Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 23
eftir allan trjágróðurinn í Noregi. Ferðalög gefa lífsfyllingu og gera mann svo miklu veraldarvanari. Seinna fórum við Oli í þrjár skógræktarferðir til Noregs og kynntumst fólki í ýmsum byggðarlögum. Auk þess fór- um við í margar bændaferðir. Skógræktarfélag Borgarfjarð- ar aðstoðaði okkur hjónin að koma upp skógarreit. A þess vegum skoðuðum við skógrækt víða um land í föstum sum- arferðum. Ég fæ aldrei fullþakkað að hafa fengið að vera á meðal fulltrúa á aðalfundum Skógræktarfélags Islands. Mér finnst ég alltaf skulda Skógræktarfélaginu eitthvað.“ Hvað varstu að gera á Bessastöðum í fyrra, Þórunn? skýtur Edda hér inn. „Jú, ég fékk Fálkaorðuna 17. júní. Ég skil ekki hvemig fólki datt þetta í hug. Auðvitað þykir mér vænt um að fá viðurkenningu, en finnst að aðrir ættu hana betur skilið. Ég hef bara verið héma í sveitinni. Ég fékk hana víst fyrir skógrækt, félagsstörf og byggðamál.“ Hvað er mikilvægast í lífinu, Þórunn? „Margt sýnist mikilvægt á þessu eða hinu tímabilinu, en...“ Þómnn hugsar sig aðeins um: „Mikilvægast er að eiga góða fjölskyldu og gott heimili. Núna þegar ég fer að kveðja er gott að vita að fólkinu mínu líður vel, að enginn er háður mér. Sumir geta ekki dáið, þeir hafa svo miklar áhyggjur af fólkinu sínu. Ég hefði viljað gera miklu meira, en er löngu búin að afgreiða það mál. Auðvitað getur maður ekki komið öllu í framkvæmd sem mann langar til, en mikilvægt að geta kvatt sáttur.“ Ég er mikil efasemdarkona, alin upp í gamla tímanum, og þykir svo lifandis ósköp vænt um náttúruna. Mér finnst við vera búin að taka miklu meira en siðlegt er af náttúr- unni, en fólk selur næstum hvað sem er fyrir einhvern stundargróða. - Eigum við ekki að skilja eitthvað eftir handa börnunum okkar, þeim sem á eftir koma? Ásatrúin hefur sitthvað til síns ágætis. Þetta eru náttúru- kraftamir sem þeir eru að tilbiðja, og þeir vilja lifa í sátt við náttúruna. Ég trúi því að fólkinu sem ætlað er að lifa hér á jörð, eigi ekki að breyta náttúrunni meira en nauðsynlegt er.“ Þórunn þegir um stund, segir síðan: „Ég hef ekki fundið betri boðskap en siðaboðskap Jesú Krists, bara að fólk gæti lifað eftir honum. Ég veit að maður deyr og öllum þykir gott að sofna - en ef líf er eftir þetta líf, þá er ég spennt að vita hvað verður hinum megin.“ Gullaldarskeið félagsins - var á meban Þórunn gegndi forystu, segja félag- ar hennar. Félagið í Borgarfjarðardölum hefur fitjað upp á mörgum nýjungum. Gullastokkurinn geymir sögur og sagnir, ör- nefnaskrá þeirra hlaut viðurkenningu og vorsýningin 2003 er athyglisverð. - Heyrum hvað Þórunn Eiríksdóttir segir hvernig á því stóð að hún tók við formennsku í félaginu, hvernig allar þessar nýjungar urðu til: Þegar leið á sjötugsaldurinn var ég að mestu búin að losa mig við vinnuskyldur í öllum félögum. Við Óli orðin ein í kotinu, hann orðinn lasburða og vildi sem minnst fara. Þá var verið að koma félaginu á fót og mér tókst í fyrstu að Þórunn komst yfir hræðslu við ræðustólinn með því að hafa allt skrifað niður. fá hann með mér á nokkra fundi. Svo skeði það að Jón Þór- isson, sem var fyrsti formaður, í 5 ár, baðst undan endur- kjöri. Þá var farið að ganga á eftir mér að taka við. Ég sagði nei takk, ætlaði ekki að láta flækja mér oftar í stjórn- arstörf. Auk þess var minnistapið sem var búið að há mér seinni hluta ævinnar að ágerast. Næsta ár varð aftur stjómarkreppa. Þá kom Andrés í Deildartungu í mikla bónorðsför til mín. Eftir ótrúlega seiglu hjá Andrési, féllst ég á að taka þetta að mér. Kölkun mín hafði víst aukist það mikið að ég hafði ekki lengur vit á að neita! Ég var svo gerð að formanni á aðalfundi 1997 og varð að standa mig. Mikill tími fór í vinnu fyrir félagið, en ég sé ekkert eftir honum, efast um að ég hefði varið honum í annað þarfara. Bókað og sungið: Allt sem þurfti að muna varð ég að bóka snarlega, það bjargaði miklu. Ég fjölgaði félagsfund- um um helming og reyndi að gera þá svo úr garði að fólki fmndist það hafa eitthvað að sækja þangað. Umfram allt reyndi ég að virkja félagsmenn sjálfa. Þarna var margt af fyrrverandi ungmennafélagsfólki sem var ekki óvant að taka til hendinni. Ég lagði áherslu á að hver fundur byrjaði með almennum söng, ekki 1-2 lögum, heldur þar til við vorum búin að hita okkur upp. Svo var venjulega annar söngtími á miðjum fundi eða í lokin. Félagiö er eins og önnur félög aldraðra í landinu, annars vegar hagsmunafélag sem beitir sér fyrir bættum kjörum og a&búnabi aldra&ra, hins vegar vettvangur til a& mæta félagslegum þörfum eldra sveitafólks sem býr heima. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.