Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 91
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 91
sér langtímamarkmið í fjár mál
um; aftur lendum við Íslend
ingar í næstneðsta sæti landanna
fjórtán. Erlendar rannsóknir benda
jafnframt á að skortur á fjár
málalæsi auki líkur á greiðslu falli
lántakenda. Í rann sókninni sem
getið er hér að ofan og var gerð árið
2011 kemur fram 23% Íslendinga
höfðu tekið lán til að ná endum
saman einhvern tíma undanfarna
tólf mánuði, margfalt hærra hlutfall
en til dæmis í Þýska landi (4%),
Noregi (7%) eða Bretlandi (9%).
Mikil vitundarvakning hef
ur orðið undanfarin ár um
mikil vægi fjármálalæsis. Fjár
mála læsi er komið á dagskrá í
aðalnámskrá grunn og fram
halds skóla. Árið 2011 skipaði
mennta málaráðherra stýrihóp
undir stjórn Sölva Sveinssonar
sem á að efla fjármálalæsi í grunn
og framhaldsskólum. Þá er að
finna í stefnuyfirlýsingu ríkis
stjórnarinnar sterk skilaboð um
eflingu fjármálalæsis.
Fjármálalæsis er þörf til að taka
upplýstar ákvarðanir í flókn
um heimi. Þetta er svo augljóst
að OECD ákvað í fyrra að bæta
fjármálalæsi við PISArann sókn
sína, til viðbótar við stærð
fræði, lestur og náttúrufræði. En
meginmarkmið PISArannsókn
anna er að meta hversu vel nem
endum hefur tekist að tileinka sér
þá þekkingu og ná þeirri hæfni
sem þeir þurfa á að halda til að
taka fullan þátt í nútímasamfélagi.
Þess væri óskandi að Íslendingar
bæru gæfu til að taka þátt í
fjármála læsishluta PISArann
sóknar innar framvegis.
Fjármálalæsis er þörf til að
vega og meta mikilvægi þess að
fjárfesta í framhaldsnámi. Eftir
að skyldunámi lýkur stendur
ungt fólk frammi fyrir mikl um
ákvörðunum sem hafa gífur
legar ákvarðanir á kjör yfir
ævina. Ýmislegt bendir til þess
að náms menn geri sér litla grein
fyrir skilmálum námslána og
endurgreiðsluákvæðum.
Fjármálalæsiskennsla í skólum
snertir einnig jafnrétti. Rannsóknir
sýna að þeir sem best eru læsir
á fjármál eru efnameiri giftir
mennta menn. Fjármálalæsir eru
þannig mun líklegri til að hafa
mikið milli handanna en þeir sem
eru verr læsir á fjármál. Erlendar
rannsóknir benda til að um helm
ing auðsmunar megi skýra með
fjármálalæsi. Með stóreflingu
fjármálalæsis má tryggja að fólk
taki meðvitaðar ákvarðanir í
fjármálum áður fremur en eftir að
það tekst á hendur skuldbindingar í
fjármál um. Margir taka sér á herðar
veru lega íþyngjandi fjárhagslegar
skuldbindingar snemma á ævinni
án þess að ígrunda þær. Má þar
nefna námslán og tilheyrandi
yfirdráttarlán þar sem þau eru
eftirágreidd, tölvu kaupalán, bíla
lán, bindandi áskriftir, kredit kort,
húsnæðis lán og svo má lengi
telja. Þann ig má koma í veg fyrir
kostn aðarsamar eftiráað gerðir
sem á einn eða annan hátt lenda
á einstakl ingunum sjálfum eða
jafnvel samfélag inu í heild.
Þá þarf einnig að koma til alls
herjar viðhorfsbreyting í þjóð
félaginu en segja má að lög og
reglur endurspegli ríkjandi viðhorf
hverju sinni. Það mætti halda því
fram að skuldurum sé umbunað í
formi vaxtabóta og endurgreiðslna
en þeim sem spara sé hegnt með
fjár magnstekjuskatti. Þannig
hvetur umhverfið fremur til lán
töku en letur til sparnaðar.
Öll erum við fjármagnseigendur
í gegnum lífeyrissjóðina. Mán aðar
lega greiðum við 12% launa okkar
í sameiginlega sjóði og samkvæmt
lögum eiga lífeyrissjóðir að tryggja
lágmarkslífeyri sem nemur 56%
af meðallaunum sem greitt er af
í lífeyrissjóð í mánaðarlegan elli
lífeyri til æviloka.
Þar sem flestir hafa mun hærri
laun í lok starfsævinnar en í
upphafi hennar má reikna með
að hlutfallið af lokalaunum sem
við fáum í lífeyri sé þó nokkru
lægra en 56%. Viljum við auka
ráðstöfunartekjur okkar eftir
starfslok þurfum við að leggja
mun meira fyrir en við gerum nú.
Til að það megi verða að veruleika
þurfum við að taka höndum
saman og skapa umgjörð sem
hvetur til sparnaðar.
Það minnsta sem við getum
gert er að gefa næstu kynslóð
tækifæri til að spara. Við þurf
um ekki að bíða eftir að aðrir,
svo sem stjórnmálamenn eða
embættismenn, efli fjármála læsi
okkar eða færi fjármála læsis
kennslu í skólana. Við getum tekið
fjár málalæsi í eigin hendur.
Þú getur gerst fjármálalæsis
erind reki. Hafðu samband við
skólastjórnendur. Það ætti ekki að
þurfa mikinn sannfæringarkraft
eða sölumennsku. Nú þegar
er til viðurkennt námsefni sem
notað er í þó nokkrum skólum. Þá
hefur Stofnun um fjármálalæsi frá
árinu 2012 staðið fyrir námskeiðum
í kennslu fjármálalæsis fyrir
kennara. Við hina fáu sem telja
fjármálalæsiskennslu óþarfa eða
ekki ofarlega á dagskrá vil ég
benda á að fáfræði í fjármálum
hefur sýnt sig að virka ekki. Tök
um höndum saman og látum
reyna á það. Sem hagfræðingur
veit ég að fólk bregst jafnan vel
við hvatningu. Hér er hún: Án
grundvallarfjármálalæsis munu
börnin þín fara fram á að fá skulda
leiðréttingar, rétt eins og foreldrar
þeirra. Og hver mun þurfa að
borga þær?
Mikil vitundarvakn
ing hef ur orðið
undan farin ár um
mikil vægi fjármála
læsis.
Breki Karlsson
er forstöðu mað -
ur Stofnunar um
fjár mála læsi. Hann
er með M.Sc.
í hagfræði og
alþjóða viðskiptum
frá Copenhagen
Business School
og B.Sc í viðskipta -
fræði frá Háskólan-
um í Reykjavík.
dæmi um SPaRNað að TekNu
TilliTi Til VeRðBÓlgu og
fJÁRmagNSTekJuSkaTTS.
Verðbólga 3,10%
fjármagnstekjuskattur 20%
algengur óverðtryggður sparireikningur 4,6%
algengur verðtryggður sparireikningur 75%
dæmi um 1.000 kR. iNNiSTæðu
Óverðtryggða sparisjóðsbókin
Vextir 46 kr.
fjármagnstekjuskattur: 9,2 kr.
Verðbólgan étur 31 krónu.
46 9,2 – 31 = 5,8
eftir standa: 5 krónur og 80 aurar eða 0,58%
raunvextir.
VeRðTRyggða SPaRiSJÓðSBÓkiN
Vextir: 17,5 kr.
Verðbætur: 31 kr.
fjármagnstekjuskattur: 9,7 (reiknað af vöxtum
og verðbótum)
Verðbólgan étur 31 krónu
17,5 + 31 9,7 – 31 = 7,8
eftir standa: 7 krónur og 80 aurar eða 0,78%
raunvextir.