Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Side 29
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
lectomy). Bati eftir aðgerð var góður. Fjórum mánuðum síðar er
hann við góða heilsu og kominn til vinnu. Öndunarmælingar
eftir aðgerð sýna verulega bætta öndunarstarfsemi.
Alyktanir: Tilfellið sýnir að hægt er að lækna risablöðrur í lunga
með skurðaðgerð og að hægt er að mæla rúmmál blaðranna með
bæði myndgreiningarrannsóknum og öndunarmælingum.
V 6 Broddblöðruheilkenni. Sjúkratilfelli
Guðný Stella Guðnadóttir', Hannes Sigurjónsson1, Þorbjörn
Guðjónsson14, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir2, Maríanna Garðarsdóttir3,
Ragnar Danielsen1, Karl Andersen1-4
’Hjartadeild, 2efnaskipta- og innkirtladeild, 3myndgreiningadeild
Landspítala, Jlæknadeild HÍ
gudnystella@yahoo. com
Inngangur: Broddblöðruheilkenni (Apical Ballooning Synd-
rome) er hjartasjúkdómur sem nýlega hefur verið lýst.
Broddblöðruheilkenni einkennist af bráðri afturkræfri truflun
á samdrætti í miðhluta og broddi vinstri slegils sem leiðir til
útþenslu brodds í slagbili. Einkenni og teikn hjá sjúklingunum
benda til bráðs kransæðasjúkdóms en ekki finnast marktækar
þrengingar við kransæðaþræðingu sem útskýra einkenni sjúk-
lings. Samdráttartruflunin gengur til baka á fáeinum dögum.
Sjúkratilfelli: í desember 2007 voru þrjár konur greindar með
broddblöðruheilkenni á 10 daga tímabili á Landspítala. Allar
höfðu vægar hækkanir á hjartaensímum, nýjar ST-breytingar,
tímabundna hreyfiskerðingu á vinstri slegli samkvæmt hjarta-
ómun auk þess sem þær höfðu verið undir miklu álagi. Tvær
konur höfðu ekki marktækar breytingar á kransæðum. Þriðja
konan var með marktækt þrengda hægri kransæð en einkenn-
andi útlit fyrir broddblöðruheilkenni við hjartaómskoðun auk
fyrrnefndra ST-breytinga. Hún þróaði síðar djúpar T-bylgjur í
öllum leiðslum á hjartalínuriti.
Umræða: Meingerð broddblöðruheilkennis er óþekkt en nokkrar
tilgátur hafa verið settar fram. Offramleiðsla katekólamína
er ein þeirra. Katekólamín geta valdið kransæðaherpingi,
truflun á æðaþeli og haft neikvæð áhrif á hjartavöðvafrumur.
Einstaklingar með broddblöðruheilkenni hafa aukið magn kate-
kólamína og neurópeptíða. Þekkt er að sjúkdómar sem hafa
áhrif á magn katekólamína geta valdið tímabundinni truflun á
starfsemi vinstri slegils. Konur eru í miklum meirihluta þeirra
sem fá broddblöðruheilkenni. Tilraunir með estrógengjöf hafa
sýnt minnkaða virkni í sympatíska taugakerfinu.
Alyktanir: Lýst er fyrstu þremur tilfellum á Islandi með
broddblöðruheilkenni, áður óþekktum sjúkdómi hér á landi.
Mikilvægt er að læknar hafi hann í huga við skoðun kvenna
með einkenni bráðs kransæðaheilkennis sem ekki reynast hafa
marktækar þrengingar við kransæðamyndatöku.
V 7 Rof á vélinda er oftast fylgikvilli læknisinngripa.
Afturskyggn rannsókn á Landspítala
Halla Viðarsdóttir1, Sigurður Blöndal2, Hörður Alfreðsson1, Tómas
Guðbjartsson1-3
’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2skurðlækningadeild Landspítala,
3læknadeild HÍ
hallavi@landspitali.is
Inngangur: Rof á vélinda er sjaldgæfur og oft lífshættulegur
kvilli sem getur verið sjálfsprottinn eða komið eftir áverka.
Meðferð er langoftast fólgin í skurðaðgerð þar sem reynt er að
hefta útbreiðslu sýkingar í miðmæti og blóðeitrun sem oft fylgir
í kjölfarið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna orsakir
og faraldsfræði rofs á vélinda og hvaða meðferð var beitt á
Landspítala á 28 ára tímabili.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúk-
lingum með rof á vélinda 1980-2007. Upplýsingar fengust úr
sjúkraskrám og miðuðust útreikningar á lifun (hráar tölur) við
31. desember 2007 en meðaleftirfylgni var 69 mánuðir.
Niðurstöður: Alls greindust 27 sjúklingar, meðalaldur 62 ár (bil
sjö mánaða til 90 ára), 15 karlar. Orsök var af læknisvöldum í 14
tilvikum (54%), oftast eftir vélindavíkkun (n=7) og magaspeglun
(n=3). Sjálfkrafa rof greindist hjá átta sjúklingum (31%) og fjórir
(15%) höfðu rof vegna aðskotahlutar. Rof á brjóstholshluta vél-
inda greindist hjá 18 sjúklingum (75%), hjá þremur í kviðarhols-
(13%) og þremur (13%) í hálshluta. Sjúkdómur í vélinda var til
staðar hjá 12 sjúklingum, langoftast þrenging. Af 27 sjúklingum
greindust fimm við krufningu, 10 fengu eingöngu sýklalyfja-
meðferð, og fjórir fengu að auki brjósholskera en þurftu síðar í
brjóstholsaðgerð. Alls fóru því 15 sjúklingar í opna skurðaðgerð,
þar sem miðmætið var opnað og lagðir inn brjóstholskerar. í
átta tilfellum var að auki lögð út stómía á maga og komið fyrir
næringarlegg í smágirni. Þrír sjúklingar fengu T-kera í vélinda
og í fimm tilfellum var saumað yfir rofið. Atta sjúklingar fengu
alvarlega fylgikvilla og fimm þurftu enduraðgerð. Alls lágu 16
sjúklingar á gjörgæslu og miðgildi legutíma voru fjórir dagar
(bil 1-41). Heildarlegutími voru 16 dagar (bil 9-83). Af 27 einstak-
lingum eru 16 á lífi og mældist eins og fimm ára lifun 81 og 65%.
Fimm einstaklingar létust af völdum rofs á vélinda (19%).
Ályktanir: Tíðni vélindarofs virðist svipuð hér á landi og í ná-
grannalöndum okkar. Rofið er oftast af læknisvöldum og stað-
sett í brjóstholshluta vélinda. Stór hluti sjúklinganna (19%) deyr
eftir vélindarof.
V 8 Aðgerð á Zenkers sarpi með sveigjanlegri holsjá. Tvö
sjúkratilfelli
Jón Örvar Kristinsson
Meltingardeild Landspítala
jonorvahSinternet.is
Inngangur: Zenkers sarpur (ZS) (Zenkers diverticulum) er
algengasta tegund sarpa í efri hluta meltingarvegar. Meirihluti
sjúklinga er eldri en 70 ára við greiningu, heldur fleiri karlar en
konur. Helstu einkenni eru kyngingarerfiðleikar, hósti, tilfinning
um aðskotahlut í koki eða vélinda og bakflæði á fæðu í munn.
LÆKNAblaðið 2008/94 29