Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 40

Listin að lifa - 01.03.2004, Qupperneq 40
Halldóru vefst ekki tunga um tönn þegar hún er spurð, hver sé eftirminnilegasti atburðurinn í Reyk- holti? „Snorrahátíðin 20. júlí ‘47, þegar Vigelandsstyttan af Snorra komst loks hingað. Fyrst stóð stríðið í veginum. Svo kom verkfall. Síðast var varðskip sent út eftir stytt- unni. Fleiri þúsundir komu þegar styttan var afhjúpuð. Yf- irfullir strætisvagnar Reykjavíkur renndu í hlað. Mann- fjöldinn var uppi á öllum húsþökum og alls staðar, allir vildu sjá kónginn. Bflastæði og tjaldsvæði var niðri við á. Aðstaðan var mjög erfið, enginn kæliklefí og engan veg- inn hægt að taka á móti öllu þessu fólki. Kokkur af Esjunni var fenginn til að sjá um veitingar fyrir konunginn og hefð- arfólkið í skólastofunum, minna var um veitingar fyrir fjöldann. Þó sá Borgfirðingafélagið í Reykjavík um kaffi- sölu í íþróttahúsinu, en heimafólk annaðist veitingar fyrir skemmtikrafta.“ Reykholt hefur breyst mikið á búsetuárum Halldóru. Skólinn horfinn. Hótel komið í hans stað. Hvernig horf- ir hún á breytingarnar? „Margir voru á móti því að byggja svona stóra kirkju, fólk var hrætt við þessa gífur- legu fjármögnun, en kirkjan hefur bjargað staðnum. Norð- menn sem og aðrir voru drjúgir að gefa til kirkjunnar, og nú er að koma kirkjuminjasafn sem lofar góðu. A vegum Snorrastofu eru áhugaverðir fyrirlestrar mánaðarlega. Allt þetta lífgar upp á Reykholt og á örugglega eftir að vaxa. Aftur á móti hefur íbúum fækkað. Hér við götuna er fólk með fasta búsetu í fjórum húsum. í þremur húsum er fólk að koma og fara. Ríkið á tvö þeirra, en eitt tilheyrir hótel- inu. Vonandi á þetta eftir að breytast. Hingað koma alltaf annað slagið nemendahópar úr Reykholtsskóla, gista á hót- elinu og gera sér glaðan dag. A síðasta móti komu 50 ára nemendur. Þau hringdu og buðu mér til veislu. Hlógu, þeg- ar ég spurði - verður nokkur fullorðinn þarna?“ Lega Hvanneyrar er falleg við árósana undir miðju Skessuhorni. Hér búa um 200 manns, líkt og í góðu sjávar- þorpi. Hér erftskurinn ekki miðja alheimsins, heldur fróð- leiksleitin hvernig best er að yrkja landið. Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri setur upp nýjar námsbrautir í takt við tímann. Landslagsarkitektúr er nýjung í íslenskum skóla. Litríkt lífsskeið Jakobínu Jónasdóttur og Trausta Eyjólfssonar á Hvanneyri Ég hitti þau í fallegu einbýlishúsi á Hvanneyri, í rólegheit- um. Átti ekki von á þeim litríka æviferli sem þau drógu upp úr lífskistunni - strákurinn frá Eyjum og stelpan úr Mývatnssveitinni. Brúðkaupið þeirra var ævintýralegt. Búskapur þeirra í Lóni lærdómsríkur. Mest gaman er þó að sjá hvað þau nota tímann og lífsreynsluna vel, eftir að hafa komið upp sín- um átta börnum. Jakobína er íslandsmeistari í kleinubakstri og gæti skor- að marga á hólm í fallegri handiðn. Trausti, áður kennari Trausti á sýningunni sem haldin var honum til heiðurs á sjö- tugsafmælinu. Jakobína segist hafa sent frá sér stóra plastpoka af svona brúðum. og umsjónarmaður heimavistar á Hvanneyri, málar og skrifar Ijóð, bindur inn bækur og sinnir Hvanneyrarkirkju. Innst í Túngötunni er kona að sópa snjó af stéttinni. „Þú ert á réttum stað,“ kallar hún. Jakobína er hressileg kona, full af lífsorku. Inni á hlýlegu heimili bíður hádegisverðar- borð, súpa og salat, brauð og meðlæti. Jakobína dansar með léttleika á milli borðs og búrs. Átta bama móðir og áður húsmóðir í sveit er með ótal hendur á lofti. Eldhúsið er listasmiðja Jakobínu, verðlaunuð fyrir kleinur og kökur. Skyldu kleinur vera séríslenskt fyrirbæri? Nei, pólsk- ar kleinur, hjúpaðar í súkkulaði, eru þekktar, en íslensku kleinumar eru frægar á íslandi! Jakobína segir að Banda- ríkjamaður hafi komið til sín í kleinukeppninni á Akranesi. Sá var búinn að prófa kleinur um allt land, en sagði: „Ég hélt ég væri búin að finna þær bestu á Akureyri, en þessar taka öllu fram.“ Hann sagðist vanta ömmu og kleinugerðar- konu og vildi fá mig með sér, segir Jakobína og skellihlær. Kleinumar góðu björguðu Jakobínu úti í Eyjum. „Skatt- amir komu í bakið á okkur, svo að ég spurði kaupmanninn hvort hann vildi ekki lána mér og selja kleinur upp í skuld- ina. Eftir fjóra mánuði var ég orðin skuldlaus!" Hér eins og víða í Borgarfjarðardölum svífur andi Þórunnar yfir. „Hún var félagsmálatröll, hógvær og glöð, undirbjó allt svo vel, gat vippað upp heilum kvöldvökum. Ég er ekki búin að átta mig á að hún sé farin,“ segir Jakobína sem vann mikið með Þórunni, bæði í Félagi aldraðra og kvenfé- laginu. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.