Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 45

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 45
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 45 Valdimar Sigurðsson segir að nauðsynlegt sé að skilja neytendahegð ­ un þegar markaðsáreitum er breytt. Í þessu sambandi sé nyt samlegt að framkvæma tilraunir en það þýði í einfaldri mynd að breyta kerfisbundið bara einu áreiti í einu – t.d. verð punktum og staðsetningu auglýsingaborða – og reyna að halda öðrum áreitum eða atburðum óbreyttum. Það er þessi hneigð til tilrauna sem greinir oft á milli framúrskarandi fyrirtækja og annarra. „Það eru mikil tækifæri í að breyta þjónustu í verslunum eða veitingastöðum og koma neytandanum á óvart og mæla áhrifin á hugrænar breytur, t.d. viðhorf og hegðun, og skoða áhrifin á kennitölur í markaðs­ setningu. Þetta er ekki síður mikilvægt í stafrænni markaðs­ setningu. Amazon er þekkt fyrir þetta og breytir reglulega heimasvæði sínu á einn eða annan hátt. Þeir voru til dæmis fyrstir að koma með þessa dæmigerðu vörukörfu í netsölu sem allir þekkja í dag og sem hefur síðar verið breytt kerfis­ bundið á heimasíðunni. Einnig eru stafagerðir mismunandi og flipum er bætt við. Neytendur taka yfirleitt ekki eftir þessu þar sem þetta gerist hægt og rólega. Fyrirtæki eins og Ama­ zon eru alltaf að bæta sig; þau skoða vefgreiningar og geta þannig orðið sífellt sterkari.“ Valdimar segir að það sé heilla vænlegra að vera lær ­ dóms fyrirtæki sem hægt og ró lega þróast en að gera stórar bylt ingar. „Það fer til dæmis oft í taugarnar á neytendum þegar það eru stór stökk í breyting­ um, dæmi um þetta gætu verið breytingar á Windows frá Micro soft eða á Facebook. Einn ig getur verið sniðugt að fara hægt í breytingar í smásölu, þótt þær séu oft nauðsynlegar á endanum, til að trufla ekki neyt endur og þeirra vanaföstu kaup hegðun.“ dR. ValdimaR SiguRðSSoN – dósent við við skiptadeild HR MARKAðS- HERFERðin Tilraunir í markaðsstarfi greina á milli fyrirtækja Salan á myndavélum náði hámarki árið 2010, þegar seldar voru 120 milljónir véla; 110 milljónir smámyndavéla og 10 milljónir SLR­véla með skiptanlegum linsum. Nýlega komur sölutölur fyrir síðasta ár, 2013, og þær voru ekki upp örv ­ andi fyrir framleiðendur mynda­ véla. Salan hefur dregist saman um meira en helming á aðeins þremur árum. Á síðasta ári voru seldar 58,9 milljónir myndavéla, 45,7 mill­ jónir smávéla og 13,2 milljónir SLR­véla, en sala á þeim dróst saman um 2,5 milljónir frá 2012. Sala á smámyndavélum hef­ ur verið í frjálsu falli síðan 2010 vegna snjallsímanna. Stærri vélar hafa haldið sínu þar til á síðasta ári, þar sem verulegur sam ­ dráttur varð alls staðar nema í Japan, þar jókst salan smávegis. Japanir virðast hafa mikinn áhuga á ljósmyndavélum. Af SLR­myndavélum er japanski mark aðurinn með 13% á heims­ vísu. Saman eru Suður­ og Mið­ Ameríka, Afríka og Ástralía með 3% markaðshlutdeild. Stærsti markaðurinn er hins vegar Evrópa með 32% hlutdeild, Norður­Amer­ íka með 29% og Asía án Japans með 23% markaðs hlut. Japanir eru ekki bara stórir kaup endur, þrjú japönsk fyrirtæki eru nær einráð á markaðnum; Canon, sem er stærst, Nikon og Sony, en það síðastnefnda hefur komið feikisterkt inn á síðustu misserum. Sony þorir. Vélarnar eru Sony A7 og A7R, sem er lík­ lega sniðugasta og besta alvöru­ myndavélin sem hefur komið fram í langan langan tíma. Fuji, Olym­ pus og Panasonic reyna og tekst stundum að koma með mjög spennandi vélar og linsur. Sama má segja um linsuframleiðand­ ann Sigma sem gerir Canon og Nikon lífið leitt með mjög góðum pró­linsum á miklu hagstæðara verði en þeir bjóða. Framtíðin er ekki björt hjá þeim sem eingöngu selja myndavélar. Mörg þekkt merki hafa farið á höfuðið síðustu misserin, eins og Minolta, Konica og Cosina. Fram tíðin fyrir áhugaljósmynd­ arann liggur ekki í Japan heldur í Suður­Kóreu eða Finnlandi, þaðan koma bestu myndavéla­ símarnir. PÁll STefÁNSSoN – ljósmyndari GRæJUR Sala smámyndavéla í frjálsu falli Sony A7R.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.