Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 58

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 58
í síðustu tölublöðum blaðsins hafa ýmsir okk- ar félagar verið að fjalla um samskiptin við stjórnvöld að undanförnu. Margrét Margeirs- dóttir hefur t.d. farið ágætlega yfir og rifjað upp ábendingar og ályktanir svokallaðs stýri- hóps Heilbrigðisráðuneytisins um stefnumót- un í málefnum aldraðra. Sá hópur tók saman og ráðuneytið gaf út ítarlega skýrslu í mars 2003 um þessa stefnumótun til næstu tólf ára. í þeirri skýrslu eru að finna margar góðar ábendingar. Þar er hins vegar ekki aö finna, né heldur í lögum, nógu skýr ákvæði um hverjum beri að koma hinum góðu tillögum og ábendingum í framkvæmd. Nú er loks komið fram í dagsljósið frumvarp til breytinga á lögum um málefni aldraðra. Frumvarp sem er sagt ætlað að tryggja framgang tillagna samstarfshóps ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá nóvember 2002. Til- lögur samstarfshópsins voru um níu skilgreind atriði sem ríkisstjórn hét, með yfirlýsingu dagsettri 19. nóvember 2002, að beita sér fyrir að koma í framkvæmd á næstu tveim til þremur árum. Því miður verður að segjast eins og er að efndir þessa af hálfu stjórnvalda hafa verið heldur dapurlegar. Hið eina af samkomulagsliðunum níu frá 19. nóvember 2002, sem segja má að fyllilega hafi komið til framkvæmda skv. því, er breytingin á tryggingagreiðslum við tvenn síðustu áramót. Að vísu er hjúkrunarheimilið að Vífilsstöðum nú að taka til starfa, en ári seinna en ætlað var og þar eru einungis fimmtíu vistrými í stað sjötíu sem gert var ráð fyrir í sam- komulaginu. En hið nýja hjúkrunarheimili að Vífilstöðum er að vísu ákaflega vistlegt og líklegt að starfsemi þar verði mjög góð. Stjórn Landssambands eldri borgara hefur ítrekað á síð- ustu mánuðum farið fram á að hin formlega samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og LEB yrði kölluð saman til þess að fara yfir stöðuna um framkvæmd samkomulagsins frá nóvem- ber 2002. Slíkur fundur hefur ennþá ekki fengist haldinn og heldur ekki settur til starfa neinn sameiginlegur hópur til þess að sjá um framkvæmdina. Efnisatriði samkomulagsins áttu að komast til framkvæmda á næstu tveim til þrem árum frá gerð þess, skv. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar dags. 19. nóvember 2002. Nú er sá tími meira en hálfnaður, þannig að nú ætti að vera kominn tími til að fara að undirbúa nýtt samkomulag. En það er kannski eins með þetta eins og með lögin um málefni aldraðra, að það vantar í þau ákvæði um hverjum beri að tryggja framkvæmd laganna, t.d. um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Og það er heldur ekki að finna í hinu nýja frumvarpi um breytingar á þeim lögum nein ákvæði um það atriði. Á þessu verður að ráða bót. I framhaldi af þessari frásögn af samskiptunum við stjómvöld er kannski rétt vegna pistils Tryggingastofnunar í síðasta tölublaði af Listin að lifa að upplýsa eftirfarandi: Þar var af hálfu stofnunarinnar gerð ítarleg grein fyrir nýjum háttum um gerð tekjuáætlana sem stofnunin sendi út til viðskiptavina sinna, vegna ársins 2004. Slík tekjuáætlun, gerð í samráði við þann sem tryggingargreiðslurnar á að fá, verður trúlega í framtíðinni til mikilla bóta og dregur úr óþægilegum uppgjörsmálum löngu eftir á. En þá er líka mikilvægt að áætlunardrögin, sem send eru út frá stofnun- inni, séu sent réttust miðað við þekktar forsendur og spár um tekjur komandi árs. Einnig hitt að viðkomandi einstak- lingur sendi inn til stofnunarinnar leiðréttingar á áætluninni ef hann telur þörf á, eða ef tekjuforsendur hans breytast. (Sjá ennfremur á bls. 37). í þessu tilfelli nú, urn útsendingu Tryggingastofnunnar á tekjuáætlunum, urðu að mati LEB þau mistök af hálfu stofnunarinnar að hækkun lífeyrissjóðstekna einstaklinga var almennt metin verulega hærri en rök lágu til. Trygging- arstofnun áætlaði að hækkun lífeyrissjóðstekna milli tveggja ára yrði almennt 10%. Þessu mótmælti LEB með bréfi til stofnunarinnar og óskaði eftir leiðréttingu. Rökin fyrir því voru að bæði heildarsamtök lífeyrissjóða og Seðlabanki Islands áætla að almenn hækkun tekna frá lífeyrissjóðum á umræddu tíma- bili verðj innan við 5%. Stofnunin taldi ekki ástæðu til að verða við óskum LEB um þessa leiðréttingu. Það er því fyllsta ástæða til að hvetja það fólk sem telur ranglega áætlaða hækkun lífeyrissjóðstekna sinna að senda inn leiðréttingu ef það hefur ekki þegar gert það vegna tekjuáætlunar stofnunarinnar fyrir árið 2004. ^ííeneAifit fbavíássMV, fonnaður LEB 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.