Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 94

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 94
94 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 10 atriði við undirbúning ráðstefna „Engir tveir viðburðir eru eins og í mörg horn að líta,“ segir Lára B. pétursdóttir, fram kvæmdastjóri Congress Reykjavík. „Það skiptir því höfuðmáli að fá fagskipu- leggjanda til samstarfs allt frá upphafi til að halda utan um og framkvæma verk ið og að hann hafi á að skipa starfsfólki sem hefur reynslu og þekkingu á þessu sviði. Með því að fá fagaðila í verkið sparar ráðstefnuhaldarinn sér tíma, fé og fyrir höfn og trygg ir að hann sjálfur geti einbeitt sér að faglega þættinum sem og notið við- burðarins og ávinn ingsins af honum.“ 1. Gefa ráð við ákvörðun á dagsetn­ ingum á ráðstefnu, val á ráð stefnu ­ að stöðu og gistiaðstöðu þátttakenda, kanna hvort æskilegt pláss sé laust og bóka það. Hafa þarf í huga t.d. stærð ráðstefnu og fjölda fundarsala, stærð sýningarsvæðis ef þarf, veit­ ingaaðstöðu, staðsetningu, sam göng­ ur, verð og afþreyingu. 2. Tryggja að öll tækni sé til staðar eða fáanleg, bæði hefðbundin og sér ­ hæfð, allt frá hefðbundnu hljóð kerfi upp í sérhæfða túlkaþjónustu. 3. Skipulag og framkvæmd félagslegrar dagskrár er ekki síður mikilvæg en sú faglega og því mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytt úrval af ­ þreyingar sem hentar sem flestum. 4. Fjármál ráðstefnunnar eru afar mikil vægur þáttur. Strax í upphafi þarf að vinna fjárhagsáætlun, meta hvort nægt fjármagn sé fyrir hendi og hvort leita þarf til styrktaraðila. Þá þarf að huga að öflun tilboða í verkþætti og samningum um hag ­ stæðasta verð. 5. Góður undirbúningur eykur líkur á árangursríkum viðburði. Því er mikilvægt að gera fram kvæmda ­ áætlun yfir alla þætti viðburðarins sem allra fyrst í ferlinu til að minnka líkur á að eitthvað komi á óvart. 6. Mikilvægt er að setja upp vandaða heimasíðu og önnur upplýsingagögn í tíma. 7. Sjálf skráningin á ráðstefnuna þarf að vera vönduð, örugg og rafræn til að auð velda samskipti við þátttakendur og framkvæmd ráðstefnunnar sjálfr ar. 8. Starfsmenn á ráðstefnunni sjálfri þurfa að vera þjónustulundaðir, vanir og geta leyst úr óvæntum uppá komum. Afar mikilvægt er að gest um finnist þeir velkomnir og líði vel meðan á viðburðinum stendur. 9. Að ráðstefnu lokinni er heilmikið verk óunnið í tengslum við eftir ­ vinnslu og uppgjör og er ómetanlegt að hafa reynda manneskju í verkinu sem er öllum hnútum kunnug. 10. Þá er ótalið faglegt innihald ráð ­ stefnunnar sem er í hönd um ráð stefnuhaldarans en fagskipu ­ leggj andinn tekur við gögnum frá fyrirlesurum, annast umsjón útdrátta og setur upp faglegu dagskrána í samstarfi við fagnefnd ráðstefnunnar. Markaðssetning ráðstefnunnar er líka í höndum ráðstefnuhaldarans með aðstoð fagaðilans og þarf að vera í tíma og á réttum stöðum til að þátttaka nái settum markmiðum. Glæsi legur viðburður er einskis virði ef engir eru gestirnir. „Það er því í gríðarlega mörg horn að líta og engin tilviljun að það færist í vöxt að fag aðilar séu fengnir til verksins til að ávinn­ ingur ráðstefnunnar verði sem allra mestur. Eftir 25 ár á þessum vettvangi hef ég lært að fagskipuleggjandi ráðstefna og funda þarf að búa yfir gríðarlega viðamikilli þekkingu og ekki síst reynslu á þessu sviði. Viðkomandi þarf að sýna vönduð vinnu brögð og veita afbragðsþjónustu, hann þarf að bjóða heildarlausnir og hafa víðtæka yfirsýn yfir skipulagið, góð tengsl við birgja, njóta trausts og hafa gott orð á sér. Hann þarf einnig að nota góð an og sérhæfðan tæknibúnað sem er nauðsynlegur til skráninga og utan­ umhalds um þátttakendur, útdrætti og fjármál og síðast en ekki síst verður við­ kom andi að geta unnið vel með fólki og setja viðskiptavininn í forsæti.“ Lára B. Pétursdóttir. „Með því að fá fagaðila í verkið sparar ráðstefnuhaldarinn sér tíma, fé og fyrirhöfn og tryggir að hann sjálfur geti einbeitt sér að faglega þættinum sem og notið viðburðarins og ávinningsins af honum.“ Lára B. pétursdóttir, framkvæmdastjóri Congress sjóðHeitt ÍsLand Lára tiltekur 10 þætti sem fagaðili ætti m.a. að sjá um:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.