Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 78
78 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Herdís Pála Pálsdóttir, MBA,
markþjálfi og eigandi
www.herdispala.is
Langar þig að ná meiri árangri og kannski líka í þægilegra og skemmti-
legra starf – án þess að skipta um vinnu? Það eru til nokkur úrræði sem
hægt er að tileikna sér við að ná þessu markmiði.
F
lestir stjórnendur kann
ast við það að sífellt
meiri kröfur eru gerðar
til þeirra á sama tíma
og þeir hafa færra
starfsfólk og almennt úr minna
að moða til að ná þeim árangri
sem óskað er eftir.
Í nýlegri skýrslu McKinsey
um framleiðni íslensks vinnu
afls kom fram að það að vinna
lengri vinnudag jafngildir ekki
meiri afköstum eða árangri – við
þurfum að fara að huga meira
að skilvirkni og afköstum en
lengri vinnutíma.
Krafa um lengri vinnutíma
kann einnig að draga úr starfs
ánægju og tryggð, ýta undir
aukin veikindi og starfsmanna
veltu og er það hverju fyrirtæki
mjög kostnaðarsamt.
Hér verða því raktar nokkr
ar mögulegar leiðir, alls ekki
tæmandi listi, til að auka ár
ang ur þinn og gera starfið þitt
þægilegra og skemmtilegra
– án þess að þurfa að lengja
vinnudaginn eða skipta um
starf.
Áreitisstjórnun
• Slökktu stundum á
hring ingunni í símanum
þínum eða lokaðu að
þér, á eigin skrifstofu
eða í fundarherbergi,
þegar þú þarft næði til
að sinna verkefnum
þínum.
• Biddu samstarfsfólk að
taka stundum fyrir þig
símann svo þú hafir
næði til að einbeita þér
að þeim verkefnum sem
þú ert að vinna að.
• Komdu upp einhvers
konar skipti-kerfi með
samstarfsfólki þínu
þann ig að þið tryggið
hvert öðru stundum tíma
til að vinna án áreitis,
þá skiptist þið á að taka
símann og svara helstu
áreitum hvert fyrir annað.
„Krafa um lengri
vinnu tíma kann
einnig að draga úr
starfs ánægju og ýta
undir aukin veikindi
og starfsmanna
veltu.“
stjórnun
– án þess að skipta um vinnu
betra starf