Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 30
KYNNING: Stjórn Markarholts og arkitektar á lóð félagsins daginn sem formlega var skrifað undir hönnunarsamning milli Yrkis arkitektastofu og Markarholts. Sérstaða Markarholts felst í nýrri framtíðar- sýn. Markarholt leggur áherslu á samhæfða, heildstæða þjónustu sem eflir fólk til sjálf- stæðrar búsetu - þjónustu sem svarar vænt- ingum og óskum um lífsgæði - að bygging- ar endurspegli hugmyndafræði félagsins og leggi grundvöll að lifandi samfélagi sem við- haldi og örvi fólk til sjálfstæðrar búsetu. Árið 1999 fékk Markarholt fyrirheit um lóð í Mörkinni með aðkomu frá Suðurlandsbraut, en í Voga-, Heima- og Sundahverfi er hæsta hlutfall eldri borgara í Reykjavík en þar eru hvorki þjónustubyggingar né sérhannaðar íbúðir. í ársbyrjun 2002 sendi Markarholt erindi til Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar vegna breyttra for- senda af hálfu heilbrigðisráðuneytis. Nú var stefnt m.a. að einbýlum á hjúkrunarheimilum. Félagið þurfti því að sækja um aukið byggingarmagn á lóðinni. í ágúst 2003 samþykktu borgaryfirvöld aukið byggingar- magn. Stjórn félagsins ákvað þá að efna til arkitektasam- keppni og gekk til samstarfs við Arkitektafélag íslands um boðskeppni. Af 35 áhugasömum arkitektastofum voru 7 valdar til þátttöku. Úrslitin voru kynnt í maí sl. Tillaga Yrkis arkitekta var valin til frekari úrvinnslu, en samstarfs- aðilar Yrkis eru Verkfræðistofan Hönnun og Verkfræði- stofa Jóhanns Indriðasonar. Á lóð félagsins verða byggðar íbúðir, þjónustukringla, (fjölþjónustukjami) og umönnunar/hjúkmnarrými. Kröft- ugur hópur kemur að formlegri hönnun bygginganna. Verk- efnið er stórt, framkvæmdir upp á u.þ.b. 3 milljarða króna. í boði eru íbúðir sem eru um 65, 85, 95 og 115 fermetrar. Markarholt sjálfstætt félag opib öllu áhugafólki meb nýja framtíbarsýn í þjónustu vib eldri borgara Mjög stór áfangi var í hönnunarferlinu 28. janúar s.l. á fundi skipulags- og byggingamefndar Reykjavíkur, þegar tillaga um breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri var sam- þykkt til auglýsingar. Samþykktunum var vísað til borgar- ráðs, en á fundi þar 10. febrúar var auglýsing um breytt deiliskipulag samþykkt. Nú fer í gang undirbúningur að grenndarkynningu sem stendur í 6 vikur. Útboðsgögn íbúða verða tilbúin í ágúst. í september er ráðgert að jarð- vegsframkvæmdir hefjist. Fyrstu íbúðir verða afhentar í desember 2005 og aðrar íbúðir eftir áramót. Landsbanki íslands hefur verið fjármögnunaraðili fé- lagsins og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þegar kem- ur að aðkomu félagsmanna að íbúðum, m.a. fjármögnun, munu starfsmenn bankans veita persónulega ráðgjöf. Þegar allir þættir er snúa að félagsmönnum liggja fyrir geta þeir tekið sínar ákvarðanir varðandi íbúðir. Markarholt boðar nýja framtíðarsýn í þjónustu og hefur kynnt hana Reykjavíkurborg og heilbrigðisyfirvöldum. Frá upphafi hefur félagið óskað eftir samstarfi og samningi við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma og þjón- ustu sem fellur undir þátttöku ríkisins. Valdið er í höndum ríkisins varðandi samstarf og þátttöku í heilbrigðisþjónust- unni. Vonast er til að samkomulag sé að nást. Fjöldi einstaklinga er skráður í félagið, en hugmynda- fræði Markarholts höfðar til eldra fólks, eins og sjálfstæð búseta með heildstæða þjónustu heima og heiman, heima- hjúkrun, dagvistir, göngudeildarþjónusta og umönnun- ar/hjúkrunaríbúðir, þegar önnur úrræði eru fullreynd. Reykjavíkurborg hefur ætíð sýnt félaginu mikið traust, eins og sjá má í lóðarmálum og þátttöku í byggingarkostn- aði hjúkrunarrýma. Þjónustukringlan mun standa öllum opin óháð búsetu. íbúar Markarholts munu hafa ekki for- gang umfram aðra. HEIMA ER BEST er kjörorð félagsins. Framtíðarsýn Markarholts er að fyrirbyggja eða seinka langtíma sólar- hringsvistun í hjúkrunarrýmum með öflugri þjónustu fyrir fólk sem býr heima. símar: 568-0522 og 864-6059 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.