Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 39

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 39
Á áttatíu ára afmæli Jóns í hátíðasal Reykholtsskóla. Málverk- ið er af föður hans, Þóri Steinþórssyni skólastjóra. Hvað ertu búin að búa lengi í Reykholti, Halldóra? „Ég kom hingað fyrst 1938. Anna Bjarnadóttir frænka mín var prestsfrú í Reykholti og hjá henni var ég í þrjú ár. Arið 1946 settist ég alveg að hérna. Nú er ég búin að eiga heima héma í nær sextíu ár. Enginn núlifandi hefur átt heima lengur í Reykholti.“ Þú kemur hingað frá Grindavík. Voru ekki mikil við- brigði að koma í lokaðan dal frá opnu hafi? „Mér fannst þyngra loft hér, var svo vön sjávarloftinu. Ég var heldur ekki vön svona miklum hita í húsum. Hér var hverahitun, en heima var kynt með kolum.“ Jón hefur bundið þig við Reykholt. „Já. Jón kom hing- að úr Mývatnssveit ellefu ára og móðir hans dó af bamsför- um sama ár. Þá tók amma hans við móðurhlutverkinu, en afí hans og amma fluttu hingað með þeim.“ Voruð þið ekki húsráðendur í Reykholtsskóla, með ábyrgð á öllum skólanemendum? „Aðeins að hluta, en í tólf ár vorum við nánast lokuð inni með börnunum eftir kl. tíu á kvöldin. Allir nemendur og starfsfólk bjuggu í skóla- húsinu, aðeins prestshjónin bjuggu annars staðar. Símstöð- in í Reykholti var líka inni í íbúðinni, svo að fólk var mikið að koma og fara. Auðvitað var þetta mikil ábyrgð og á- gangur, en ánægjan er mér efst í huga þegar ég lít til baka. Skólinn var oftast yfirfullur á þessum árum. Hér þreyttu menn landspróf og hafin var kennsla á menntaskólastigi. Alltaf um hundrað börn í skólanum. Við áttum sjálf fjögur Halldóra í gervi kerlingar í Gullna hliðinu. böm, en nokkur frændsystkini og börn vinafólks dvöldust hjá okkur sumar og vetur.“ Hvernig gekk þér að ráða við allan þennan fjölda? „Að mörgu leyti var auðvelt að vera með börn og unglinga í Reykholti. Þau áttu sína vini í heimavistinni og ég vissi alltaf hvar þau voru. Svo dregur smám saman úr þessu þeg- ar héraðsskólamir fara að hætta hver af öðrum.“ Svo varstu líka aðalleikkonan í sveitinni. „Ég er löngu hætt í leiklistinni,“ segir Halldóra hlæjandi. „Reyndar var ég á sviðinu á vorsýningunni í fyrra, lék kerlinguna í Gullna hliðinu, eins og ég hef gert áður. Mjög gott að læra þá rullu, textinn er góður og lætur svo vel í munni.“ „Blómarósir var síðasta leikritið sem ég lék í. Textinn í því fannst mér dónalegur.“ Halldóra þegir um stund, líkt og til að kalla fram liðnar stundir, segir síðan: „Áður var alltaf frumsýnt á þriðja í jólum. Býsna erfitt að æfa allan desem- ber, en þetta var svo skemmtilegt. Annars hefði maður ekki lagt á sig að vaka fram á nætur. Stundum voru bara tvær sýningar eftir jólin, en komust upp í 10-15 sýningar. Ung- mennafélag Reykdæla stóð fyrir leiklistinni og Logaland er leikhúsið okkar. Helstu driffjaðrimar í leiklistinni á þessum árum voru Andrés og Björn Jónssynir frá Deildartungu, og Guðmundur Bjamason frá Hæli, faðir Margrétar leikkonu. Margir kalla þig stöðvarstjórann í Reykholti? „Já, eftir að símstöðin var gerð að pósthúsi var ég skipuð stöðv- arstjóri. Jón var kennari og gat ekki sinnt þessu. Ég var orðin 71 árs þegar símstöð og pósthús voru flutt í næsta hús við verslunina, tengdadóttir mín tók þá við, en fram að þeim tíma var stöðin starfrækt í húsinu hjá okkur.“ Hall- dóra sýnir mér fyrrum símstöð og biðstofu baka til í hús- inu. „Héma var opið frá kl. níu að morgni til átta á kvöldin. Nú standa uppbúin rúm fyrir fólkið mitt þegar það kemur í heimsókn - þar sem áður sátu fjórar símadömur og póstaf- greiðslufólk. Ég á fjögur börn, tíu barnabörn og þrettán langömmu- börn. Um áramótin í fyrra voru hér fjörutíu manns, en síð- asta gamlaárskvöld vorum við aðeins fjögur.“ Halldóru finnst greinilega svipur hjá sjón að hafa svo fáa hjá sér á stórhátíð. Hún sem var vön að hafa heilan skóla inni á gafli hjá sér, ásamt símstöð og pósthúsi sveitarinnar. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.