Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 61

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 61
sjónmælinga og skima fyrir gláku í leiðinni. Flestir þurfa að byrja að nota lestrargleraugu milli 40-50 ára aldurs og því mætt í sjónmælingu og augnskoðun í tíma. Meðferðin felst í því að gefa augndropa sem lækka augn- þrýsting. Ef þeir duga ekki þá er bætt við leysigeislameðferð og síðasti kosturinn er glákuaðgerð, en hún er ekki áhættu- laus og því aðeins gripið til hennar í erfiðustu tilfellunum. Aldursrýrnun í miðgróf sjónu Aldursrýmun í miðgróf sjónu (stundum ranglega kölluð kölk- un í augnbotni) er algengasta orsök sjóndepra og blindu á ís- landi í dag. Sjúkdómurinn getur greinst niður undir fimmtugt, en sést sjaldan í fólki undir sextugu. Tíðni hans vex hægt og bítandi og um sjötugt eru u.þ.b. 5% með sjúkdóminn, 20% um 75 ára aldur og um áttrætt er helmingur einstaklinga kom- inn með aldursrýmun að einhverju marki. Skemmdin er yfir- leitt á afmörkuðu, en viðkvæmu svæði sjónhimnu þar sem sjónskerpan er mest. Sjúkdómurinn er flokkaður í tvo megin- flokka, annarsvegar þurra og hins vegar vota aldursrýmun sem skírskotar til bjúgmyndunar í sjónhimnu. Sú þurna er rniklu algengari og veldur minni einkennum. Það eina sem vitað er með vissu um orsakir aldursrým- unar í miðgróf sjónu er að hún er aldurstengd. Sennilega erfist sjúkdómurinn að einhverju marki og hefur því verið haldið fram að í u.þ.b. 30% tilfella sé tilhneigingin arfgeng. Einkenni sjúkdómsins er hægt vaxandi sjóndepra. Fólk truflast fyrst og fremst við lestur texta hvort sem er í bók, skjá eða sjónvarpi. Hliðarsjón er hins vegar góð. I votri rýmun getur átt sér stað skyndilegt sjóntap, stundum með verulegri bjögun, svokallaðri spésýni (svipað og horft sé í spéspegil), stundum kölluð furðusjón. Ljósfælni getur einnig verið vandamál. Þess ber að geta að stundum hamlar þessi sjúkdómur akstri. Reglugerð varðandi ökuleyfi gerir ráð fyrir að ein- staklingur þurfi að hafa a.m.k. 50% sjón með bestu glerj- um. Það reynist stundum erfítt að missa ökuleyfið vegna þessa sjúkdóms. Mannsheilinn er þannig gerður að sjón- depran er minna áberandi við akstur en við lestur. Við akst- urinn fyllir heilinn inn í eyðurnar sem eru í miðju sjónsvið- inu og einstaklingnum finnst hann sjá betur en hann í raun gerir. Hann sér fjöllin, húsin og bflana en gæti misst af barni á gangbraut. Þó að viðkomandi uppfylli lágmarks- skilyrði til aksturs ber að minnast þess að augnsjúkdómar geta minnkað fæmi við akstur, sérlega þegar slæmt skyggni er eða þegar ekið er inn í göng. Eitt sjaldgæft einkenni getur fylgt þessum sjúkdómi, en að- eins ef um verulegar skemmdir er að ræða. Þetta em skýrar ofskynjanir þar sem fólk greinir stundum eitthvað óraunvem- legt í smáatriðum og stundum skæmm litum. Þær geta stund- um verið ógnvekjandi, t.d. andlit af löngu látnu fólki, mynd- brot úr bamæsku, þar sem fólk hleypur á sauðskinnsskóm, eða hauslausar verur sem liggja við rúmstokkinn en reynast svo ekki vera neitt nema loftið eitt. Ekki er ljóst hvað um er að ræða, en þar sem ellirýmun er í raun skemmd á taugavef má ímynda sér að einhver tmflun verði á starfsemi gagna- banka heilans og löngu gleymdar myndir og bútar úr myndum framkallist að nýju með þessum hætti. Þetta er sjaldgæft ein- kenni, en mikilvægt fyrir þá sem það upplifa að vita að þeir em hvorki skyggnir né geðveikir. Fólk með slæma gláku og ský á augasteini getur upplifað svipaðar ofskynjanir. Meðferð við þessum sjúkdómi er takmörkuð. í votri ald- ursrýrnun hefur verið beitt leysigeisla meðferð með nokkuð góðum árangri í sumum tilfellum nú hin seinni ár. Stór bandarísk rannsókn bendir til þess að með því að nota andoxunarefni í ríkum mæli í þurri aldursrýrnun megi halda ástandinu í horfinu í 20-30% tilfella. Því mæla a.m.k. sumir augnlæknar með því að sjúklingar með stað- festa aldursrýmun í miðgróf taki C-vítamín, E-vítamín og zink í nokkuð stórum skömmtum í þeirri von að hefta framgöngu sjúkdómsins. Þess vegna getur verið ávinningur að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi í von um að forðast sem mest verulegar skemmdir. Þegar lestrarsjónin versnar þarf oft að gefa sterk lestrar- gleraugu, en þá þarf fólk að halda lestrarefninu mjög nálægt sér og hafa góða lesbirtu. Ef það dugar ekki þá geta stækkun- argler og önnur hjálpartæki eins og hljóðbækur frá Sjónstöð Islands hjálpað. Einnig geta sérstök lituð gler komið að gagni. Sumir halda að mikill lestur eða rýni við t.d. handavinnu slíti augunum. Þetta er bábilja og fólk má lesa og rýna eins mikið og það hefur þrek til. Mikilvægt er þá að hafa góða lýsingu og hvfla sig þegar þreyta segir til sín, því að úthaldið er stundum minna ef um aldursrýmun er að ræða. Að lokum er mikilvægt að sjúklingar með aldursrýmun í miðgróf sjónu viti að það tapi aldrei allri sjón eins og glákan olli í gamla daga. Það kemur alltaf til með að halda hliðarsjón eða ratsjón. Lokaorð A 20. öldinni hefur læknavísindunum fleygt mikið fram. Ský á augasteini er auðlæknanlegt með aðgerð. Baráttan við glákuna hefur gengið kraftaverki næst hér á íslandi og tíðni glákublindu sennilega sú lægsta í heiminum þrátt fyrir háa tíðni sjúkdómsins hér. Sú barátta heldur áfram. Aldurs- rýmun í miðgróf sjónu er sá augnsjúkdómur sem við ráðum verst við. Stundum hefur verið sagt að þegar lækning finnst við henni þá hafi fundist lækning við elli. Hver veit hvað gerist á 21. öldinni. Sueinssotv og/ 'íPo'tAeií Siquwíssan/, augnlœknar á Augnlœknastofunni í Mjódd Láttu gæði og góða reynslu ráða vali þínu á ofnhitastillum Danfoss ofnhitastillar fyrir þig Danfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.