Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 113
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 113
É
g er þakklát fyrir það
alla daga að hafa
fengið tækifæri til að
starfa sem mann
auðsstjóri því starfið
er í senn fjölbreytt, gefandi og
krefjandi, alveg eins og ég vil
hafa það. Starf mitt felur í sér
mjög ólík verkefni, allt frá því að
taka stefnumarkandi ákvarðanir
sem varða starfsmannamál í að
sinna viðkvæmum málefnum
sem snúa að fólki almennt.
Vörður hefur á undanförnum
misserum lagt aukna áherslu á
mannauðsmálin og leitað leiða
til að styrkja þann þáttinn í starf
seminni.
Margvísleg verkefni fylgja
því starfinu en það verkefni
sem helst liggur á mínu borði
þessa dagana er úrvinnsla
vinnu staðagreiningar sem
fram kvæmd var nýlega hjá
fé laginu. Þá er ég einnig að
vinna grunnvinnu fyrir jafnlauna
úttekt sem framkvæmd verður
hjá félaginu og mun hjálpa
okkur í að treysta jafnrétti kynja
í launum. Einnig erum við að
byrja undirbúningsvinnu fyrir
frammistöðusamtöl sem gefa
okkur tækifæri til endurgjafar og
mats á styrkleikum og veikleik
um okkar starfsmannahóps
og greiningu á fræðslu og
þjálfunarþörf. Skemmtilegasta
verkefnið sem er á borði mínu í
dag er skipulagning á fögnuði
starfsmanna og maka þeirra, en
félagið náði þeim markmiðum
sem sett voru fyrir 2012 og
því ætlum við að fagna þeim
ár angri með viðeigandi hætti.“
Harpa segist eiga stóra,
samheldna og háværa fjöl
skyldu og liggja ræturnar bæði
til Siglufjarðar og Færeyja.
„Fjölskyldan er þekkt fyrir að
tala mikið, hlæja hátt og hafa
unun af því að borða góðan
mat. Amma okkar frá Færeyjum
kenndi okkur að halda upp á
allt sem mögulegt er að halda
upp á með veislu og þeim sið
viðhöldum við. Ég er yngst
fjögurra systra og allar eigum
við börn og njótum þess að
eiga góðar samverustundir.“
Harpa á tvö börn, Lenu Maríu,
15 ára, og Emil Örn, 14 ára.
„Bæði eru þau á kafi í íþróttum,
æfa fótbolta og körfubolta.
Ég er borinn og barnfæddur
Garðbæingur og hef búið þar
alla mína tíð og vil hvergi annars
staðar vera. Eftir grunnskólapróf
frá Garðaskóla fór ég í Kvenna
skólann í Reykjavík og þaðan
í Háskóla Íslands þar sem ég
lærði hjúkrunarfræði. Ég starfaði
við hjúkrun um nokkurt skeið,
bæði við slysa og krabbameins
hjúkrun en sneri mér að einka
geiranum og endaði í meist
aranámi í mannauðsstjórn un
við HÍ.
Hvað áhugamál varðar eiga
börnin mín tvö hug minn allan
og eru áhugamál mitt númer
eitt enda hrikalega gaman að
fylgja þeim eftir í lífinu. Þar fyrir
utan hef ég áhuga á allri útivist
en veiði, golf, skíði, fjallgöng
ur, hlaup, útilegur og annað
þess háttar er nokkuð sem við
hendumst í þegar tími vinnst
til. Einnig hef ég sungið mikið
og er í frábærum kvennakór,
Léttsveit Reykjavíkur. Söngur er
mjög gefandi og ég fæ mikla
útrás í því að syngja. Sumarhús
fjölskyldunnar í Grímsnesi er
mikið notað fyrir fjölskyldu og
vinaferðir og einnig eigum við
athvarf á hinum frábæra stað
Siglufirði sem við nýtum okkur,
þá sérstaklega á veturna, og
skíðum þar á besta skíðasvæði
okkar Íslendinga.
Skíðafrí eru uppáhaldsfrí fjöl
skyldunnar. Síðasta vet ur fórum
við í langa ferð til Austurríkis þar
sem við áttum magnaða daga
í Ölp unum með hópi vina og
framund an er gott skíðafrí fyrir
norðan þar sem norðlensku
alparnir fá að finna fyrir því.
Sumarið er svo handan horns
ins. Þá ætla börnin mín utan í
keppnisferðir en markmið mitt
er að leggjast í undirbún ing fyrir
Laugavegar maraþon og vinna
niður forgjöfina í golfinu. Árið
2013 leggst því vel í mig og næg
verkefni framundan, en það er
einmitt eins og ég vil hafa það.“
Harpa Víðisdóttir
– mannauðsstjóri hjá tryggingafélaginu Verði
Nafn: Harpa Víðisdóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík, 29. júní
1970
Foreldrar: Karen Júlía Magnúsdóttir
og Víðir Finnbogason
Maki: Einstæð
Börn: Lena María, 15 ára, og Emil Örn,
14 ára
Menntun: BS í hjúkrunarfræði, MS í
mannauðsstjórnun
„Sumarhús fjölskyldunnar í Grímsnesi er mikið notað fyrir fjölskyldu- og vinaferðir
og einnig eigum við athvarf á hinum frábæra stað Siglufirði sem við nýtum okkur, þá
sérstaklega á veturna, og skíðum þar á besta skíðasvæði okkar Íslendinga.“
fóLk