Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Gullastokkurinn: Ég kom fljótlega á skemmtinefnd til að koma með efni til skemmtunar og fróðleiks á næsta fundi. Sá siður hefur haldist, lesið upp úr bókum, sýndar litskyggnur, en oft flutt frumsamið efni af fjölbreyttum toga. Eftir smátíma sló ég fram þeirri hugmynd að halda til haga efninu sem ekki hafði birst á prenti og geyma í vörslu félagsins. Það hefur síðan verið geymt í möppum og á tölvudiskum. Félagið var svo lánsamt að fá Magnús Sig- urðsson á Gilsbakka til að halda utan um safnið, en kona hans, Ragnheiður Kristófersdóttir, átti hugmyndina að heit- inu. Efnið má aðeins nota innan félagsins, nema höfundar leyfi annað. Ætlunin er að fela skjalasafni héraðsins efnið til varðveislu þegar frá líður. I fyrravor höfðu 18 höfundar lagt 53 ritsmíðar og ljóð í Gullastokkinn og 5 sönglög. Ég er þó nokkuð montin af Gullastokknum og vonast til að haldi áfram að hækka í honum og tilvist hans hvetji félaga okkar til ritstarfa, ágætrar tómstundaiðju fyrir aldraða. Örnefnaskráningin: Ánægjulegt var þegar félagið fékk viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu vegna ötuls starfs að örnefnaskráningu sem er enn í gangi. Annað verkefni þessu skylt var að skrá öll borgfirsk ömefni sem sögur og sagnir eru tengdar við. Örnefnin, sem skiptu að lokum hundruð- um, voru afhent Ungmennasambandinu sem fjölfaldaði efnið og dreifði því í skólana í héraðinu. Vonandi á það eft- ir að ýta undir áhuga ungu kynslóðarinnar á umhverfi sínu. Ég lét af formennsku á síðasta aðalfundi (vorið 2003) enda þá búin að gegna starfinu í 6 ár, tvö kjörtímabil. Ég er mjög þakklát fyrir frábært samstarf sem aldrei bar skugga á. Eftir stendur ávinningurinn að hafa kynnst öllu þessu góða fólki, hann er er ómetanlegur. Þórunn skilur eftir sig mikið af handskrifuðum greinum, bæði frá bernskuárum og heimildir frá sínu staifi. Þessi grein er byggð á slíku handriti. Myndir, munir og minningar Heimilisibnabarsýning félagsins vorib 2003 í Reykholti Á fundi í Brúarási haustið 2002 stakk Edda Magnúsdóttir á Hóli upp á því að félagið stæði fyrir heimilisiðnaðarsýn- ingu. Félagsmenn tóku þessu fagnandi og Eddu var falið að sjá um framkvæmdir, ásamt þeim sem hún kysi til liðs við sig. í hverju horni upphófst fjörugt samtal og umræðu- efnið alls staðar var - hvað getum við sýnt, hvar og hvenær? Áður en langt leið var hún búin að skipta félögunum í vinnuhópa þar sem hver og einn fékk hlutverk í samræmi við áhugamál og getu. Hún útvegaði húsnæði í hótelinu í Reykholti og ákveðið var að stefna að sýningu þar um páskana, ekki einhvers staðar úti í horni, heldur í aðalsal hótelsins. Gaman er að sjá mjólkurpóstinn unga - fyrir tíma brúsapalls- ins og mjólkurbílstjórans! Hér sviðsetur Árni bóndi gamla tímann. Klæðist íslenskum fatnaði og ber meis með heyi á baki, en í svona rimlakassa var heyið borið fyrir gripina. Þorvaldur í Brekkukoti var ráðinn til að stjóma leiklestri úr gömlum, íslenskum leikritum sem sett höfðu verið á svið í héraðinu: Pilti og stúlku, Skugga-Sveini, Manni og konu, Gullna hliðinu og íslandsklukkunni. Allt annað sáu félagsmenn um. Frábært var að komast að raun um að þama var verkefni sem allir höfðu áhuga á og voru samtaka um að standa myndarlega að. Edda hafði alla þræði í hendi sér og hélt undirbúningsfundi eftir þörfum. Við Edda vorum í góðu sambandi og hún lét mig sem fulltrúa stjórnar fylgjast með því sem hún var að undirbúa. Er ekki að orðlengja það að sýningin Munir, myndir og minningar var opnuð á skírdag, var opin alla páskana og vikuna á eftir eða í ellefu daga alls. Þarna var margt um að vera. í sölubúð var hægt að kaupa fallega, handunna muni eftir félagsmenn, og rit sem innihélt sýningarskrá og kynn- ingu á félaginu og Gullastokknum ásamt sýnishomum úr honum. Hátíðlegt var að hefja dagskrána hvem sýningardag með flutningi prúðbúinna skólabama á ljóðum eftir borgfirsk ljóðskáld. Krakkarnir lásu svo vel að þau hafa áreiðanlega kornið við hjartað í mörgum ömmum og öfum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.