Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Qupperneq 34
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 V 19 Áhættuþættir beintaps í mjöðm hjá 70 ára konum, mikiivægi líkamsþyngdar Sigríður Lára Guðmundsdóttir1, Díana Óskarsdóttir21, Ólafur Skúli Indriðason1, Leifur Franzson3, Gunnar Sigurðsson1-2'4 'Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, ^beinþéttnimælistofu, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 4læknadeild H1 mariah@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhættu- þætti beintaps á mjaðmarsvæði hjá 70 ára konum. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrauð sextíu og tvær konur tóku þátt. Meðaltími á milli rannsókna var 9,12 ár. Beinþéttni (g/cm2) í lærleggshálsi, lærhnútu (trochanter) og mjöðm var mæld með dual x-ray absorptiometry (DXA). Kannaðar voru breytingar á beinþéttni og samband þeirra við: beinþéttni, þyngd, vöðva- og fitumassa, beinumsetningarvísa, hormón, vítamín og lífsstíl samkvæmt spurningakveri við upphaf rannsóknar og þyngd- arbreytingar á rannsóknartíma. Niðurstöður: Marktækur munur var á beintapi milli mælistaða. Meðaltal beintaps var -0,83%/ár í lærleggshálsi, -0,47%/ár í lær- hnútu (p<0,01 miðað við lærleggsháls) og -0,53%/ár í mjöðm (p<0,01/0,05 miðað við lærleggsháls/lærhnútu). Marktæk fylgni var milli D-vítamíns í sermi við 70 ára aldur og beintaps í lærleggshálsi (r=0,21; p<0,01). Beinþéttni í lærhnútu við 70 ára aldur hafði neikvæða fylgni við beintap í lærhnútu (r=-0,41; p<0,01). Engin marktæk fylgni var milli mældra þátta við 70 ára aldur og breytinga á beinþéttni í mjöðm. Beintap í lærleggshálsi, lærhnútu og mjöðm var -9,8%, -7,5% og -8,7% hjá konum sem léttust um >5% líkamsþyngdar á rannsóknartímanum en hjá konum sem viðhéldu eða juku líkamsþyngd sína var beintap- ið á sömu mælistöðum -6,4%, -2,6% og -2,9% (p<0,01 á öllum mælistöðum). Ályktanir: Þyngdartap hjá 70 ára konum var marktækur áhættuþáttur fyrir beintap á mjaðmarsvæði og hvetja ætti eldri konur til að viðhalda líkamsþyngd sinni. Lágt gildi D-vítamíns í sermi var áhættuþáttur fyrir beintapi í lærleggshálsi og því ætti að leggja áherslu á nægilega inntöku þess. Þrátt fyrir margar breytur sem kannaðar voru í þessari rannsókn er enn margt óút- skýrt varðandi það beintap sem verður með hækkandi aldri. V 20 Sjúklingur með skjaldbúskrabbamein og skjaidvakaofseytingu. Sjúkratilfelli Ari Jóhannesson1, Eysteinn Pétursson3, Jón Hrafnkelsson2 'Lyflæknasviði 1,2Lyflæknasviði II, 3ísótópastofu Landspítala arijoh@landspitali.is Inngangur: Skjaldbúskrabbameini (carcinoma thyroidae folli- culare) með meinvörpum fylgir stöku sinnum skjaldvakaofseyt- ing. Er þá ætlað að meinvörpin séu starfhæf og samlegðaráhrif valdi hækkuðum styrk skjaldkirtilshormóna í sermi. Sjúkratilfelli: Sjötíu og fimm ára kona kom á Landspítala til aðgerðar á mjöðm vegna þrálátra verkja. Röntgenmyndir sýndu óvænt eyðu í mjaðmarbeini og fyrirferð í miðmæti svarandi til skjaldkirtils. Segulómun af mjaðmagrind leiddi í ljós stórt mjúkvefjaæxli sem reyndist vera skjaldbúskrabbamein. Skömmu eftir skjaldkirtilsbrottnám mældist fT4 40,3 pmól/1 (13-22), TSH < 0,01 mU/1 og thýróglóbúlín (Tg) 98.700 mcg/1 (1,4 -7,8). ,31I skann sýndi ríkulega upptöku í lungum og hægri mjöðm. í meðferðarskyni fékk sjúklingur 30 mCi af 13,I og skjald- kirtilsbælandi lyfið Carbimazole (Neo-Mercazole®). Fyrstu vik- urnar eftir upphafsmeðferð hrakaði sjúklingi mjög, fékk meðal annars lungnabólgu, bláæðasega í hægri ganglim og síðan langvinna meðvitundarskerðingu, mögulega af völdum þung- lyndis. Segulómun sýndi meinvarpsgrunsamlegar fyrirferðir í miðtaugakerfi. Styrkur mótefna gegn TSH-viðtaka (thyroid receptor antibodies, TRAb) mældist ítrekað hár (25; 26,36 og 27,7 IU/1 (<1,0)). Við endurteknar gjafir af 13,I (samtals 600 mCi) hefur dregið mjög úr virkni meinvarpa og ofseytingu. I dag er konan við þokkalega og reyndar batnandi heilsu, sermisstyrkur Tg er 203 mcg/1 og 131skann sýnir að upptaka í meinvörp hefur minnkað stórlega. Ályktanir: Greiningarskilmerki skjaldvakaofseytingar frá skjaldbúskrabbameinvörpum eru uppfyllt. Hár og viðvar- andi styrkur TRAb sýnir að samtímis krabbameini í skjald- kirtli var sjúklingur með Gravessjúkdóm. Mótefnin hafa örvað TSH viðtaka í meinvörpum svo af hlaust skjaldvakaofseyting. Nokkrum slíkum tilvikum hefur verið lýst áður. Hugsanlegt er að Gravessjúkdómur sé oftast til staðar þegar meinvörp frá skjaldbúskrabbameini ofseyta skjaldvaka. V 21 Æsavöxtur vegna villiframleiðslu á vaxtarhormónakveikju frá krabbalíki í lunga. Sjúkratilfelli Páll S. Pálsson1, Ari Jóhannesson1, Tómas Guðbjartsson2'3 'Lyflæknasviði 1,2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ arijoh@landspitali.is Inngangur: Æsavöxtur (acromegaly) stafar langoftast af offram- leiðslu vaxtarhormóns (VH) frá góðkynja æxli í heiladingli. í einstaka tilvikum (<1%) getur æxli annars staðar í líkamanum, til dæmis briseyjaæxli eða krabbalíki í lungum, orsakað æsavöxt með framleiðslu á vaxtarhormónakveikju (growth hormone releasing hormone, GHRH). Hér er lýst einu slíku tilfelli. Sjúkratilfelli: Fjörutíu og tveggja ára kona greindist fyrir tilvilj- un með 7 cm stórt æxli miðlægt í hægra lunga. Hún hafði aldrei reykt eða kennt sér meins frá lungum. Tveimur árum áður hafði greinst hjá henni hnútur í skjaldkirtli með vægri skjaldvakaof- seytingu (subclinical thyrotoxicosis). Hálfu ári síðar greindi einn höfunda (AJ) hjá henni æsavöxt. Segulómun sýndi vægt stækk- aðan heiladingul og IGF-1 mældist mjög hækkað. Hafin var meðferð með lanreótíði og síðar einnig með cabergólíni. Rúmu ári eftir að meðferð hófst var fyrirhuguð aðgerð á heiladingli en fyrir þá aðgerð var tekin lungnamynd sem sýndi áðurnefnt æxli. Gerð var ástunga á æxlinu og kom í ljós dæmigert krabbalíki án illkynja frumna. í skurðaðgerð var æxlið fjarlægt ásamt mið- og neðra lungnablaði, og voru skurðbrúnir hreinar og eitilmein- vörp ekki til staðar. Gangur eftir aðgerð var góður og var sjúk- lingur útskrifaður viku eftir aðgerð. Sermisgildi vaxtarhorm- ónakveikju (S-VH) var 82 pg/ml (5-18 pg/ml) fyrir aðgerð, en 24 pg/ml nokkrum dögum eftir aðgerð. Tæpum fimm mánuðum A 34 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.