Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 33

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 33
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 33 F élagið hefur gjarnan verið nefnt Óskabarn þjóð arinnar enda var stofnun þess álitin leggja sitt á lóð ar skálarnar í sjálfstæðisbar ­ áttu íslensku þjóðarinnar. Á stofn árinu varð Eimskip þegar alþjóðlegt flutningafyrirtæki með samstarfsaðila víðs vegar um veröldina. Hin sögulega tilkoma Eimskipafélagsins blés mönnum kraft og bjartsýni í brjóst. Frá upphafi naut fyrirtækið eindæma velvilja og þessum tímamót um þjóðarinnar fylgdu miklar eftir ­ vænt ingar. Með stofnun Eimskipafélagsins tók íslenska þjóðin í eigin hend­ ur samgöngur og flutninga til landsins og frá og var því ekki lengur háð öðrum þjóðum líkt og raunin hafði verið um aldir. Hin gríðarlega þátttaka almennings í hlutafjárútboði félagsins á árunum 1914 til 1917 var þáttur í þeirri þjóðlegu vakningu sem leiddi til fullveldisins 1918 og stofnunar lýðveldis 1944. Því var einlægt heitið sem almenningur gaf Eimskipafélgi Íslands í upp ­ hafi: „Óskabarn þjóðarinnar“, og endurspeglaði ánægju og stolt landsmanna. Sagan í stiklum Framtíðin blasti björt við Eim ­ skipa félagsmönnum og stuðn ­ ings neti þeirra, strax í árdaga fyrir tækisins. Í fyrri heimsstyrjöld ­ inni hóf Eimskip siglingar en það reyndist ómetanlegur þáttur í því að fyrirbyggja að upp kæmi skortur á nauðsynjavörum, sem ella hefði getað orðið raunin. Í síðari heimsstyrjöldinni drógu erlend skipafélög sig í hlé og hefði sigið á ógæfuhliðina hjá þjóðinni án siglinga Eimskipa ­ félagsins vestur um haf. Þann ig varð saga Eimskips sam ofin þjóðarsögunni, eins og Guð ­ mundur Magnússon orðar það í bók sinni: Eimskipafélag Íslands í 100 ár. Bókin, sem er saga félagsins, er að stofni til byggð á bókinni Eimskip, frá upphafi til nútíma, sem kom út 1988. Í bók Guðmundar er sagt mun ítarlegar frá fjölbreyttri sögu félagins og nær hún allt fram til ársins 2013. Í dag er Eimskipafélag Íslands einnar aldar gamalt og því með elstu starfandi fyrirtækjum lands ­ ins. Saga félagsins er samofin þjóðarsögunni og hef ur því mikla sérstöðu meðal atvinnu ­ fyrir tækja. bjargvættur í styrjalda­ umróti Mikilvægi Eimskipafélagsins fyrir hina íslensku þjóð kom svo sannarlega í ljós í heimsstyrj öld ­ unum á síðustu öld þegar erlend skipafélög hættu sigl ing um hingað til lands. Eimskip hóf siglingar til Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni en þær sigl­ ingar komu í veg fyrir alvarlegan skort á ýmsum nauð synjavörum í landinu. Veturinn 1939­1940, eða í upphafi síðari heimsstyrj­ ald ar, sannað ist enn hversu ómetanlega þýð ingu félagið hafði fyrir aðdrátt nauð synja til landsins. Þegar erlendu skipa ­ félögin drógu sig í hlé komu Ameríkusiglingar Eim skipa fé ­ lags ins í veg fyrir að á Íslandi skapaðist vandræðaástand. Eimskipafélagið var stofnað sem hlutafélag. Í raun var félagið það sem kallað er þjóðþrifa ­ fyrirtæki. Það var stofnað til að gera gagn en ekki til að skapa eigendum sínum, hluthöfunum, sérstakan fjárhagslegan ágóða. Fyrstu áratugina sem félagið starfaði var það einmitt í senn styrkleiki og veikleiki Eimskipa ­ félagsins. Styrkurinn fólst í hinni miklu samstöðu almenn ings um að leggja peninga í fyrirtækið, eiga viðskipti við það og styðja með margvíslegum hætti, á erfið leikatímum. Það var hins veg ar snúið viðfangs að snemma voru gerðar margvís legar kröfur um þjónustu sem gat verið vandkvæðum bundið að inna af hendi og var á stundum ósam rýmanleg eðlilegum rekstri félagsins. Ekki mátti aðeins hafa hagkvæmni og arðsemi að leiðar ljósi. nútíminn vill upp á dekk Þegar fram liðu stundir lagaði Eimskipafélagið sig að nútíma ­ kröfum til fyrirtækja. Almenn og sértæk tækniþróun hafði einnig mikil áhrif og tilkoma gáma og tölva byltu fullkomlega flutn inga ­ starfseminni. Í byrjun níunda áratugarins mörkuðu stjórnendur Eim skipa ­ félagsins nýja flutningastefnu en þá var lögð áhersla á að félagið annaðist alhliða vöruflutninga, ekki aðeins með skipum frá einni höfn til annarrar, heldur einnig land­ og loftleiðis. Þetta tengdist þeim breytingum sem urðu til fyrir tilstuðlan gámanna, sem enn í dag eru hinir stöðluðu einingaflutningar. Skipin töldust nú til eins hlekks af mörgum í sjálfri flutningakeðjunni. Á tíunda áratugnum hóf fé lag­ ið svo markvissa þátttöku á inn lendum hlutabréfamarkaði. Hug myndin byggðist á því að dreifa áhættu flutningastarfsem­ innar. Fjárfestingarstarfsemin reyndist árangursrík en um leið var hún mjög umdeild. Þótti sumum Eimskipafélagið vera orð ið of fyrirferðarmikið í íslensku þjóð félagi og þessar deilur juk ust þegar félagið var orðið eig andi að nokkrum stærstu út gerðar ­ fyrirtækjum landsins, við upphaf þessarar aldar. Eigendaskipti og stefnu breytingar Deilurnar um stöðu og stefnu Eimskipafélagsins voru rótin að eigendaskiptum á félaginu haustið 2003. Athafnamennirnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, sem þá höfðu nýlega eignast Landsbankann, náðu yfirráðum yfir Eimskipafélaginu. Feðgarn­ ir breyttu starfsemi félagsins og seldu einstakar einingar rekstrarins. Yfirlýst markmið var að Eimskipafélagið einbeitti sér framvegis að flutningastarf­ semi. Árið 2005 seldu þeir viðskiptafélaga sínum, Magnúsi Þorsteinssyni, Eimskipafélagið og innlimaði hann það í eignar­ haldsfélag sitt Avion Group sem sinnti bæði flugrekstri Afmælisgestir fjölmenntu á afmælistónleikana í Hörpu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.