Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Side 22
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
ræstra CD4+/CD25+ T-frumna jókst á fyrstu 24 klukkustundum
(P=0,033). Þessi aukning var mest eftir enduropnun kransæða. A
hinn bóginn reyndist tjáning CD54 (ICAM-1) á CD4+ T frumum
vera minnkuð 24 stundum eftir hjartadrep (P=0,02). Að lokum
minnkaði hlutfall CD14+ einkjarna frumna sem tjáðu HLA-DR.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að CD4+ T
frumur hafi hlutverki að gegna í bólguferli sem fylgir bráðu
hjartadrepi og enduropnun kransæða. Þó er frekari rannsókna
þörf. Verði þessar niðurstöður staðfestar gæti það leitt til nýrra
meðferðarúrræða við enduropnun kransæða eftir brátt hjarta-
drep.
E 19 Nýgengi, flokkun og sjúkdómsmynd
skjaldvakaofseytingar á íslandi
Ari Jóhannesson', Ama Guðmundsdóttir1'2, Árni V. Þórsson1,
Bolli Þórsson2, Gunnar Sigurðsson1, Gunnar ValtýssonM, Kolbeinn
Guðmundsson3, Ragnar Bjamason1-3, Rafn Benediktsson1'2
’Lyflæknasviði Landspítala, 2Læknasetrinu, 3Domus Medica, ‘1St.
Jósefsspítala
arijoh@landspitali.is
Inngangur: í rannsókn á nýgengi skjaldvakaofseytingar á
íslandi árin 1980-1982 reyndist það vera 23,6/100.000/á ári og
83,3% sjúklinga voru með Graves-sjúkdóm. Af ýmsum ástæð-
um þótti rétt að kanna nýgengi, orsakir og sjúkdómsmynd
skjaldvakaofseytingar að nýju, tæpum 25 árum eftir fyrri rann-
sóknina.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn og náði til
tveggja ára (2004-2005). Allir innkirtlalæknar á íslandi skráðu
nýgreind tilvik af skjaldvakaofseytingu á rannsóknartímanum
ásamt orsökum og einkennum. Auk þess var haft samband við
yfirlækna allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, útskriftargrein-
ingar á Landspítala skoðaðar svo og nýkomur á ísótópastofu
Landspítalans á rannsóknartímanum. Sjúkdómsgreining og
undirflokkun studdist við klíníska mynd og niðurstöður blóð-
og myndgreiningarrannsókna.
Niðurstöður: Alls greindust 259 einstaklingar með skjaldvaka-
ofseytingu á rannsóknartímabilinu. Nýgengi var 44,2/100.000/á
ári. Meðalaldur var 50,6 ár (9-92). Eitt hundrað sjötíu og tveir
sjúklingar (66,4%) höfðu Graves-sjúkdóm, 36 (13,9%) ofseytandi
hnút(a), 12 (4,6%) verkjalausa skjaldkirtilsbólgu, átta (3,1%)
eftirburðarbólgu, 13 (5,0%) millibráða skjaldkirtilsbólgu, 11
(4,2%) skjaldvakaofseytingu tengda amíódaróni og sjö (2,7%)
aðrar eða óþekktar orsakir. Nýgengi skjaldvakaofseytingar jókst
með aldri, að 70 árum. Algengustu einkenni í Graves-sjúkdómi
(>60%) voru hjartsláttarónot (79,3%), þreyta (78,8%), heitfengi
(76,7%), aukin svitamyndun (71,1%), þyngdarbreyting (70,9%),
skjálfti (67,5%) og mæði (60%).
Ályktanir: Samanborið við fyrri rannsókn hefur nýgengi skjald-
vakaofseytingar á íslandi nær tvöfaldast á tæpum aldarfjórð-
ungi. Mögulegt er að bætt skráning skýri hluta af aukningunni.
Graves-sjúkdómur er sem fyrr algengasta orsök skjaldvakaof-
seytingar á íslandi.
E 20 Faraldsfræði heiladingulsæxla á íslandi
Tinna Baldvinsdóttir1, Ásta Bragadóttir1, Gunnar Sigurðsson1-2' Jón G.
Jónasson1'4 Árni V. Þórsson1-3' Rafn Benediktsson1'2
’Læknadeild HÍ, 2innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, 3Barnaspítala
Hringsins Landspítala, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands
tib1@hi.is
Inngangur: Rannsóknir benda til að nýgengi heiladingulsæxla
fari vaxandi og hefur það verið skrifað á framfarir í myndgrein-
ingartækni. Vísbendingar eru einnig um að algengi æxla er hafa
klíníska þýðingu sé mun meira en áður var talið. Á Islandi var
algengi talið 4,8/100.000 árið 1963.
Efniviður og aðferðir: Tímabil rannsóknarinnar var 1955-2007.
Upplýsinga var aflað frá myndgreiningardeildum Landspítala
og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Röntgen Domus,
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, Hjartavemd,
Rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala og frá sérfræði-
læknum í innkirtla- og kvensjúkdómum. Einnig voru upplýs-
ingar fengnar úr rannsókn Ástu Bragadóttur og félaga á heila-
dingulssjúkdómum frá 2001. (Kynnt á XV. þingi Félags íslenskra
lyflækna á ísafirði 2002. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002.)
Niðurstöður: Bráðabirgðaniðurstöður leiða í ljós að 312 einstak-
lingar greindust með heiladingulsæxli á rannsóknartímabilinu.
Miðgildi aldurs við greiningu var 41,9 ár (3-88 ár), 35,2 ár fyrir
konur og 53,3 ár fyrir karla. Prólaktínæxli voru 35% en 26%
vom óvirk kirtilæxli (non-functioning adenoma). Aldursstaðlað
nýgengi miðað við 100.000 íbúa var 2,9 hjá konum og 1,8 hjá
körlum. Nýgengið jókst úr 0,1 í 6,3 meðal kvenna frá fyrsta til
síðasta fjórðungs tímabilsins en úr 0,4 í 3,6 meðal karla. Algengi
í lok desember 2006 reyndist 82/100.000. Einkenni eða teikn
við greiningu höfðu 84% einstaklinga en fjöldi greininga var
augljóslega tengdur tilkomu nýrrar myndgreiningartækni,
tölvusneiðmyndun og segulómun.
Ályktanir: Nýgengi heiladingulsæxla á íslandi er að aukast og
algengi nú er 17 sinnum hærra en 1963 sem er sambærilegt við
niðurstöður nýrra erlendra rannsókna. Sú staðreynd að 84%
einstaklinga voru með einkenni eða teikn um sjúkdóminn við
greiningu undirstrikar mikilvægi þess að læknar séu á varðbergi
gagnvart æxlum í heiladingli sem virðast vera tiltölulega algeng
eða hátt í 1:1000.
E 21 Cushingssjúkdómur á íslandi í fimmtíu ár
Steinunn Amardóttir, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir
Lyflæknasviði Landspítala
steinarn@iandspitaii.is
Inngangur: Cushingssjúkdómur (CS) er sjaldgæfur með áætlað
nýgengi um 0,5-1,0/100.000. CS stafar af offramleiðslu ACTH
frá heiladingli, sem leiðir til ofseytingar kortisóls frá nýrnahett-
um. Neikvæð áhrif CS á efnaskipti, svo sem sykursýki, hækk-
aðar blóðfitur og háþrýstingur, eru talin skýra háa tíðni hjarta-
og æðasjúkdóma og hátt dánarhlutfall hjá sjúklingum með CS.
Sjúkdómsgreining CS getur verið erfið og rannsóknaraðferð-
irnar eru flóknar og því hugsanlegt að algengi sjúkdómsins sé
vanmetið. Markmið rannsóknarinnar var að finna sjúklinga sem
22 LÆKNAblaðið 2008/94