Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 99

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 99
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 99 Þessi ráðstefna hafði verið haldin tvisvar áður og höfðu þá konur verið í meirihluta í salnum. Í þetta skipti þótti mikilvægt að fá karla á ráðstefnuna og voru konur hvattar til að koma með karlmann með sér á ráðstefnuna og var aðgangseyrir sá sami og ef kona kom ein.“ Hafdís segir að karlmenn hafi verið um 40% ráðstefnugesta þetta árið og hafi verið öðruvísi að líta yfir salinn en á fyrri ráð ­ stefnum. „Mér finnst því þessi ráðstefna eftirminnileg fyrir utan að fyrirlesarar voru mjög góðir.“ Karlmenn um 40% ráðstefnugesta Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, segir að eftir- minnilegasta ráðstefnan í sínum huga sé ráðstefnan „Virkjum kraft karla og kvenna“ sem Félag kvenna í atvinnulífinu stóð fyrir árið 2009 ásamt Viðskiptaráði Íslands, Samtökum at- vinnu lífsins og LeiðtogaAuði. Eftirminnileg ráðstefna Helstu ráðstefnurnar Icelandair Group, Harpa og fjöldi þjónustu fyri rtækja og ferðaskrifstofa hafi staðið í fyrra að margföldun á stuðningi og fjárframlagi til markaðssetningar á ráðstefnumarkaðnum sem hófst með stofnun Ráðstefnuborgarinnar Reykja víkur eða Meet in Reykavík í upphafi árs 2012. „Menn fóru að gefa kirfilega í og það er verið að sækja á með meiri kynningu og beinni sókn á markaðinn úti sem þýðir meðal annars meiri þátttaka í alþjóðlegum sýningum með aðildar félögum. Þá er meiri áhersla lögð á að fá ferðaskipuleggjendur og blaðamenn til Íslands til að kynna fyrir þeim getuna og aðstöðuna sem við höfum. Einnig er búið að leggja mikla áherslu á upplýsingar á vefnum og almennt markaðsefni sem nýtist við markvissa til boðs gerð í stærri viðburði.“ Meðal stórra verkefna sem unnið hefur verið að upp á síðkastið má t.d. nefna Evrópumót í hópfimleikum sem mun koma til Reykjavíkur haustið 2014 með áætluðum gestafjölda upp á 2.500­3.500 manns og eins stendur valið á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames­leikana árið 2017. World Outgames er íþrótta­, menningar­ og mannréttindahátíð sem stendur yfir í tíu daga fjórða hvert ár með áætluðum gestafjölda upp á 10.000­ 12.000 manns. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana en ákveðið hefur verið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami. Þorsteinn Örn segir að ekki séu til góðar mæl ingar á fjölda ráðstefnugesta á ári. Talað hefur verið um að þeir séu líklega á bilinu 25­35.000 en markmiðið sé að fjölga þeim að minnsta kosti um 5­10.000 árlega. Í tilkynningu frá Hörpu hefur komið fram að bókanir fyrir ráðstefnur árið 2013 séu um 55% fleiri en þær voru í fyrra; mest munar um fjöl þjóð legar ráðstefnur og má búast við því að hátt í fimmtán slíkar verði haldnar í Hörpu á þessu ári. Á meðal stórra ráðstefna sem voru haldnar í fyrra má nefna 30th Nordic Geological Winter Meeting, ráðstefnu um Evrópustofu, sameigin legt vísindaþing SKÍ, SGLÍ og FÍFK,The Eur opean Clubhouse conference, The Scandi navian Transplantation Society XXVI Congress, TERENA Networking Conference, 10th Nordic Nutrition Conference, XXXIII Nordic Congress in Clinical Chemistry, 6th Nordic Congress on Pediatric Pain. Þess má geta að um 1.000 manns mættu á Læknadaga, um 1.500 manns á CCP Fanfest og um 800 manns á Via Nordica sem var alþjóðleg ráðstefna vegagerðarmanna. Á meðal ráðstefna sem haldnar verða á þessu ári má nefna Iceland Goethermal Conference, The XIII Nordic Theoretical Archaeology Group Conference, Norrænir nýrnadagar, 65th Annual Meeting of the Scandinavian Neurosurgical Society, 46th Nordic Lung Congress, Nordic Society of Nephrology 32nd Biennal Congress og Vísindaráðstefna HÍ. Fjölmennustu fyrirhuguðu ráðstefnurnar á þessu ári eru CCP Fanfest, The Universal Congress of Esperanto og 89th. EOS Congress. Við hjá Gestamóttökunni sjáum um að skipuleggja og halda utan um ráðstefnur, fundi, ferðir og viðburði. Okkar er að sjá til þess að þú getir notið þín til fulls í hlutverki gestgjafans, svo saman fari gleði og árangur. Ráðstefnur og fundir - Komdu á okkar fund! Sími: 551 1730 | gestamottakan.is Gleði og árangur Ráðgjöf Bókanir Umsýsla Rafræn skráning o.fl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.