipti og fá þau eðli málsins samkvæmt mikla athygli í bók­ inni. Höfundur fer þó lengra í sinni umfjöllun en alla jafna í stjórnunarbókum og minnist stuttlega á viðkvæmt en engu að síður algengt viðfangsefni sem er náin tengsl vinnufélaga. Í bókinni er fjallað um tengsl sem hafa neikvæð áhrif á frammi stöðu fyrirtækisins og því nauðsynlegt fyrir leiðtogann að grípa inn í. Vissulega óvenjulegt við­ fangsefni stjórnunarbókar en engu að síður mikilvægt því of náin tengsl vinnufélaga og þær flækjur sem þeim fylgja geta í einstaka tilfellum haft lamandi áhrif á aðra á vinnustaðnum og þannig haft neikvæð áhrif á frammistöðu. Hreinskilni og raunsæi Segja má að bókin sé í heild hreinskilin og raunsæ. Höfund­ ur kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þykist ekki vera eitthvað sem hann er ekki og reynir ekki að setja sig á stall. Hann vitnar í fjölda kenn­ inga en leggur höfuðáherslu á hagnýti og hvernig hægt er að nýta efni bókarinnar með sem áhrifaríkustum hætti. Sú nálgun er stærsti kostur þessarar bókar og skipar henni í flokk með áhugaverðum bókum sem allir leiðtogar hafa gott af því að fletta í gegnum. fimm lögmál foRyStuúlfSinS Byggt á kenningum og fræðisetningum um leiðtogann hefur höfundur sett fram sín eigin lögmál sem beita má við raunverulegar aðstæður. Þessi fimm lögmál vill höfundur meina að séu hans „þýðing“ á fræðunum yfir á mannamál. Samskipti – Hæfni til að eiga góð samskipti er mikilvæg- asta hæfnin í fari leiðtogans. Ef hún er ekki fyrir hendi getur leiðtoginn ekki náð árangri. góð samskipti eru nauðsynleg til að byggja upp traust en það er traust milli starfsmanns og leiðtoga sem er það sem hvetur fólk til að leggja sig allt fram við verkefni sín. Ástríða – skuldbinding starfsmanna til árangurs mun auk- ast til mikilla muna ef stjórnendur búa yfir ástríðu fyrir því að ná árangri. Árangur hvetur árangur. orka og eldmóður drífur orku og eldmóð. Misskilningurinn um að „vita svörin við öllu“ – Einn mesti misskilningur leiðtogans er sá að hann telji að hann verði að eiga svör við öllu. góðir leiðtogar eru tilbúnir til að viður- kenna að þeir vita ekki allt. Sterki leiðtoginn er umkringd ur öflugu fólki og þarf því ekki að hafa svörin við öllu. Mikilvægasta eign fyrirtækisins er starfsfólkið – Ekki er erfi tt að þróa vinningslið ef það er sett í forgang. Allir starfsmenn verða að upplifa að á þá sé hlustað, það sem þeir leggi af mörkum sé metið og nauðsynlegt er að þeir upplifi að þeir standi sig vel. Endurgjöf og hrós, sem hefur merkingu og er veitt með réttum hætti, eykur sjálfstraust og byggir upp teymið. Valdtraust (e. empowerment) – Leiðtogar sem ná árangri veita starfsmönnum sínum frelsi og traust til að taka áhættu og sýna frumkvæði. Ávinningurinn af því að treysta starfs- mönnum sínum fyrir valdi og verkefnum er mun meiri en áhættan sem í því felst. Veittu fólki frelsi til að vinna hlutina með sínu lagi. „Alltof oft eyða fyrirtæki dýrmætum tíma og miklum fjármunum í að leysa „röng“ vandamál þar sem greining þeirra er ekki nægilega vel unnin.“ HVað EiGa úlfar og leiðtogar SamEiGin- lEGt? „Úlfar eru félagsverur. Þeir ferðast saman, éta saman, veiða saman og leika sér saman. oft er talað um úlfahjarðir. Hjörðin samanstendur vanalega af stórfjölskyldunnni. Úlfar innan hjarðar eru því blóðtengdir. Að vera viðurkenndur af hópnum, njóta virðingar og umhyggju er úlfunum mikil- vægt. Er væntumþykja, traust og virðing ekki það sem allir starfsmenn sækjast eftir? Alveg eins og skipurit fyrirtækja eru breytileg að stærð þá er stærð úlfahjarða breytileg, að meðaltali sex til sjö úlfar. Er það ekki nokkurn veginn í takt við framkvæmdastjórnir fyrirtækja? Hver meðlimur hjarðarinnar, eins og meðlimur framkvæmdastjórnarinnar, hefur ákveðið hlutverk. Stund um slíta ungir úlfar sig frá hjörðinni (frumkvöðlar) til að finna sér sína stöðu. Almennt eru eldri úlfarnir í hjörðinni leiðtog- arnir og krefjast virðingar hjarðarinnar. Þeir taka á kvarðanir fyrir hópinn. Hjörðin ver sig og hvern og einn sem í henni er. Úlfurinn sem leiðir hjörðina ferðast fremstur, ryður braut- ina og slær taktinn – svipað og forstjóri fyrirtækis, ekki satt. Úlfurinn sem leiðir hjörðina er hins vegar ekki hræddur við að deila hlutverki sínu með öðrum. Hann stígur til hliðar öðru hvoru og leyfir þeim næsta að taka forystu þó svo að hlutverkin séu skýr og þannig geta úlfarnir mátað sig í leið- togahlutverkinu og vanist því þegar og ef kallið kemur um að taka forystu í hópnum. Hljómar eins og þróun eftirmanna ekki satt (e. succession planning).“ góðir stjórnendur ávinna sér virðingu starfsmanna sinna. Áhrifaríkir leiðtogar ávinna sér ekki einasta virðingu starfsmanna sinna heldur stuðla einnig að því að starfsmaðurinn virði sjálfan sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.