Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Side 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Side 28
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 nn og komu skyndilega tæpum 10 klukkustundum áður þegar hann var í svokölluðu Ashtanga-jóga. Var hann þá í bakfettu og andaði um leið í gegnum nefið með lokað spjaldbrjósk. Þetta kallast ujjayi-öndun og er eins konar afbrigði af svokallaðri valsalva-öndun. Hann var ekki veikindalegur við komu og lífs- mörk eðlileg. Ekki sást loft undir húð og hlustun á lungum var eðlileg. Hins vegar heyrðust skruðningsóhljóð yfir hjarta. Bæði hjartalínurit og hjartaómun reyndust eðlileg. Á röntgenmynd af lungum sást loft í miðmæti og loftrönd í hægra hluta gollurs- húss. Verkirnir héldu áfram og sjö klukkustundum eftir komu voru fengnar tölvusneiðmyndir af brjóst- og kviðarholi. Þar sást loftið í miðmætinu betur og umlukti það vélindað. Einnig sást loftrönd í gollurshúsi en ekki loftbrjóst eða merki um fleiðru- og/eða gollurshússvökva. Tæpum hálfum sólarhring frá komu var gerð skuggaefnisrannsókn af vélinda og maga sem var eðli- leg. Smám saman rénaði verkurinn og sólarhring síðar var hann útskrifaður nánast verkjalaus. Skoðun þremur dögum síðar var eðlileg og röntgenmynd af lungum sýndi minna loft í miðmæti, sérstaklega vinstra megin. Nú rúmu hálfu ári síðar er hann við góða heilsu. Ekki hefur borið á endurteknum einkennum þrátt fyrir áframhaldandi iðkun jóga. Umræða: Loftmiðmæti getur greinst án áverkasögu, jafnvel eftir iðkun jóga eins og í þessu tilviki. Slíku tilfelli hefur aðeins verið lýst einu sinni áður. Ályktun: Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rannsaka ein- staklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir. V 4 Sjálfsprottið loftbrjóst báðum megin samtímis vegna iungnameinvarpa eistnakrabbameins. Sjúkratilfelli Gígja Guðbrandsdóttir1, Ásgerður Sverrisdóttir2, Adolf Þráinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson’, Tómas Guðbjartsson4-5 1 Þvagfæraskurðdeild, 2krabbameinslækningadeild, ’myndgreiningardeild, Jhjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild HÍ gigjag@hotmail. com Inngangur: Sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur sem í 2-4% tilvika getur greinst báðum megin samtímis (simultaneous bilateral spontaneous pneumothorax, SBPS). Er þá oftast um lífshættulegt ástand að ræða, enda langflestir þessara sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma, til dæmis lungnaþembu og herpusjúkdóma. í einstaka tilfellum getur SBPS greinst í sjúklingum með aðra sjúkdóma í lungum, oftast krabbamein. Hér er lýst ungum manni með SBSP vegna lungnameinvarpa eistnakrabbameins. Sjúkratilfelli: Átján ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala með tveggja daga sögu um mæði og brjóstverk. Hann hafði aldrei reykt en sex mánuðum áður hafði hann greinst með eistnakrabbamein (non-seminoma) með meinvörp- um í heila, augum, aftanskinurými og báðum lungum. Hægra eista var fjarlægt og gefin lyfjameðferð með bleomýcíni, etopos- íði og cisplatíni. Sjúkdómurinn í lungum svaraði meðferð mjög vel. Fjórum mánuðum síðar voru merki um stækkun meinvarpa í heila og var þá lyfjameðferð breytt í etoposíð, ifosfamíð auk cisplatíns. Þar að auki var beitt tveggja mánaða geislameðferð á höfuð og háskammtasterameðferð (prednisólon) sem hann hafði nýlokið við þegar hann kom á bráðamóttöku. Þar var hann einkennalítill í hvíld, „cushingoid", með öndunartíðni 28, S02 97% án súrefnis, blóðþrýstingur 136/86 og púls 120. Öndunarhljóð voru minnkuð beggja vegna og á lungnamynd og tölvusneiðmynd af lungum sást loftbrjóst beggja vegna, með 48% samfalli á hægra lunga og 51% á því vinstra. Komið var fyrir brjóstholskera beggja vegna og tveimur dögum síðar, þegar loftleki hafði stöðvast, var gerð fleiðruerting (pleurodes- is) með mepacrine (alls fjórir skammtar hvoru megin á fjórum dögum) sem hann þoldi vel. Einkenni gengu til baka, brjósthols- kerar voru fjarlægðir tveimur dögum síðar og síðan hafin ný lyfjameðferð. Stuttu eftir útskrift greindust lifrarmeinvörp og heilameinvörpin reyndust stækkandi. Lést hann úr þeim tæpum tveimur mánuðum síðar. Umræða: SBPS getur greinst hjá sjúklingum með lungnamein- vörp eistnakrabbameins. Um er að ræða afar sjaldgæft fyrirbæri og er orsök loftlekans talin blæðing inn í meinvarp aðlægt fleiðru eða drep, til dæmis eftir krabbameinslyfjameðferð. Athyglisvert er hversu lítil einkenni þessi sjúklingur hafði í hvíld, jafnvel þótt stór hluti beggja lungna væri samanfallinn. V 5 Miðaldra reykingamaður með risablöðru í lunga. Sjúkratilfelli Hilmir Ásgeirsson1, Dóra Lúðvíksdóttir1, Ólafur Kjartansson2, Tómas Guðbjartsson34 'Lungnadeild, 2myndgreiningardeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, Jlæknadeild HÍ hilmirasg@yahoo. com Inngangur: Risablaðra í lunga (giant bulla) er þunnveggja loft- fyllt rými sem nær yfir meira en þriðjung lungans. Fyrirbærið er sjaldgæft og orsökin eyðing og þensla á lungnavef líkt og sést í lungnaþembu. í blöðrunum er lítið loftflæði og taka þær lítinn þátt í loftskiptum. Með vaxandi stærð blöðrunnar finna sjúklingar fyrir mæði og hætta á fylgikvillum eins og blæðing- um, sýkingum og loftbrjósti eykst. Því getur þurft að fjarlægja risablöðrur með skurðaðgerð. Sjúkratilfelli: Fjörutíu og níu ára stórreykingamaður var greind- ur á lungnamynd með risastóra blöðru í hægra lunga. Hann hafði þriggja mánaða sögu um endurteknar efri loftvegasýking- ar, þurran hósta og vaxandi mæði. Hann var áður hraustur og hafði ekki fyrri sögu um lungnasjúkdóma. Á tölvusneiðmynd sást að blaðran var 17 cm í þvermál og var staðsett í neðra blaði en þrýsti á efra og miðblað. Auk þess sáust minni blöðrur miðlægt í efra blaði en vinstra lunga var eðlilegt að sjá. Rúmmál blaðranna mældist 3,2 L á tölvusneiðmynd. Með því að bera saman lungnarúmmálsmælingar með tveimur mismunandi aðferðum, þrýstingsaðferð (heildarlungnarúmmál) og þynn- ingaraðferð (lungnarúmmál með virku loftflæði), var rúmmál blaðranna áætlað 2,9 L. Á blástursprófi sást talsverð herpa en þó með blandaðri mynd. Vegna einkenna sjúklings og stærðar blaðranna var ákveðið að taka sjúkling í aðgerð. Risablaðran var fjarlægð í heild sinni með leifum neðra blaðs (lobectomy) en blöðrurnar í efra blaði voru fjarlægðar með fleygskurði (bul- 28 LÆKNAblaöið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.