Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Síða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Síða 44
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 um eftir hjartastoppið var ástand vinstri slegils orðið mun betra (mynd 1B). Umræða: Við teljum að hér sé um að ræða tilfelli af brodd- þensluheilkenni (Takotsubo cardiomyopathy, transient LV apical ballooning syndrome, stress-induced cardiomyopathy). Meingerð þessa ástands er flókin. Heilkennið sést oftast hjá konum eftir tíðahvörf, mögulega vegna áhrifa kynhormóna á samspil sjálfvirka taugakerfisins og innkirtlakerfa. Aðrar orsakir kunna að vera meðvirkandi í þessu tilfelli, svo sem hjartakvilli vegna áfengisneyslu, hraðtakts eða blóðþurrðar. Ekki er búið að framkvæma hjartaþræðingu. Mynd 1. Hjartaómskoðun (A4C). A. Broddblaðra á vinstri slegli. Útstreymisbrot mældist um 30%. B. Eðlileg lögun á vinstri slegli, útstreym- isbrot mældist 45-50%. Lanzo A02BC03 RE Wyeth Lederle Nordiska AB, Lansóprazól 15 mg eða 30 mg. Sýruþolin munndreifitafla. Ábendingar: Meöferð við skeifugarnar- og magasári. Meðferð við bólgu i vélinda vegna bakflæðis. Fyrirbyggjandi meðferð við bólgu i vélinda vegna bakflæðis. Upprætingarmeðferð við Helicobacter pylori (H. pylori), gefiö samhliða viðeigandi sýklalyfjameðferð við sárum sem tengjast sýkingu af völdum H.pylori. Meðferð við góðkynja maga- og skeifugarnarsárum sem tengjast notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) hjá sjúklingum sem þurfa viðvarandi meðferð með slikum lyfjum. Fyrirbyggjandi meðferð við maga- og skeifugamarsárum sem tengjast notkun á bólgueyöandi gigtarlyfjum hjá sjúklingum I áhættuhópi sem þurfa viövarandi meðferð með sllkum lyfjum. Einkennameðferð við vélindabakflæöi. Meðferð viö Zollinger-Ellison heilkenni. Skammtar og lyfjagjöf: Til þess að ná hámarksverkun ber að taka Lanzo að morgni, einu sinni á dag, nema þegar það er notaö til að uppræta H. pylori, en þá ber að taka lyfið tvisvar á dag, einu sinni að morgni og einu sinni að kvöldi. Taka ber Lanzo að minnsta kosti 30 minútum fyrir mat. Lanzo er með jaröarberjabragði. Leggja skal töfluna á tunguna og sjúga hana varlega. Taflan leysist hratt sundur I munninum og gefur frá sér sýruþolin örkyrni sem sjúklingurinn kyngir með munnvatni sinu. Að öðrum kosti má kyngja töflunni heilli með glasi af vatni. Munndreifitöflurnar má leysa sundur i smáskammti af vatni og gefa þær um magaslöngu gegnum nös eða með munnsprautu. SAe/fugarnarsár.Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag i 2 vikur. Hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa náð fullum bata innan þess tíma er lyfjagjöf haldið áfram I tvær vikur til viðbótar með sama skammti. Magasár.-.Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag i 4 vikur. Sárið læknast venjulega innan fjögurra vikna, en hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa náð fullum bata innan þess tima má halda lyfjagjöf áfram í fjórar vikur til viðbótar með sama skammti. Bó/ga / vélinda vegna bakflæðis: Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag í 4 vikur. Hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa náð fullum bata innan þess tima má halda meðferð áfram I fjórar vikur til viðbótar með sama skammti. Fyrirbyggjandi meðferð við bólgu i vélinda vegna bakflæðis: 15 mg einu sinni á dag. Auka má skammtinn upp I 30 mg á dag eftir þörfum. Upprætingarmeðferð við Helicobactcr pylori: Viö val á viöeigandi samsettri meðferð ber aö taka tillit til opinberra leiðbeininga á hverjum stað hvað varðar ónæmi baktería, meöferöariengd, (oftast 7 dagar en stundum allt að 14 dagar), og viðeigandi notkun á sýklalyfjum. Ráölagður skammtur er 30 mg af Lanzo tvisvar á dag í 7 daga samhliöa öðrum af tveimur eftirfarandi valkostum:klaritrómýcin 250-500 mg tvisvar á dag + amoxicillin 1 g tvisvar á dagklaritrómýcin 250 mg tvisvar á dag + metrónídazól 400-500 mg tvisvar á dag. Meðferð við góðkynja maga- og skeifugarnarsárum sem tengjast notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum hjá sjúklingum sem þurfa viðvarandi meðferð með slíkum lyfjum:.30 mg einu sinni á dag I 4 vikur. Hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa náð fullum bata má halda meöferð áfram I fjórar vikur til viöbótar. Fyrir sjúklinga sem eru I áhættuhópi, eða með sár sem erfitt er að græða, ætti að öllum líkindum að beita lengri meðferðarlotu og/eða stærri skammti. Fyrirbyggjandi meðferð við maga- og skelfugarnarsárum sem tengjast notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) hjá sjúklingum i áhættuhópl (t.d. > 65 ára aldri eða með sögu um maga- eða skeifugarnarsár) sem þurfa viðvarandi meðferð með slikum lyfjum: 15 mg einu sinni á dag. Ef meöferð bregst skal nota 30 mg skammt einu sinni á dag. Einkennameðferð við vélindabakflæði: Ráölagöur skammtur er 15 mg eða 30 mg á dag. Hratt gengur draga úr einkennum. Ihuga ber að aölaga skammtinn fyrir hvern og einn. Ef ekki tekst að ráða bót á einkennum innan fjögurra vikna með 30 mg dagskammti er mælt með frekari rannsóknum. Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni: Ráölagöur upphafsskammtur er 60 mg einu sinni á dag. Aölaga ber skammtinn fyrir hvern og einn og halda meðferð áfram svo lengi sem nauðsyn krefur. Notaöir hafa verið dagskammtar allt upp 1180 mg. Fari nauðsynlegur dagskammtur yfir 120 mg ber að gefa hann I tveimur aöskildum skömmtum. SKért lifrgr- eða nýrnastarfsemi; Engin þörf er á að aðlaga skammta fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi. Sjúklinga með miðlungsalvarlegan eða alvarlegan lifrarsjúkdóm ber aö hafa undir reglulegu eftirliti og mælt er með að minnka dagskammtinn um 50%. AldraðÍnVegna minnkaðrar úthreinsunar á lansóprazóli hjá öldruðum kann að vera nauösynlegt að aðlaga skammtinn eftir þörfum hvers og eins. Ekki ber að nota stærri dagskammt en 30 mg fyrir aldraöa, nema kllnlskar ábendingar séu knýjandi. Frábendingar: Ekki skal gefa lansóprazól með atazanaviri. Sérstök varnaðarorö og varúöarreglur við notkun: Eins og á við um aörar sárameöferöir ber að útiloka möguleikann á illkynja magaæxli þegar magasár er meöhöndlaö með lansóprazóli, því að lansóprazól getur falið einkennin og tafið sjúkdómsgreiningu. Skert lifrarstarfsemi. Meöferö með lansóprazóli getur leitt til örtitiö aukinnar hættu á sýkingum I meltingarveginum, t.d. af völdum Salmonella og Campylobacter vegna hugsanlegrar hækkunar á sýrustigi. Hjá sjúklingum sem eiga við maga- og skeifugamarsár að striöa ber að skoða hvort orsökin geti veriö sýking af völdum H. pylori. örsjaldan hefur verið tilkynnt um ristilbólgutilvik hjá sjúklingum sem taka lansóprazól. Ef fram kemur alvarlegur og/eða þrálátur niðurgangur ber þvi að ihuga aö hætta meðferð. Fyrirbyggjandi meöferð við ætisáramyndun hjá sjúklingum sem þurfa viðvarandi meöferö með bólgueyðandi gigtarlyfjum skal takmarka við sjúklinga i mikilli áhættu (t.d. fyrri blæöing, rof eða sár i meltingarvegi, hár aldur, samhliða notkun á lyfjum sem vitað er að auki llkur á aukaverkunum í efri hluta meltingarvegar [t.d. barksterar eða blóðþynningarlyfj, annar alvarlegur þáttur sem stuölar að sama sjúkdómi eða langvarandi notkun á þeim hámarksskömmtum sem mælt er með að nota af bólgueyöandi verkjalyfjum). Þar sem Lanzo inniheldur laktósa ættu sjúklingar með mjög sjaldgæf erfðavandamál sem felast í óþoli gegn galaktósa, skorti á Lapp-laktasa eða vanfrásogi glúkósa-galaktósa ekki að taka lyfið. Lyfið inniheldur aspartam sem umbrotnar i fenýlalanín og getur þvi reynst sjúklingum með felýlketonúriu skaölegt. Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir: Ekki ber að gefa lansóprazól samhliða atazanavíri. Frásog ketókónazóls og ítrakónazóls úr meltingarveginum eykst þegar fyrir hendi er magasýra. Lansóprazólgjöf getur leitt til þess að þéttni ketókónazóls og itrakónazóls verði ekki nægileg til þess að ná fram meðferðaráhrifum og þvi ber að foröast þessa samsetningu. Samhliða gjöf lansóprazóls og digoxins getur leitt til aukinna mæligilda digoxins i plasma. Þvi ber aö fylgjast með plasmagildum digoxins, og aðlaga skammtinn af digoxini ef nauðsyn krefur, bæði við upphaf og lok meðferðar meö lansóprazóli. Lansóprazól getur aukið plasmaþéttni lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4. Ráðlagt er að gæta varúðar þegar lansóprazól er gefið samhliða lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilli þessa ensims og hafa þröngt lækningalegt sviö.Samhliöa gjöf lansóprazóls eykur plasmaþéttni takrólimus (CYP3Aog P-gp hvarfefni). Útsetning fyrir lansóprazóli jók meðalútsetningu fyrir takrólimus um allt að 81%. Ráðlagt er að fylgjast með plasmaþéttni takrólimus þegar samhliða meðferð með lansóprazóli er hafin eða stöðvuð. Lansóprazól hefur reynst hefta flutningspróteinið P-glýkóprótein (P-gp) in vitro. Ekki er vitaö hvort þetta er mikilvægt í klinisku tilliti. Rétt er að íhuga skammtaminnkun þegar lansóprazól er gefið samhliða CYP2C19-hemlinum flúvoxamini. Rannsókn hefur sýnt að plasmaþéttni lansóprazóls aukist allt að fjórfalt. Lyf sem framkalla ensimin CYP2C19 og CYP3A4, á borð við rifampicin og Jóhannesarjurt (HyperiCíim PQÍQratum). geta minnkað plasmaþéttni lansóprazóls umtalsvert. Súkralfat/sýrubindandi lyf geta minnkað aögengi lansóprazóls. Þvi ber aö taka lansóprazól aö minnsta kosti 1 klst. eftir að þessi lyf eru tekin. Ekki hefur veriö sýnt fram á neinar kliniskt marktækar milliverkanir lansóprazóls viö bólgueyðandi gigtarlyf, en engar formlegar milliverkunarrannsóknir hafa verið geröar. Meðganga og brjóstagjöf: Meöganga: Engin klinisk gögn liggja fyrir um notkun lansóprazóls á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvlsi-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Ekki mælt með að nota lansóprazól á meðgöngu. Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort lansóprazól skilst út I brjóstamjólk kvenna. Dýrarannsóknir hafa leitt i Ijós útskilnað lansóprazóls i mjólk. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Aukaverkanir á borð við sundl, svima, sjóntruflanir og svefnhöfga geta komi fram.Viö þær aðstæður getur viðbragðshæfni minnkað. Aukaverkanir: Algongar (>1/100).'Höfuöverkur, sundl. Velgja, niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, uppköst, vindgangur, þurrkur í munni eða kverkum. Aukin mæligildi lifrarensima. Ofsakláði, kláði, útbrot. Þreyta. Sjaldgæfar (1/100- 1/1000): Blóðflagnafæð, rauökyrningager, hvitfrumnafæð. Þunglyndi. Liðverkir. Bjúgur. Mjög sjaldgæfar (1/1000-1/10.000): Blóöleysi. Svefnleysi, ofskynjanir, ringlun. Eirðarleysi, svimi, húðskynstruflanir, svefnhöfgi, skjálfti. Sjóntruflanir. Tungubólga, hvltsveppasýking i vélinda, brisbólga, bragðskynstruflanir. Lifrarbólga, gula. Depilblæðingar, purpuri, hárlos, regnbogaroðaþot, Ijósnæmi. Millivefsbólga i nýrum. Brjóstastækkun hjá karlmönnum. Hiti, ofsvitnun, ofnæmisbjúgur, lystarleysi, getuleysi. Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000): Kyrningahrap, blóöfrumnafæö. Ristilbólga, munnbólga. Steven-Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju (Lyell's heilkenni). Bráöaofnæmislost. Aukin maéligildi kólesteróls og þriglýseriða, natrlumlækkun i blóði. Dagsetning endurskoðunar textans: 12.desember 2007. Pakkningar og verð l.janúar 2008: Lanzo 15 mg: 14 stk. 1480 kr„ 98 stk. 7874 kr.. Lanzo 30 mg: 14 stk. 2653 kr„ 56 stk. 7926 kr„ 98 stk. 12953 kr.. icepharma Wyeth 44 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.