Listin að lifa - 01.03.2004, Side 69

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 69
Hjólið heillar hann - og dansinn! Rabbað vib Kristján Davíbsson á Oddsstöbum á förnum vegi Svcitarhöfðingjann í Lundarrcykjardal kalla svcitungar hans hann. Kristján bóndi á Oddsstöðum giftist hcimasæt- unni á Oddsstöðum, Ástríði Sigurðardóttur, glæsikonu sem var Ijósmóðir, saumaði þjóðbúninga og var þckkt í sveit- inni. Kristján missti Ástu sína 1999. Kristján er söng- og gleðimaður - og mikill dansherra. Þótt hann sé yfir áttrætt, lætur hann sig ekki muna um að renna á nokkra dansleiki, einn veturinn náði hann að fara á fjögur þorrablót. Kristján hefur lagað og málað gömlu vélarnar í upprunalegum litum. Upp við vegginn má sjá nokkur gömul vagnhjól sem nú eru að mestu horfin. Kristján dundar sér við ýmislegt, þótt hann sé hættur búskap. I áratugi hefur hann safnað kcrruhjólum og gömlum búvélum - og vinnur nú við að laga og mála vélarnar. Vélarnar hans á vorsýningu félagsins vöktu mikla athygli. Ég hitti þennan ágæta sveitarhöfðinga á gatnamótunum við Fossatún. Þar beið hann mín á fínum, nýlegum jeppa. Vildi helst bruna með mig upp að Oddsstöðum að sýna vélasafn- ið sitt, en tíminn leyfði það ekki. Kristján var svo elskuleg- ur að rabba við mig og skoða með mér myndir. Mér er sagt að þú sért kominn með vísi að fallegu bú- vélasafni? „Já, ég veit ekki um aðra sem hafa safnað þessu. Ég hef alltaf haft áhuga á vélum. Ég eignaðist fyrsta jeppann í héraðinu og fyrstu heimilisdráttarvélina. Nú er lítið orðið eftir af þessum gömlu vélum. Mér hefur alltaf fundist hjólið stórmerkilegt. Hjól eru undir öllu sem við hreyfum okkur með í dag. Ég byrjaði að leita eftir kerruhjólum á sjöunda áratugnum. Sum höfðu endað ofan í skurðum. Svo hef ég tínt þetta saman hingað og þangað. Núna eru kerruhjólin algjörlega að hverfa. Hugsaðu þér hvað þetta var stórmerk bylting! Gömlu kerruhjólin tóku við af reiðingshestunum og voru látin skrölta eftir afar ófullgerðum vegslóðum sem voru ruddir fyrir hestvagnana. Hver steinn stóð í vegi fyrir þessum hjól- um, enda jámgjarðir á þeim - og ekkert tók höggið af veg- inum. Furðulegt hvað hestarnir gátu dregið þessa vagna.“ Greinilega hefurðu safnað fleiru en vagnhjólum. „Já, ég á sjö hestasláttuvélar sem eru að hverfa. Ég á líka gamla rakstrarvél og er búinn að hreinsa hana upp og mála í upp- runalegum litum. Þessar gömlu vélar voru ótrúlega skraut- legar, gular, rauðar og grænar. Núna er ekkert lagt upp úr litum, vélamar yfirleitt grámuskulega einlitar. Gömlu hest- vagnarnir voru íslensk smíði. Á Grettisgötunni var smiðja sem smíðaði hestvagna sem voru líka notaðir í vegavinnu." Þær tala um það konurnar í sveitinni, hvað þú sért mikill dansherra. „Ég hef mjög gaman af að dansa - og syngja. Hef svo gaman af músik. Eftir að ég missti konuna, keypti ég mér harmonikku og spila á hana á kvöldin. Þetta er ný, ítölsk harmonikka, Silvia Soprano. Ég spila bara eftir eyranu. Það gefur mér mikið að hlusta á músikina sem ég næ úr nikkunni.“ Hefurðu aldrei lært að spila? „Nei. Byrjaði fyrst að spila þegar ég var orðinn áttræður.“ Kristján er með myndir af vélasafninu sínu, en hefði heldur viljað láta birta mynd af Ástu sinni sem hann gengur með í brjóstvasanum. „Hvenær ætlarðu að dansa við mig?“ spyr tónelski sveit- arhöfðinginn, áður en hann brunar af stað á fallega, bláa jeppanum sínum. Horft til baka Ég man þig ennþá, bernskan blíð meb blóm í haga. Hver nótt var móða, myrk og víð á milli daga. Árin liðu. Ástir, vín og eiginkona. Þá var nú ekki ætlun mín að eldast svona. Starfsár. Margt sem manni fannst að mætti laga. Sumt tókst illa. Annað vannst um ævidaga. Ellin sækir aila heim ab eyða og skemma. Þab fer oft svona fyrir þeim sem fæbast snemma. En þegar síbast sólin skín, - allt sagt og skrifab, ég finn hve heil er heppni mín - ab hafa lifab. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadal 69

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.