Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 78

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 78
78 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Herdís Pála Pálsdóttir, MBA, markþjálfi og eigandi www.herdispala.is Langar þig að ná meiri árangri og kannski líka í þægilegra og skemmti- legra starf – án þess að skipta um vinnu? Það eru til nokkur úrræði sem hægt er að tileikna sér við að ná þessu markmiði. F lestir stjórnendur kann­ ast við það að sífellt meiri kröfur eru gerðar til þeirra á sama tíma og þeir hafa færra starfsfólk og almennt úr minna að moða til að ná þeim árangri sem óskað er eftir. Í nýlegri skýrslu McKinsey um framleiðni íslensks vinnu­ afls kom fram að það að vinna lengri vinnudag jafngildir ekki meiri afköstum eða árangri – við þurfum að fara að huga meira að skilvirkni og afköstum en lengri vinnutíma. Krafa um lengri vinnutíma kann einnig að draga úr starfs­ ánægju og tryggð, ýta undir aukin veikindi og starfsmanna­ veltu og er það hverju fyrirtæki mjög kostnaðarsamt. Hér verða því raktar nokkr­ ar mögulegar leiðir, alls ekki tæmandi listi, til að auka ár­ ang ur þinn og gera starfið þitt þægilegra og skemmtilegra – án þess að þurfa að lengja vinnudaginn eða skipta um starf. Áreitisstjórnun • Slökktu stundum á hring ingunni í símanum þínum eða lokaðu að þér, á eigin skrifstofu eða í fundarherbergi, þegar þú þarft næði til að sinna verkefnum þínum. • Biddu samstarfsfólk að taka stundum fyrir þig símann svo þú hafir næði til að einbeita þér að þeim verkefnum sem þú ert að vinna að. • Komdu upp einhvers konar skipti-kerfi með samstarfsfólki þínu þann ig að þið tryggið hvert öðru stundum tíma til að vinna án áreitis, þá skiptist þið á að taka símann og svara helstu áreitum hvert fyrir annað. „Krafa um lengri vinnu tíma kann einnig að draga úr starfs ánægju og ýta undir aukin veikindi og starfsmanna­ veltu.“ stjórnun – án þess að skipta um vinnu betra starf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.