Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 117
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 117
Íslendingar eru með
tiltölulega kald hæðnis
legan húmor en líka
merkilega góðlát
legan.
A
ri Eldjárn starfar
sem uppistandari
og kemur reglu
lega fram á árs há
tíðum og öðrum
viðburðum. Þar flytur hann
frum samin atriði sem hann segir
að séu ekki beint brandarar – þótt
hann sé líka vanur að skemmta
fólki með bröndurum. Hann segir
að það sem einkenni atriðin sé að
hann tali hratt í stuttan tíma.
„Að mínu mati á að passa sig á
því að reyna ekki of mikið að segja
hluti sem höfða sérstaklega til
þeirra sem maður er að skemmta
eða semja sérstaklega brandara
fyrir viðkomandi samkomu.
Ég held að lykillinn sé að forðast
að vera of mikið að reyna að finna
upp hjólið í hvert skipti. Sumir
semja sérstaklega brandara um
alla starfsmenn en ég forðast það
því mér finnst það ekki virka; þótt
sumir geti það.“
Ari segir að sér finnist Íslend ing
ar almennt vera með tiltölulega
kald hæðnislegan húmor en líka
merkilega góðlátlegan. Hann
segir að ef forðast eigi ein hverja
brandara þá séu það brandarar
sem tengjast sjúkdómum og
dauðsföllum. „Ég held að Ís lend
ingar hafi almennt ekki mikinn
húmor fyrir slíkum bröndurum.
Það eru þó í raun og veru engin
efnistök sem maður á að varast.
Ég trúi því að maður geti gert grín
að hverju sem er þótt ég haldi að
það sé mismunandi fyrir hvern
grínista hvað hann á að varast. Það
á að passa sig að gera ekki eitt hvað
sem maður ræður ekki við.“
ARI ELdJÁRN:
Þ
etta snýst um góðan
mannskap, reynslu
og skipulag hvað
varðar hráefni,
heil brigðisþætti og
afgreiðslu,“ segir Guðmundur
K. Tryggva son, veitingamaður á
Baut anum á Akureyri. Bautinn
hefur áralanga reynslu í að þjón
usta ráðstefnur og stórar veislur
þeim tengdar.
„Það er mikilvægt að matseð
ill inn sé þannig samansettur
að við ráðum vel við að skila
matn um þannig til gestanna að
þeir hæli honum fyrir útlit, bragð
og hitastig og að sjálfsögðu eru
tíma setningar stórt atriði. Til að
ná þessum markmiðum þarf
góðan búnað, úrvalsofna og
fleira. Reynslan hjálpar okkur í
að geta boðið upp á fjölbreytta
matseðla af ljúffengum réttum í
svona stórveislur.
Þegar búið er að ákveða
mat seðilinn er lagst yfir hvert
smá atriði og eldamennskan
skipu lögð. Oft eru þetta þrí rétt
aðar máltíðir þannig að atriðin
eru mörg.“
Að sögn Guðmundar eru
þess ar fjölmennu ráðstefnur og
veislur oft haldnar í íþrótta hús
um og á Bautinn allan búnað til
að gera þessi hús að sann köll
uðum veislusölum.
„Síðan er maturinn undirbúinn
í eldhúsi Bautans, hráefnið for
eldað og undirbúið eins og hægt
er. Þá er maturinn fluttur í þar til
gerðum skápum sem fyrst eru
notaðir sem kæliskápar og síðan
hitaskápar eftir að hráefnið hefur
verið eldað og bíður þess að vera
sett á diska gestanna.“
„Maturinn er undir bú
inn í eldhúsi Baut ans,
hráefnið foreldað og
undirbúið eins og hægt
er. Þá er maturinn
flutt ur í þar til gerðum
skápum sem fyrst eru
notaðir sem kæliskápar
og síðan hitaskápar
eftir að hráefnið hefur
verið eldað.“
Eldað fyrir þúsund manns
BAUTINN:
Guðmundur K. Tryggvason, veit
ingamaður á Bautanum. „Þetta
snýst um góðan mannskap, reynslu
og skipulag hvað varðar hráefni,
heilbrigðisþætti og afgreiðslu.“
Forðast brandara
um sjúkdóma og dauðsföll