Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 58

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 faldlega einhvers konar störukeppni milli ykkar? Þessu hefur verið haldið í biðstöðu alltof lengi vegna þess að kröfuhafarnir hafa alltaf verið að bíða eftir einhverju. Ég held þeir hafi verið að bíða eftir því að við gengj um í Evrópusambandið og þeir fengju greitt út í evrum. Svo sáu þeir líklega að ekki væri hægt að reiða sig á það, þá vildu þeir bíða og sjá hvort ný ríkisstjórn væri líkleg til að semja við þá, taka lán og borga þá út. Nú sjá menn að það muni ekki gerast og þá færast menn vonandi nær einhverju sem kallast getur raunhæf niðurstaða. Erum við að tala um þrjá til fjóra mán ­ uði í að það komi niðurstaða gagn vart kröfuhöfum? Við sjáum allavega hreyfingu núna. Verð mæti krafnanna er að breytast og kröfu hafarnir eru að þreifa fyrir sér. En hvað þýðir það ef verðmæti krafnanna minnkar? Það þýðir nefnilega ekki að verð ­ mæti eigna búanna sé að minnka heldur að kröfuhafarnir geri ekki ráð fyrir að ná jafnmiklu út úr búunum og stefnt var að. Reyndar er það svo að verðmæti krafna slitabúanna hefur verið heldur lægra en verð mæti búanna – sem bendir til þess að menn geri sér grein fyrir því að það sé óhjá ­ kvæmilegt að mynda eitthvert svig rúm svo hægt verði að aflétta höftum. Kröfu hafarnir eru hugsanlega að átta sig á stöðunni og gætu verið opnari fyrir ásættan legri niður ­ stöðu. Hins vegar þurfa slita stjórnirnar að vera tilbúnar að klára dæmið í stað þess að láta það danka. Það er eins og þær skorti hvatann. Aðeins um nýjustu tíðindin í Icesave. Nú liggur fyrir að málin sem Hollend ­ ingar og Bretar hafa höfðað í Héraðs ­ dómi Reykjavíkur út af Icesave snúa ekki að íslenska ríkinu heldur inn ­ stæðutryggingasjóðnum, en finnst þér ástæða til að hafa einhverjar áhyggjur af þessu máli? Málsóknin er ekki áhyggjuefni í sjálfu sér en hins vegar áminning um hversu mikilvægt það var að við skyldum ekki setja þessar Icesave­kröfur yfir á íslenska skattgreiðendur. Þegar þetta er allt lagt saman, höfuðstólskrafan og vaxtakrafan sem þeir leggja fram, nemur þetta yfir þúsund milljörðum. Þetta voru kröfur í erlendri mynt sem við áttum ekki til. Nú er ljóst að þetta lendir ekki á ríkinu en mér finnst dálítið bíræfið af Bretum og Hollend ­ ingum að fara út í þetta mál vegna þess að það er harla ólíklegt að þeir hafi mikið upp úr því. Það er til þess fallið að minna á atburðarás undanfarinna ára – sem ég hefði haldið að þeir vildu helst gleyma; beitingu hryðjuverkalaganna, óeðlilegar kröfur og óbilgjarnar innheimtuaðgerðir. Þeir töp ­ uðu málinu ásamt Evrópusambandinu fyrir EFTA­dómstólnum og hafa síðan látið í veðri vaka að tímabært væri að láta kyrrt liggja og vinna þess í stað að því að byggja upp samskipti þjóðanna og horfa fram á við. Það er rétt að minnast þess að neyðarlögin gerðu þá að forgangs kröfu ­ höfum og tryggja þeim gríðarlegt fjármagn sem þeir hefðu orðið af ella. Þess vegna finnst mér einkennilegt að þeir skuli leggja út í þessi málaferli núna. Aðeins nánar um leiðréttinguna. Það hefur verið talað um að hún gæti komið til framkvæmdar um mitt þetta ár, en það hefur minna verið rætt um útfærsluna. Hvar er málið statt um þessar mundir? Núna er starfandi sérstakur hópur í fjármálaráðuneytinu til að fylgja þessu máli eftir. Í ráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á frumvörp sem koma fljótlega til umræðu í þinginu en um leið hefur tæknilegur undirbúningur verið í fullum gangi, meðal annars hönn un tölvukerfis. Þegar frumvörpin hafa verið afgreidd, sem ég tel að muni ekki taka mjög langan tíma, á ekkert að vera því að vanbúnaði að hefja þennan endurútreikning. Eftir því sem mér er sagt er hann tiltölulega einfaldur í flestum tilvikum. Þegar komnar eru niðurstöður um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi og hvernig skuli reiknað þarf nánast bara að ýta á einn takka til að sjá útkomuna í um 80% tilfella. Í hinum 20% tilfellanna þurfi aftur á móti að rekja sig í gegnum hvert og eitt dæmi vegna breytinga sem orðið hafa á tímabilinu og flækja mynd ina, og það getur tekið talsverðan tíma. Það breytir þó ekki því að áætlun sérfræði ­ hópsins á að geta gengið eftir. Í öllu falli eigi menn að geta farið að sjá hina nýju tvískiptu greiðsluseðla um það leyti sem hópurinn hefur miðað við. En gengur þessi leiðrétting nógu langt, að hámarki fjórar milljónir, og hún hjálpar ekki fólki sem skuldar mikið? Þetta er inngrip til þess fallið að lækka skuldir heimilanna umtalsvert og er í senn réttlætisaðgerð og efnahagsleg aðgerð. Um er að ræða aðgerð sem hvergi hefur verið framkvæmd með þessum hætti. Í heild er um mjög miklar fjárhæðir að ræða. Hins vegar er það alveg rétt að þetta mun ekki bjarga öllum og það hefur legið fyrir frá upphafi að þessi aðgerð væri ekki til þess fallin að koma hverju einasta heimili í land ­ inu úr skuldavanda. Þetta er hugsað sem almenn aðgerð til að bæta það sem kallað hefur verið forsendubrestur eða ófyrirséð áhrif. Það er eðlilegt að gera þetta samhliða uppgjöri á þrotabúum bankanna og afnámi hafta vegna þess að það var framganga bank anna sem bjó til þessi ófyrirséðu áhrif. Þeir sem eru í verulegum skulda vand ­ ræðum þurfa önnur úrræði. Í verstu til ­ vikun um þarf að gefa fólki kost á að fara í gjald þrot á þann hátt að það geti náð sér á strik aftur. Það voru sömuleiðis sett lög fyrir áramót til að fresta nauðungarsölum fram til haustsins. Hvað gerist þegar frest urinn rennur út í haust – gætu ekki fjölda gjaldþrot verið í pípunum? Í umræðum um það hvort lög af þessu tagi væru réttætanleg var bent á að til fjöldagjaldþrota gæti komið því fresturinn myndi engu breyta fyrir þá sem væru í þessari stöðu. Þeir næðu hvort eð er ekki að vinna sig út úr vandanum á þeim tíma. Engu að síður var þetta talið réttlætanlegt til að gefa fólki tækifæri og svigrúm til að gera ráðstafanir út frá fyrirliggjandi niður­ stöðum um hvers væri að vænta af leið ­ réttingunni – og meta kostina í stöðunni. Ríkisstjórnin hefur ekki lækkað skatta á atvinnulífið nægilega og slegið tvær flugur í einu höggi; örva fyrirtækin og vöxt efnahagslífsins, sem stækkar þá sjálfkrafa skattstofninn. Hvers vegna hafið þið farið svona hægt í þetta? Þetta er rétt; við höfum farið hægt í sakirn ar í því efni vegna þess að menn hafa óttast áhrifin til skamms tíma á tekjur ríkis sjóðs. Ég er hins vegar sammála því sem fram kemur í spurningunni að lækk ­ un skatta á atvinnulífið myndi stækka tekjustofna og skila enn meiri tekjum til Hins vegar þurfa slitastjórn ­ irnar að vera tilbúnar að klára dæmið í stað þess að láta það danka. Það er eins og þær skorti hvatann. forsætisráðherra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.