Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 31
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 mikilvægar í myndun og virkni IS. Auk þess varpa þær ljósi á áður óþekkta bælivirkni anti-TNFa. V 11 Lungnastarfsemi sjúklinga með sóragigt Jónas G. Einarsson1'4, Björn Guðbjömsson1'2, Þorvarður Jón Löve1-5, Pétur H. Hannesson3, Kristín Bára Jörundsdóttir4, Gunnar Guðmundsson4 'Gigtardeild, ^rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, 3myndgreiningasviði, 4lungnadeild Landspítala, 5Brigham and Women's Hospital, Harvard University, Boston jonasge@landspitali. is Inngangur: Sóragigt er langvinnur liðbólgusjúkdómur sam- hliða húðsjúkdómnum sóra. Vel þekkt eru tengsl milli ýmissa gigtsjúkdóma við lungnasjúkdóma og þá sérstaklega sjúkdóma í millivef lungna. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem lungnastarfsemi er skoðuð með kerfisbundnum hætti hjá sjúklingum með sóragigt, en einstökum tilfellum hefur verið lýst af millivefssjúkdómum í lungum í tengslum við sóragigt, en þá oft í tengslum við methótrexatmeðferð. Ein rannsókn hefur þó bent til þess að ónæmiskerfi sóragigtarsjúklinga sé virkjað í lungum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort greina megi merki um breytingar á lungnastarfsemi hjá einstaklingum með sóragigt. Efniviður og aðferðir: Einstaklingar með staðfesta sóragigt eru valdir af handahófi úr gagnagrunni nýlegrar faraldsfræðirann- sóknar um sóragigt á Island. Þátttakendur svöruðu stöðluðum spurningalista um lungnaeinkenni, gengust undir öndunarpróf og háskerputölvusneiðmyndatöku af lungum. Einnig voru bólguþættirnir IL-6 og hs-CRP í blóði mældir. Niðurstöður: Skoðaðir voru 16 einstaklingar, níu konur og sjö karlar. Meðalaldur var 59 ár (46-70). Átta þátttakendur voru einkennalausir frá lungum, en átta með væg lungnaeinkenni. Enginn þátttakandi reyndist hafa herpu eða uppfylla skilyrði fyrir teppu samkvæmt lvmgnamælingu, hins vegar höfðu þrír af 16 skert loftskipti með lækkuðu DLCO-gildi (<80%). Tveir sjúklingar voru með merki um vægan millivefslungnasjúkdóm á háskerpu tölvusneiðmynd. Sex sjúklingar höfðu sögu um methótrexatnotkun en enginn af þessum sjúklingum var með skerðingu á loftskiptum. Ályktanir: Sjúklingar með sóragigt geta haft skerðingu á lungna- starfsemi. Hvort þetta tengist lyfjameðferð eða sjúkdómnum sjálfum er óvíst. Klínísk þýðing þessara breytinga þarfnast ít- arlegri rannsókna. V 12 Ættgengi sóragigtar er sterk í fjóra ættliði Ari Kárason1, Þorvarður Jón Löve2, Bjöm Guðbjömsson3 'fslenskri erfðagreiningu, 2Brigham and Women's Hospital, Harvard University, Boston, 3rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, Landspítala bjorngu@landspitali. is Inngangur: Sóragigt hefur sterka ættarfylgni samkvæmt fyrri rannsóknum, en þessar rannsóknir hafa þær takmarkanir að byggja á sjúkrahúsþýði eða eingöngu á fyrstu gráðu ættingjum og algengi sóragigtar í bakgrunnsþýði hefur oft verið óþekkt. Eingöngu ein tvíburarannsókn hefur verið birt um algengi sóragigtar. Efniviður og aðferðir: I fyrri rannsókn okkar (1) um algengi sóragigtar hér á landi greindum við 220 einstaklinga búsetta í Reykjavík. Nafnalistinn var kóðaður og samkeyrður við Islendingabók. Þannig var reiknað áhættuhlutfall (risk ratio, RR) fyrir ættingja að hafa sóragigt og unnt var að reikna fjöl- skyldustuðul (kinship coefficient, KC). Fyrir hvert sjúkdóms- tilfelli af sóragigt voru valdir 1000 samanburðareinstaklingar úr íslendingabók þegar áhættuhlutfall var reiknað og 100.000 ein- staklingar þegar fjölskyldustuðull var reiknaður. Niðurstöður: Fyrstu til fjórðu gráðu ættingjar einstaklinga með sóragigt höfðu marktækt hækkaða hlutfallsáhættu á sóragigt eða 39; 12; 3,6 og 2,3, (öll p-gildi <0,0001), en fimmtu gráðu ættingjar þessara 220 einstaklinga með sóragigt höfðu lága hlutfallsáhættu á að hafa sjálfir sóragigt eða 1,2 (p=0,236). Fjölskyldustuðull staðfesti þessi fjölskyldutengsl með marktæk- um KC-gildum; 5,0; 3,4; 1,7; 1,3; 1,0; 0,8 og 0,7 fyrir sjö meiósur (öll p-gildi <0,0001). Ályktanir: Einstaklingar með sóragigt eru marktækt skyldari hver öðrum en almenningur í landinu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir, en þessi rannsókn er sérstök bæði með tilliti til fjölda viðmiðunartilfella og umfangs ættfræðiupplýsinga. Niðurstöðumar benda til að fleiri en einn erfðaþáttur hafi hlut- verk í meingerð sóragigtar og/eða óþekktur umhverfisþáttur hafi mikilvægt hlutverk í myndun sóragigtar. Heimildir 1. Löve ÞJ, Guðbjömsson Br Guðjónsson JE, Valdimarsson H. Psoriatic Arthritis in Reykjavik, Iceland: Prevalence, Demographics, and Disease Course. J Rheumatol 2007; 34: 2082-8. V 13 Hodgkins eitilfrumukrabbamein á íslandi, klínísk og meinafræðileg rannsókn Hallgerður Lind Kristjánsdóttir1, Brynjar Viðarsson1, Friðbjöm Sigurðsson1, Bjami A. Agnarsson2-3 ’Lyflæknasviði, 2meinafræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ hallglk@landspitali. is Inngangur: Tíðni Hodgkins eitilfrumukrabbameins (HE) er 0,7 af 100 greindum krabbameinum á íslandi. Meðferðin hefur þróast mikið á undanförnum áratugum og er sjúkdómurinn nánast læknanlegur í dag. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar er að taka saman upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með HE á íslandi á árunum 1990-2005 og bera saman við erlendar rann- sóknir, sjá hvernig þróunin hefur orðið í tíðni, meðferð og lifun á þessum árum auk þess sem fylgni ákveðinna breytna við horfur er könnuð. Safnað er upplýsingum úr sjúkraskrám um ýmsa klíníska þætti, niðurstöður rannsókna, greiningaraðferðir, með- ferð, endurkomu sjúkdómsins og lifun. Vefjasneiðar eru skoð- aðar og litaðar með microarray-tækni fyrir ýmsum mótefnum. Könnuð er hugsanleg ættlægni sjúkdómsins á íslandi. Niðurstöður og ályktanir: Eitt hundrað og sex einstaklingar greindust með HE á þessu 16 ára tímabili. Aldur sjúklingaima LÆKNAblaðið 2008/94 31

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.