Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Page 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Page 32
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 var 5-88 ár, meðalaldurinn var 38 ár og miðgildi 32,5 ár. Af þeim voru 61% karlar og 39% konur. í 65% tilfella var um að ræða hnútuhersli (noduler sclerosis), í 14% tilfella blandaða frumugerð (mixed cellularity) og í 14% óflokkanlegt klassískt HE, aðrir undirflokkar voru innan við 5%. Af 72 sjúklingum eru níu með stig I, 48 með stig II, 10 með stig III og fimm með stig IV. Algengasta staðsetningin var á hálsi og/eða miðmæti eða 48 af 70. Þrjátíu og átta af 74 höfðu B einkenni við greiningu. Algengasta lyfjameðferðin er ABVD eða 45 af 68 og ABVD- MOPP eða 18 af 68. Aðrar lyfjameðferðir eru mun sjaldgæfari. Tuttugu og átta af 64 fengu geislameðferð að hluta eða öllu leyti. Heildarlifun í lok árs 2007 er 75% og fimm ára lifun fyrir allan hópinn er 80%. Frumniðurstöður eru að mestu í samræmi við erlendar rannsóknir. Mikil gagnasöfnun og úrvinnsla er eftir og von er á frekari niðurstöðum á þinginu. V 14 Staðbundinn æxlisvöxtur með uppruna í fleiðru á íslandi Tryggvi Þorgeirsson1, Helgi J. fsaksson2, Hrönn Harðardóttir3, Hörður Alfreðsson4, Tómas Guðbjartsson1'4 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tomasgud@landsfjitali.is tryggvt@hi.is Inngangur: Æxlisvöxtur upprunninn í fleiðru er ýmist útbreidd- ur eða staðbundinn. Fyrrnefnda gerðin nefnist miðþekjuæxli (mesothelioma) en sú síðamefnda Solitary Fibrous Tumor of the Pleura (SFTP). Ýmislegt er á huldu varðandi SFTP, sem virð- ast hafa illkynja sjúkdómsgang í 10-20% tilfella og er nýgengi sjúkdómsins meðal annars ekki þekkt. Markmið rannsóknarinn- ar var að gera lýðgrundaða (population-based) úttekt á SFTP á íslandi 1984-2007, meðal annars í því skyni að ákvarða nýgengi sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og fengust upplýsingar um sjúklinga með SFTP úr sjúkragögnum og skrám Rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Vefjafræði æxla var yfirfarin af meinafræðingi. Til samanburðar vom upplýs- ingar um nýgengi miðþekjuæxla sóttar til Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands. Niðurstöður: Ellefu sjúklingar greindust með SFTP á tímabilinu (átta konur og þrír karlar, meðalaldur 60 ár) en 35 með mið- þekjuæxli (fjórar konur og 31 karl, meðalaldur 68 ár). Arlegt aldursstaðlað nýgengi SFTP og miðþekjuæxla er því 1,4 og 4,0 af 1.000.000 (95% öryggisbil 0,69-2,5 og 2,6-5,4). Aðeins þrír sjúklingar með SFTP höfðu einkenni af sjúkdómnum, í öðrum tilvikum var um tilviljanafund að ræða. Allir sjúklingarnir voru meðhöndlaðir með brottnámi æxlis í opinni aðgerð utan einn sem greindist við krufningu. Endurkoma sjúkdómsins hefur ekki verið skráð í neinu tilfelli og enginn hefur látist úr sjúkdómnum (miðgildi eftirfylgni 70 mánuðir). Ályktanir: Á 24 ára tímabili greindust hér á landi 46 tilfelli æxl- isvaxtar með uppruna í fleiðru. Fjórðungur þeirra voru stað- bundin SFTP æxli sem í öllum tilvikum höfðu góðkynja sjúk- dómsgang og vefjagerð. Þótt um sé að ræða litla rannsókn og fá tilfelli er þetta fyrsta lýðgrundaða rannsóknin sem vitað er um á SFTP og gefur hún nýgengið á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. V 15 Lyfjabrunnar á Landspítala 2002-2006, ísetning og notkun Skúli Ó. Kim', Páll H. Möller2, Bergþór Björnsson2, Pétur Hannesson3, Agnes Smáradóttir4 'Læknadeild HÍ, 2skurðlækningadeild, 3myndgreiningadeild, 4lyflækningadeild krabbameina Landspítala sok1@hi.is Inngangur: Isetning og notkun lyfjabrunna hefur aukist undan- farin ár á Landspítala. Tilgangur rannsóknar var að kanna tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Allir sjúklingar yfir 18 ára aldur sem fengu lyfjabrunn á skurðlækn- ingadeild Landspítala á tímabilinu 1. janúar 2002 til 31. desem- ber 2006 voru teknir inn í rannsóknina. Skráðar voru upplýs- ingar úr aðgerð, niðurstöður lungnamyndatöku eftir ísetningu og klínískar upplýsingar á meðan á notkun stóð. Farið var yfir myndrannsóknir þar sem vandkvæði komu upp við ísetningu eða notkun á lyfjabrunni. Niðurstöður: Fjögur hundruð þrjátíu og átta sjúklingar fengu 482 lyfjabrunna. Sjúklingar voru með lyfjabrunna í 398 (2-1875) daga. Ábendingar voru krabbamein (n=361), blóðsjúkdómar (n=97) og aðrir sjúkdómar (n=24). Snemmkomnir fylgikvillar voru loftbrjóst (n=12) og blæðing (n=l). Síðkomnir fylgikvillar voru blóðsegar (n=23), brunnsýkingar (n=6) og blóðsýkingar (n=8), snúningur á lyfjabrunni (n=ll), tilfærsla á æðalegg (n=8) og slöngurek (n=2). Ályktanir: Tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala er svipuð og þekkt er úr erlendum rannsóknum. Blóðsegar eru ívið tíðari hjá okkur samanborið við erlendar rannsóknir. Ástæður kunna að vera fjöldi daga sem lyfjabrunnur er til staðar eða ófullnægjandi skolun við notkun. Mögulega er hægt að draga úr tíðni annarra fylgikvilla með hjálp ómskoð- unar við neðanviðbeinsbláæðaástungu. V 16 Valmiltistökur við meðferð blóðsjúkdóma á íslandi 1993-2004 Margrét Jóna Einarsdóttir1, Bergþór Bjömsson2, Guðjón Birgisson2, Margrét Oddsdóttir1-2, Vilhelmína Haraldsdóttir3 ’Læknadeild Hþ^skurðlækningadeild, 3blóðlækningadeild Landspítala mje1@hi.is Inngangur: Tilgangurinn var að meta með langtímaeftirfylgd ár- angur valmiltistöku, tíðni fylgikvilla og kanna hvernig fræðslu og bólusetningum væri háttað. Efniviður og aðferðir: Skilgreining valmiltistöku var að um val- aðgerð væri að ræða. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra 67 sjúklinga sem gengust undir valmiltistöku 1993-2004. Spurningalistar voru sendir til 96% (44/46) núlifandi sjúklinga. Niðurstöður: Meðalaldur við aðgerð var 50 (8-83) ár. Karlar 32 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.