Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 86

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 86
86 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Keflavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir starfsemi Icelandair og það fyrsta sem erlendir ferðamenn sjá þegar þeir koma hingað. Þó að Icelandair sé fyrst og fremst kaupandi að þjónustu þar hefur félagið stærðar sinnar vegna mikið að segja. Birkir segir að þeir hjá Icelandair sjái ekki mikla breytingu á sinni aðkomu en engu að síður þurfi að gera breytingar á flugvellinum með aukinni tíðni og vexti flugfélaga. „Við höfum varað við því að flugvöll ur­ inn gæti verið að springa vegna álags en þó hefur verið brugðist vel við þeim vexti ferðamanna sem hefur orðið á síðustu árum. Þar eru uppi áform um að stækka aðstöðu ferðamanna í takt við það. Einnig eru framkvæmdir áætlaðar í vor sem bæta úr þótt ekki sé víst að þær dugi til sé horft til næstu ára. Við höfum alltaf áhyggjur af getu mannvirkja vallarins til að taka við auknum fjölda ferðamanna, m.a. vegna plássleysis inni í flugstöðinni.“ Flestir eru sammála um að fyrir íslenska ferðaþjónustu séu tækifæri bæði í Asíu, Kína og Rússlandi. Á heims vísu er því spáð að þar verði mesti vöxtur í fram tíð ­ inni í ferðaþjónustu. Icelandair hyggst hefja flug til Pétursborgar í vor en upp ­ bygging leiðarkerfis félagsins býður tæpast upp á tengingu við Asíu eða Kína. Það kemur ekki í veg fyrir að Icelandair skoði þá markaði en félagið hefur í gegnum samstarf við önnur flugfélög tengingar þangað. Að sögn Birkis hefur félagið reynt að stækka sitt leiðarkerfi með samstarfi við önnur flugfélög eins og JetBlue, Alaska Airlines, Finnair, SAS og fleiri. Má sem dæmi taka að flestir þeir Kínverjar sem hingað koma – og þeim fjölgar hratt – koma í gegnum Skandinavíu. Þar stoppa þeir nokkra daga áður en þeir halda til Íslands. Samstarfið við skandinavísku flugfélögin hefur gengið vel. Beint flug til Asíu er þó tæpast á dagskrá þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Í það minnsta ekki í bráð, þótt tækifærin virðist fyrir hendi, enda má segja að félagið hafi ærinn starfa á þeim markaðssvæðum þar sem það er sterkast og lætur að sér kveða. þarf stöðugt að vinna að vöruþróun Ferðaþjónusta byggist á kaupmætti fólks og segir Birkir að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi orðið vör við þá þróun að eyðsla ferðamanna minnki um leið og dvalartími þeirra lengist. Þetta sé svipuð þróun og annars staðar. „Svo virðist sem núna velti ferðamaðurinn verðinu meira fyrir sér, væntanlega vegna efnahagsástandsins. Á sama hátt virðist sem ferðamenn fari í fleiri ferðir og styttri. Við gætum séð það hér á Íslandi að fólk eyði minna en áður þegar það er komið hingað. Fleiri ferðamenn yfir vetrartímann vega þetta upp að einhverju leyti og vonandi batnar efnahagsástandið í heiminum sem fyrst.“ Það er ekki hægt að ræða þróun ferðaþjónustu án þess að ræða hlut stjórn ­ valda. Eins og Birkir kom inn á hér að framan skortir nokkuð á stefnumótun og að gerðaáætlun til lengri tíma. „Það hefur vantað lang tíma stefnumótun þótt Samtök ferðaþjónustunnar hafi vissulega reynt að vinna í því og hagsmunaaðilar hafi lagt meiri áherslu á veturinn. Manni finnst hins vegar hollt fyrir ferðaþjónustuna að hafa tíu ára sýn. Það getur hjálpað til að meta þarfir ferðamanna og um leið þá þjónustu sem þarf að byggja upp. Það þarf stöðugt að vinna að vöruþróun í þessari grein. Þessar skattahækkanir eru ekki góðar fyrir ferðaþjónustuna og geta minnkað eftirspurn eins og oft hefur verið varað við. Þetta hefur líklega mest áhrif yfir veturinn þegar við þurfum mest á nýjum ferðamönnum að halda. Mér finnst að yfirvöld verði að vinna meira með atvinnugreininni til að halda áfram uppbyggingu hennar. Vissulega hafa menn snúið bökum saman þegar svo ber undir en það þarf líka að vera samfella í allri vinn­ unni – svo mikilvæg er ferðaþjónustan fyrir íslenskan efnahag.“ „Svo virðist sem núna velti ferðamaðurinn verðinu meira fyrir sér, væntanlega vegna efnahagsástandsins. Á sama hátt virðist sem ferðamenn fari í fleiri ferðir og styttri.“ sjóðHeitt ÍsLand Ráðstefnu- og fundarsalirnir eru allir búnir besta fáanlega tækjakosti og henta jafnt stórum sem smáum hópum til fundarhalda. Ferskar veitingar og glæsileg hönnun húsgagna gera góðan fund enn betri. Bókaðu ferskan fund í síma 525 9932 – við tökum vel á móti þér og hópnum þínum. www.hotelsaga.is Standard Fundarsalur fyrir tíu eða fleiri. Morgun- og síðdegis- kaffi að vali kokksins. Hádegisverðarhlaðborð í Skrúð. Skjávarpi. Þráðlaust internet. Business Class Fundarsalur fyrir sjö eða fleiri. Allt í Standard og að auki: Ferskir ávextir, gos og tölva í fundarsal. Express-pakki Fundarsalur fyrir tíu eða fleiri. Fundarpakki sem hannaður er fyrir stutta fundi án hádegis- eða kvöldverðar. Morgun- og/eða síðdegiskaffi. Skjávarpi. Þráðlaust internet. Við bjóðum þrjá mismunandi pakka sem til samans mæta þörfum allra. Hvort sem þú velur Standard, Business Class eða Express-pakka má alltaf bæta við léttum veitingum eftir fund: FERSKIR FUNDIR Radisson Blu Hótel Saga býður upp á frábæra fundaraðstöðu og góðar veitingar í hrífandi umhverfi A N T O N & B E R G U R „Þegar við hefjum flug inn á fjölmenna staði eins og Denver sækjumst við eftir stórauknu flæði af farþegum yfir hafið til Evrópu – með viðkomu á Íslandi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.