Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Dómurinn Meb dómi uppkvebnum 11. febrúar 2004 stabfesti Hæstiréttur úr- skurb Hérabsdóms Reykjavíkur frá 2. desember 2003 um ab vísa frá dómi máli, sem einn af félagsmönnum Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni höfbabi á hendur ríkinu, vegna skattlagningar lífeyr- isgreibslna. Málib var þingfest í Hérabsdómi Reykjavíkur 22. október 2002. Um prófmál er ab ræba, bæbi varbandi þab hvernig ber ab leggja málib fyrir dómstóla og efnislegt álitaefni þess. Jónas Þór Gubmundsson hdl., lögmabur FEB, hefur annast málareksturinn fyrir hönd stefnanda. í stefnunni var gerð sú dómkrafa, að álagning skattstjóra á tekjuskatti og útsvari á stefnanda árið 2002 vegna tekjuárs- ins 2001 yrði felld úr gildi. Samkvæmt skattálagningunni voru lífeyrisgreiðslur hans skattlagðar með almennu tekju- skattshlutfalli, þ.e. 38,78% skatti, og átti það bæði við um inngreidd iðgjöld og uppsafnaða vexti. Samkvæmt lögum um fjármagnstekjuskatt frá 1996 skal hins vegar greiða 10% skatt af öllum öðrum fjármagnstekjum en ávöxtunar- hluta iðgjalda í lífeyrissjóði, s.s. vöxtum, arði, leigu og söluhagnaði. í efnisþætti málsins heldur stefnandi því fram, að það standist ekki 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 1. gr. viðauka nr. I við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 14. gr. sáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994 og 25/1998, að skattleggja þann hluta greiðslna stefnanda úr lífeyrissjóði, sem til er kominn vegna vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtunar iðgjalda til lífeyrissjóðsins, við útborg- un, með sömu skattprósentu og launatekjur. Nánar tiltekið, að það feli í sér ólögmæta mismunun með tilliti til skerð- ingar á stjórnskipulega vernduðum eignum stefnanda að skattleggja ávöxtunarhluta greiðslna hans úr lífeyrissjóði með sömu skattprósentu og launatekjur, en ekki með sömu skattprósentu og tekjur af öðru fjármagni, þ.e. með 10% skatti. Samkvæmt útreikningum tryggingastærðfræðings, sem voru lagðir fram í málinu, námu uppsafnaðir vextir og verðbætur 81% af útborguðum lífeyri stefnanda árið 2001. Ef fallist væri á sjónarmið stefnanda ættu skattgreiðslur hans fyrir hlutaðeigandi skattár að lækka um u.þ.b. 33%. Eins og áður var nefnt vísaði héraðsdómur málinu frá dómi og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. í umræddum dómi Hæstaréttar frá 11. febrúar 2004 (og í héraðsdómin- um) er eingöngu verið að fjalla um formhlið málsins, þ.e. um það hvort hægt sé að fá efnisdóm um álitaefnið um mismununina við skattlagningu með þeirri dómkröfu, sem gerð er í málinu. Umrætt skattár hafði stefnandinn tekjur frá þremur aðil- um, úr lífeyrissjóði, frá almannatryggingum og frá hlutafé- lagi. Áðurnefnd dómkrafa stefnanda, um að álagning skatt- stjóra fyrir hlutaðeigandi skattár yrði felld úr gildi í heild sinni, var þannig hugsuð af hálfu stefnanda, að jafnvel þótt álitaefnið um ólögmæta mismunun við skattlagningu, sem deilt er um í efnisþætti málsins, beindist eingöngu að hluta af einum tekjulið stefnanda af þremur, þ.e. ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslnanna, þá teldist skattálagningin sem slík ólögmæt í heild sinni, ef fallist yrði á sjónarmið stefnanda varðandi mismununina, enda væri skattálagningin ekki skiptanleg, þ.e. ekki væri lagður skattur sérstaklega á ein- staka tekjuliði heldur ósundurgreint á tekjuskattsstofninn svokallaða. Ef síðan kröfur stefnanda um ólögmæta mis- munun í efnisþætti málsins yrðu teknar til greina og þessi tiltekna skattálagning felld úr gildi í heild sinni, bæri skatt- stjóra samkvæmt embættisskyldu að leggja skattinn á að nýju í heild sinni í samræmi við niðurstöðu málsins, eftir atvikum að undangenginni lagabreytingu frá Alþingi. Þessari framsetningu á kröfugerðinni virðist Hæstiréttur hafna. Hæstiréttur byggir frávísunina eingöngu á því, að dómkrafan á hendur ríkinu hafi verið of víðtæk. Rétturinn tekur sérstaklega fram, að þess sé krafist að skattálagningin verði felld úr gildi í heild sinni, „en ekki að hún verði end- urskoðuð með tilliti til þess að tekið verði mið af þeirri að- ferð við skattálagningu, sem hún (þ.e. sóknaraðili) telur rétta ...“, eins og segir í dóminum. Lögmaður stefnanda telur að skilja beri dóm Hæstaréttar þannig, að hægt sé að breyta kröfugerðinni og leggja málið að nýju fyrir héraðsdóm, með afmarkaðri dómkröfu. Lög- maður stefnanda telur, að frávísunina hafi ekki verið hægt að sjá fyrir umfram þá almennu áhættu sem felst í máls- höfðun þegar um prófmál er að ræða, bæði varðandi það hvemig beri að leggja málið fyrir dómstóla og varðandi efnislegt álitaefni þess. Áhersla skal lögð á, að í dómi Hæstaréttar er ekki tekin nein efnisleg afstaða til álitaefnis- ins um mismununina við skattlagningu. Jónas Þór Guðmundsson hdl. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.