Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 129

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 129
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 129 „Okkar markmið er að fjölga verðmætum ferðamönnum með áherslu á jafna dreif­ ingu yfir árið og nýta þannig innviðina yfir vetrarmánuðina.“ Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri og Brynja Laxdal markaðsstjóri hjá Meet in Reykjavík segja að markviss sókn og gríðarleg vinna hafi skilað árangri: „Við höfum unnið ötullega að því að gera okkur sýnileg erlendis en ekki síður hérna heima því við erum sífellt að vinna að því að efla umræðuna um arðbærni ráðstefnu­ og hvataferðamarkaðarins. Það er mikilvægt að hlutaðeigandi fyrirtæki og áhrifamenn séu samstiga í þessari markaðssókn og stefnumótun. Sömuleiðis erum við að byggja upp hóp tals manna (Meet in Reykjavík­ am b assadora) innan íslensks viðskipta­, menningar­ og fræða ­ samfélags sem með stuðn ingi okkar geta beitt áhrif um sínum og komið með fundi, ráð stefnur eða aðra viðburði til Íslands. Við höfum meira að segja útbúið iPad­app sem er frítt í App­Store og inniheld ur gríðar legt magn af upp lý sing­ um, myndum og mynd böndum og hjálpar öllum þeim sem vilja kynna Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir hvers kyns fundi eða viðburði. Appið heitir einfaldlega Meet in Reykjavík. Á meðal stærstu aðildarfélaga Meet in Reykjavík eru Reykja ­ víkurborg, Icelandair Group og Harpa. Svo eru það flestar ráðstefnu­ og ferðaskrif stof ­ urn ar, öll stóru hótelin, Bláa Lónið og tæknifyrirtæki eins og Nýherji og Exton. Lands ­ bankinn kemur einnig sterkur inn þótt hann hafi ekki beinna hags muna að gæta en sýnir með þátttöku sinni trú á ferða ­ þjónustunni, hann gerir sér grein fyrir verðmætunum sem fyrirtækin skapa. Sumir styðja Meet in Reykjavík þar sem þeir skilja mikilvægi liðs heildarinnar, aðrir vegna beinna viðskipta og hagsældar. „Best City Convention Bureau“ í Norður-Evrópu Meet in Reykjavík starfar sem markaðsstofa og er í raun eins og millistykki milli erl ­ endra kaupenda og íslenskra birgja; við sækjum á erl enda mark aði og leitum eftir skipu ­ leggjendum ráðstefna, hvata ­ ferða eða stærri viðburða og kveikjum áhuga þeirra. Þegar því takmarki er náð setjum við okkur í samband við þá þjónustuaðila sem þeir þurfa á að halda hérlendis. Það að vera valin „Best City Convention Bureau“ í Norður­Evrópu 2013 var frábær innspýting fyrir starfsfólkið og starfsemi okkar. Sóknin er m.a. fólgin í því að við förum á sýningar erl ­ end is, við höldum úti mjög öflugri vefsíðu, heimsækjum fyrirtæki erlendis og bjóðum skipuleggjendum heim til að skoða aðstæður. Markaðir sem við höfum verið að ein ­ blína mikið á eru eðlilega þeir áfanga staðir Icelandair sem flog ið er beint til, í Evrópu og Ameríku. Gott aðgengi skiptir höfuðmáli fyrir þann markhóp sem við vinnum með. Það kem ur stundum erlendum ráð ­ stefnuhöldurum á óvart hversu vel er mætt á ráðstefnur sem haldnar eru á Íslandi, oft betur en í öðrum löndum, en reynsl ­ an hefur sýnt að fólk vill ekki missa af þessu einstaka tæki ­ færi til að kynnast Íslandi. Hámörkun gjaldeyristekna Ferðaiðnaðurinn er að slá sjávar útveginum við í gjald ­ eyris tekjum og ferðamönnum fjölg ar jafnt og þétt. Okkar mark mið er hins vegar að hámarka gjaldeyristekjur úr ferða þjónustunni með sem minnst um ágangi á landið og góðri nýtingu innviða utan háannatíma. Líkt og aðrar út flutningsgreinar er ferða ­ þjónusta háð aðgangi að nátt ­ úruauðlindum og kosturinn við ráðstefnu­ og hvataferðagesti er að þeir eru undir eftirliti fag aðila sem eru að þjónusta þá allan tímann og passa um leið upp á öryggismál og góða um gengni um landið. Raunin er líka sú að oftast er greiðslan á kostnað ráðstefnuhaldarans og gest urinn hefur því aukið svigrúm til almennrar eyðslu. Þeir gera yfirleitt vel við sig í mat og drykk, þeir nota síma ­ þjónustu í ríkari mæli og eyða í raun allt að tvöfalt meira en hinn hefðbundni ferðamaður. Í sumar var t.d. haldin 2.500 manna EOS­ráðstefna (evrópskir tann réttinga sér fræð ingar) og þeir gestir skildu eftir sig rúman milljarð í tekjum. Þessi við burður hefði aldrei verið haldinn á Íslandi nema fyrir persónulegan metnað tveggja einstaklinga eða svo kall aðra Meet in Reykja vík­am bassa ­ dora. Það eru mörg fleiri svona tækifæri fram undan. Svo merkilegt sem það er þá eru ferðamenn sem heimsækja okkur á veturna ívið ánægðari en sumargestirnir – þeir heillast af vetrinum okkar, myrkrinu og norðurljósunum og við eigum því að vera óhrædd við að tala um og markaðssetja þá árstíð, sem vissulega býr yfir ákveðnum sjarma. Hvataferðir hafa verið að teygja sig yfir á myrkustu mánðina. Það var t.d. um tvö hundruð manna hvatahópur hér í byrjun janúar. rannsóknir eru grunnur að stefnumótun Meet in Reykjavík hefur hafið vinnu við gagnagrunn um ráðstefnu­, funda­ og hvata ­ ferða markaðinn. Þessar tölur munu gefa okkur skýrari mynd af verðmætasköpun og þróun innan þessa geira ferðaþjónustunnar og nýtast til samanburðar við önnur sam keppnislönd og til stefnu ­ mótunar. Því miður er það svo að fjár magn til rann sókna innan ferðaiðnað arins er ekki í neinum takti við þá verð mæta ­ sköpun sem þessi grein skapar íslensku samfélagi. Háþróað þjónustustig í bland við hið einstaka Erlendir aðilar sem eru kunn­ ugir í bransanum telja að innan fárra ára geti Reykjavík verið á listanum yfir tíu vinsælustu alþjóðlegu ráðstefnuborgirnar en kosturinn við Reykjavík er góð aðstaða til ráðstefnuhalds, ekki síst eftir að Harpa bættist við, nútímaleg tækni, frábær matur, öll þjónusta er innan seilingar og stórbrotin náttúran rétt utan við borgarmörkin. Þá einkennir mikið menningar­ og listalíf borgina. Ekki síður státum við af góðu þjón ustu­ stigi, öruggri borg og vinaleg ­ um íbúum. Allt eru þetta kostir sem erlendir skipuleggjendur leggja mikla áherslu á.“ Teymið hjá Meet in Reykjavík: Hildur Björg Bæringsdóttir, Þorsteinn Örn Guðmundsson, Brynja Laxdal markaðsstjóri, Einar Gylfason, Sigurjóna Sverrisdóttir og Hjördís María ólafsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.