Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 44

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 44
Magnús Kolbeinsson frá Stóra-Ási á stóran hlut í Gulla- stokknum, en hann hefur verið óþreytandi að skrifa niður þjóðháttalýsingar og endurminningar. Magnús er mikill göngumaður, þótt hann sé kominn yfir áttrætt. Þarna stendur hann í Hestskarðinu á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar á áttræðisafmælinu 14. júlí200l. segir landbúnað í Borgarfirði eiga að sumu leyti erfitt upp- dráttar, þegar búið er að leggja niður vinnslustöðvamar. „í haust sendum við sláturlömbin okkar til Sauðárkróks. Spurning hvað samfélagið þolir að gisna mikið, svo langt getur orðið á milli fjárbúa að bændur fari að gefast upp á að smala. Búhættir hafa aldrei breyst eins mikið og síðustu tuttugu ár, vegna breyttra heyskaparaðferða. Eftir að farið var að heyja í rúllur þarf enga krakka lengur í heyskapinn, varla heimabömin, hvað þá aðkomin.“ Gilsbakki er sögufræg jörð, einn af elstu kirkjustöð- um á landinu. Héðan var Gunnlaugur ormstunga sem deildi við Skáld-Hrafn um Helgu fögru á Borg. Gils- bakkaljóð Steingríms Thorsteinssonar og Gilsbakka- þula Kolbeins Þorsteinssonar tengjast bænum. Kirkja er enn á Gilsbakka og messað 6-7 sinnum á ári. „Afi minn, Magnús Andrésson, var prestur hér frá 1881 og keypti jörðina 1908, þegar prestaköll vom sameinuð. Prest- setur hér lagðist af er hann hætti prestskap 1918. Þá urðu Gilsbakka- og Síðumúlakirkjur annexíur frá Reykholti. Fjórir ættliðir hafa búið héma. Nú er einn sona okkar bóndi á jörðinni. Hann er búinn að byggja nýtt hús og á konu og sjö börn. Annar, sem er smiður, á heima í gamla húsinu frá 1917.“ Lítil hætta á að Gilsbakki leggist í eyði um sinn. Hvab er Ijób - litasinfónía í skógi, skófir á steinum, tær söngur lækjarins? Ljódastundirnar eru ógleymanlegar - segir Steinunn Eiríksdóttir í Litla Ijóðahópnum í Borgarfirði skyggna fimm konur gömul og ný Ijóð, lesa hvor fyrir aðra - dunda sér líka við Ijóðaskrif. „Þið megið alls ekki hætta í Ijóðahópnum," sagði Þórunn við systur sína, Steinunni, rétt áður en hún hvarf. Hún tók þátt í Ijóðastundunum, vissi hvað samveran gaf mikið. Steinunn Eiríksdóttur, systir Þórunnar, býr að Langholti. Hún tekur á móti okkur í garðskála þar sem gróðurinn mætist - innan og utan við glerið. Blóm, geislasteinar og bergkristallar segja dálítið um konuna sem hér býr. Stein- unn er yfirveguð, vandar hvert orð, ljóðræn kona. „Mig vantar drifkraftinn, þegar Þómnn er farin,“ segir hún. Málverkin í stofunni vekja athygli, oft er stutt á milli málverks og ljóðs. Steinunn skrifar gjama texta undir myndimar, les í málverkin - rótlaust þangið fýkur þar til ogfrá - opnar betri innsýn í fallega fjörumynd. Handskrifuð lítil bók á borði vekur athygli. „Eg skrifaði þessa bók fyrir systur mínar og mömmu. Þær höfðu mjög gaman af henni,“ segir Steinunn. Fyrsta ljóðið opnar bókina: Smámyndir frá bænum með smámeyjunum fimm. Systir gó&, sér&u það sem ég sé ef þú lokar augunum og lætur hugann reika aftur um hálfa öld - heim Ljóð Steinunnar ná inn í innstu kviku, snerta hjartarætur, það er ekki öllum gefið. Steinunn veltir upp spurningunni, hvað er ljóð - svarar henni hér í ljóðabrotum. LJÓÐ íþrótt leitandi hugar... „í umhverfi eins og ég er í, passar ekki að flíka þessu, en ef maður kemst inn í þetta er það mjög gefandi. Ljóðin mín lifnuðu þegar Tóta las þau upp,“ segir Steinunn. LJÓÐ hugsun í sparibúningi, tamin orð „Það er mjög gott að eiga sálufélaga með sama áhuga- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.