Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 111

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 111
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 111 leyndarmálum sem þola varla dagsljósið. Í aðalhlutverkum eru James McAvoy, sem leikur Simon, Vincent Cassel, sem leikur glæpaforingjann Franck, og Rosanna Dawson, sem túlkar dáleiðarann Elizabeth. Þegar Danny Boyle fyrst kynnti Trance voru aðrir leikarar orð aðir við hlutverkin. Michael Fassbender var um tíma talinn líklegur til að leika Simon, Colin Firth var orðaður við hlutverk Francks og Scarlett Johansson og Zoe Zaldana við hlutverk Elizabeth. Danny Boyle er ekki marg­ orður um Trance þegar hann var spurður um hvað hún fjallaði en sagði þó að hugmyndin væri komin frá gömlum sakamálamyndum: „Löngun mín var að gera „film noir“­kvikmynd en með miklum tilfinningum, öfugt við film noir þar sem persónur eru venjulega kaldar, en þrátt fyrir að persónurnar í Trance eigi margt sameiginlegt með persónum úr slíkum kvikmynd­ um eru þær um leið nútíma­ legar.“ Vildi ekki aðalstign Eftir hina vel heppnuðu opnun­ arhátíð Ólympíuleikanna og með í huga hversu frábæran feril Danny Boyle á að baki kom ekkert annað til greina hjá bresku krúnunni en að aðla kappann, en þar var komið að vegg því hann neitaði heiðrin­ um: „Allir sem þekkja mig vita að ég er á móti titlum á borð við þá sem veittir eru af bresku konungsfjölskyldunni.“ Danny Boyle verður því aldrei sir Danny og fetar hann þar með í fótspor leikarans Alberts Finneys, leikkonunnar Van­ essu Redgrave og popparans Davids Bowies, sem eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga úr listaheiminum sem hafa neitað slíkri upphefð og Finney meira að segja tvisvar. Hvað varðar framtíðarverk­ efni hjá Danny Boyle þá er hann með ýmislegt í farvatn­ inu, bæði sem framleiðandi og leikstjóri. Eitt framtíðarverk­ efnið er 28 Months Later sem kæmi sem lokakafli við 28 Days Later og 28 Weeks Later, en Boyle leikstýrði fyrri myndinni og framleiddi þá seinni. Þá hefur hann sagt að hann langi til að vinna aftur með Ewan McGregor, sem lék aðalhlutverkið í þremur fyrstu kvikmyndum hans, A Shallow Grave, Trainspotting og A Life Less Ordinary, en vinslit urðu á milli þeirra þegar Boyle valdi Leonardo DiCaprio til að fara með aðalhlutverkið í The Beach í stað McGregors sem hafði sóst eftir hlutverkinu. Danny Boyle á opnunarhátíð á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar, athöfn þar sem hann var listrænn stjórnandi. og erfitt að taka eina fram yfir aðra GæðIn MIKIl Aldrei þessu vant eiga þær níu kvikmyndir sem tilnefndar eru til óskarsverðlaunanna sem besta kvikmynd tilnefningu­ na skilið, en þegar ameríska kvikmyndakademían fjölgaði tilnefningum úr fimm í mest tíu voru margir sem sögðu að þarna væru markaðsöflin að verki með það að leiðarljósi að óskarstilnefning sem besta kvikmynd myndi auka aðsóknina. Hvað sem því líður eru gæðin einstaklega mikil í ár og sjaldan hefur verið jafnerfitt að spá um hvaða mynd verður valin. Hér verður aðeins fjallað í stuttu máli um hvað myndirnar hafa með sér í óskarsbaráttuna og hvað vinnur gegn þeim. AMOUR Með: Sagan höfðar örugglega til eldri meðlima akademíunnar og kvik­ myndin hefur verið á öllum listum yfir bestu kvikmyndir á síðasta ári. Móti: Textuð yfir á ensku og varla fara Bandaríkjamenn að velja an­ nað árið í röð franska kvikmynd, en The Artist vann í fyrra. ARGO Með: Ben Affleck er í miklu uppáhaldi í Hollywood um þessar mundir auk þess sem Argo hefur fengið frábæra dóma og óvænt mikla aðsókn. Móti: Lincoln og Zero Dark Thirty eru einnig pólitískar kvikmyndir og eru með sterkari bakgrunn. BEAST OF THE SOUTHERN WILD Með: Hefur átt góðu gengi að fagna á kvikmyndahátíðum, m.a. Sundance. Hugljúf ævintýrasaga með níu ára aðalleikkonu sem bræðir hjörtu áhorfenda. Móti: Fyrst og fremst er það markaðurinn sem vinnur gegn henni en myndin var mjög ódýr og litlir peningar til að koma henni á framfæri við akademíuna. DJANGO UNCHAINED Með: Quentin Tarantino. Flestir vilja að hann fái einhvern tímann óskarinn. Vinsælasta kvikmynd hans hingað til og frábærir dómar ættu að hjálpa honum. Móti: Bandaríska kvikmyndaaka­ demían. Engin kvikmynda hans hefur verið valin besta kvikmynd og hann aðeins fengið fjórar tilnefningar og einu sinni fengið óskarinn fyrir handrit (Pulp Fiction). LIFE OF PI Með: Einn af meisturum kvikmynd­ anna, Ang Lee, reynir sig við þrívíddar formið með góðum ár angri, frábær útfærsla á verðlaunaðri bók með fullkomnum tæknibrellum. Móti: Þarna erum við aftur komin að meðlimum kvikmyndaake demí­ unnar þar sem meðalaldur er frekar hár og þar með sætta sig þeir kannski ekki við nýstárlegt útlitið. LINCOLN Með: Spielberg í fínu formi og ekki eyðileggur möguleikana stórkost­ legur leikur Daniels Day­Lewis og þar að auki hefur myndin notið mikilla vinsælda. Móti: Fátt sem mælir á móti nema kannski að meðlimir akademíun­ nar telji að Steven Spielberg sé búinn að fá sinn skammt af óskarsverðlaun um, hvort heldur sem er hann sjálfur eða kvikmyndir hans. LES MISéRABLES Með: Uppáhald margra. Sagan segir okkur að góðar söngleikja­ myndir eiga meiri möguleika en aðrar kvikmyndir og Les Misérables er svo sannarlega á meðal þeirra bestu. Móti: Ef slagurinn mun standa á milli tveggja sögulegra kvikmynda stendur Lincoln sjálfsagt betur að vígi. SILVER LINING PLAyBOOK Með: Hefur með tímanum, frá því hún var frumsýnd við ekki mikla athygli, unnið sér inn góðar umsagn­ ir og nýtur enn góðrar aðsóknar og safnar að sér aðdáendum. Móti: Allar aðrar. Silver Lining Play­ book er kannski sú kvikmynd sem erfiðast er að melta fyrir suma. ZERO DARK THIRTy Með: Kathryn Bigelow. Eina konan sem hefur haslað sér völl á stríðsleikvangi karlanna og gerir það betur en þeir flestir. Einnig ætti að hjálpa nýliðinn atburður sem myndin fjallar um og Bandarík­ jamenn eru stoltir af. Móti: Bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt Bigelow fyrir að sneiða stundum hjá réttri atburðarás og ýkja annað til að fá meiri spennu. ósKarsverð­ Launin besta KviKmyndin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.