Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 123
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 123
KOKKARNIR
Glæsilegar og ljúffengar veitingar
Kokkarnir eru veisluþjónusta sem leggur áherslu á að vera alltaf með nýjustu og ferskustu réttina
hverju sinni, auk hinna hefðbundnu.
TexTi: Hrund HauKsdóTTir Myndir: Geir ólafsson
Rúnar Gíslason er yfirmatreiðslumaður hjá Kokk un
um og að hans sögn eru annir
framundan þar sem ýmiss kon
ar ráðstefnur og fundahöld eru
að bresta á:
„Fyrirtækjum sem standa í
ráð stefnum og fundum hvers
konar stendur til boða að Kokk
arnir sjái um veislu föng; allan
mat og þjónustu. Við getum
komið með morgun mat inn,
morgun kaffið, hádegis matinn
og síðdegis kaffið.
Allt sem hugurinn girnist
Við hjá Kokkunum bjóðum
m.a. upp á ljúffenga ávaxta
bakka eða svokallaða fossa,
heilsu mat og smurbrauð en
við erum orðnir þekktir fyrir
smur brauðið okkar – sem hefur
áunnið sé þann sess að vera eitt
það fallegasta og bragðbesta á
landinu í dag.
Fyrirtækjum gefst nú tækifæri
til þess að bjóða starfsfólki sínu
upp á hollan og næringarríkan
hádegisverð. Heilsuréttirnir
okkar eru rúm 300 g og telja
kringum 450 hitaeiningar.
Maturinn er alltaf samansettur
af fjölbreyttu hráefni
sem tryggir næringar og
vítamínríka fæðu.
Bragðgóðar kaffisnittur
Einnig bjóðum við upp á
kaffisnittur sem eru helmingi
minni en smurbrauðið að
stærð en þær henta einkar vel
í standandi veislum og sem
viðbót við kaffihlaðborð.
Hér eru nokkur tilbrigði við
kaffisnitturnar sem við bjóðum
upp á:
• með eggjum, rækjum og
sítrónu
• roastbeef, remúlaði og
steiktum lauk
• Skinku og salati
• reyktum laxi og
piparrótarrjóma
• Síld og eggjum
• Hangikjöti og salati
• lifrarkæfu og beikoni
• Spægipylsu og
blaðlauksmauki
Stórar og litlar veislur
Kokkarnir eru að sjálfsögðu
einnig með hlaðborð, sushi,
pinnamat, tapas, grillseðil og
margt fleira. Það er misjafnt
eftir ráðstefnum og fundum
hvað verður fyrir valinu hverju
sinni en við kappkostum
að fylgjast vel með því sem
gerist erlendis og geta alltaf
boðið upp á nýja og framandi
rétti. Okkur er fært að hafa
á boðstólum allt frá litlum
brauðveislum upp í margrétta
stórveislur, ýmist með eða án
þjónustu.
Að hverju þarf að huga?
Nokkrir punktar sem gott er
að íhuga þegar fyrirspurn um
veislu er send.
1. dagsetning veislunnar.
2. Tímasetning (hvaða tíma
dags er um að ræða).
3. fjöldi gesta.
4. Hvernig mat er verið að
spá í.
5. verðhugmyndir.
Kynntu þér málið nánar hjá
okkur í síma 5114466 eða
sendu tölvupóst á
kokkarn ir@kokkarnir.is “
„Það er misjafnt eftir
ráðstefnum og fundum
hvað verður fyrir valinu
hverju sinni en við
kappkostum að fylgjast
vel með því sem gerist
erlendis og geta alltaf
boðið upp á nýja og
framandi rétti.“
Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumeistari hjá Kokkunum.