Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 60
Augnsjúkdómar
ALDRAÐRA
Örn Sveinsson.
Þorkell Sigurðss.
Um sjötugt fer sjóninni oft að hraka og fólk þarf oftar að leita til augnlækna. Stundum er nóg
að breyta um styrk í gleraugum, en oft hefur það litla þýðingu. Þeir augnsjúkdómar í eldra fólki
sem tíðast valda sjóntapi og truflun í daglegri færni eru, ský á augasteini, gláka og aldursrýrnun
í miðgróf sjónu (gula blettinum).
Ský á augasteini
Það er eðlilegt að augasteinninn verði skýjaður um og eftir
sjötugt. Þessar hrömunarbreytingar byrja í raun miklu fyrr. I
fyrstu harðnar augasteinninn og breytingamar em hægfara, en
um sjötugt er talið að um 70% allra finni fyrir einhverju sjón-
tapi af völdum skýmyndunar á augasteini. I stöku tilfellum
geta orsakimar líka verið áunnar t.d. eftir áverka, lithimnu-
bólgur, sykursýki og eftir langtímanotkun bólgueyðandi stera-
lyfja.Vegna harðnandi augasteins er algengt að menn þurfi
að byija að nota lestrargleraugu milli fertugs og fimmtugs.Við
ákveðið form af skýi (kjamaskýi) getur sú breyting snúist við
eftir sjötugt og sumir geta farið að lesa aftur gleraugnalaust,
en þuifa þá í staðinn að nota göngugleraugu.
Með vaxandi gráma í augasteini tvístrast ljós sem horft
er á. Þess vegna getur verið óþægilegt að mæta bílljósum í
myrkri. Tvísýni á öðru auga getur komið fyrir. Að lokum
versnar sjónin bæði nær og fjær. Fólk hættir að geta lesið
blöð og bækur og texta á sjónvarpi og uppfyllir ekki lengur
skilyrði til aksturs. I einstaka tilfellum getur augasteinninn
einnig stækkað með tímanum og ýtt lithimnunni fram og
þrengt að síuvef augans og gláka myndast.
Ef ekkert er að gert getur augasteinninn með tímanum
orðið algjörlega ógagnsær og viðkomandi verður blindur. En
sjúkdómurinn er auðlæknanlegur með aðgerð, ef engir undir-
liggjandi sjúkdómar em til staðar eins og glákuskemmd sjón-
taug eða aldursrýrnun í miðgróf sjónu. Þessar aðgerðir felast
í því að augasteinninn er fjarlægður og settur inn gerviauga-
steinn. Tæknilega er þetta mjög fullkomin aðgerð og áhættu-
lítil. Hún er gerð í gegnum smásjá og er verkjalaus þótt ein-
ungis sé notuð dropadeyfing. Skurðsárið er aðeins rúmlega 3
mm að lengd á mörkum homhiinnu og hvítu og þarf ekki að
loka með saumum. Oftast er gerð aðgerð á öðm auga í einu
og fær þá sjúklingurinn að fara heim strax að lokinni aðgerð.
Eftirmeðferðin er augndropar í 'i-A vikur til að halda bólgu
niðri og síðan er hægt að mæla endanlega sjón og athuga fyr-
ir gleraugum u.þ.b. 2 mánuðum eftir aðgerð.
Gláka
Gláku má skilgreina sem vaxandi sjóntaugarskemmd, sjón-
taugin þynnist og hliðarsjón minnkar og að lokum verður
augað steinblint ef ekkert er að gert. Aðalorsökin er hækk-
aður augnþrýstingur, en blóðflæðið til sjóntaugarinnar
skiptir líka máli og geta þar fjölmargir sjúkdómar komið
til. Gláka er sjaldgæf fyrir fertugt en upp úr því fer tíðnin
vaxandi. Um 2% fertugra og eldri eru með sjúkdóminn og
tíðnin vex síðan með vaxandi aldri, þannig að yfir 10% átt-
ræðra og eldri eru með gláku. Glákan er oftast í báðum
augum, en byrjar ekki alltaf á sama tíma og sjúkdómsgang-
ur getur verið breytilegur. Hún hefur tilhneigingu til að
ganga í ættum en sleppir oft ættliðum. Einstaka sinnum
getur glákan verið orsökuð af sjúkdómum í augasteini, lit-
himnu, æðasjúkdómum (blóðtappa í augnbotni), áverkum
og lyfjum (t.d. bólgueyðandi sterum).
Glákan er lúmskur sjúkdómur og gefur sjúklingnum eng-
in einkenni fyrr en alltof seint. Augnþrýstingurinn hækkar
hægt og rólega án þess að valda verk. Smám saman hverfur
hliðarsjón á því auga sem hefur hæni þrýsting. Það síðasta
sem hverfur er skarpa sjónin. Þá fyrst verður sjúklingurinn
var við einkennin þegar hann, kannski fyrir tilviljun, fer að
nudda góða augað eða lokar því og tekur þá eftir sjóntapi.
Bráðagláka er mun sjaldgæfari. Augnþrýstingur hækkar
þá mjög snögglega og sjúklingurinn leitar til augnlæknis
vegna roða í auganu, þokusjónar, verkja og jafnvel ógleði.
Lágþrýstingsgláka er fremur sjaldgæft form gláku og sú
allra erfiðasta bæði í greiningu og meðferð. Þá er augn-
þrýstingur innan eðlilegra marka en sjóntaugin eyðist trú-
lega vegna lélegs blóðflæðis og viðkvæmni fyrir þrýstingi.
Mjög mikilvægt er að greina glákuna á byrjunarstigi og
fyrirbyggja frekari glákuskemmdir á sjóntaugum. Ef gláka
er í ættinni er ráðlagt að fara til augnlæknis í skoðun á
tveggja ára fresti eftir fertugt. Mikið forvamarstarf hefur
verið unnið á íslandi síðustu áratugina sem er í raun öðrum
löndum til fyrirmyndar. Samkvæmt rannsóknum Guðmund-
ar heitins Bjömssonar augnlæknis, um og upp úr 1960, var
gláka algengasta blinduástæða á Islandi. Þá vom milli
250-300 einstaklingar skráðir blindir af völdum gláku, en
þeir em nú 50. Ef við miðum við tíðnina í rannsókn Guð-
mundar og fjölda aldraðra nú ætti fjöldi glákublindra á ís-
landi í dag að vera nálægt 500-600 einstaklingar. Þökk sé
fjölgun augnlækna og augnlæknaferða út á land, bættri
greiningu og meðferð og ekki síst þeim lögum sem hingað
til hafa gilt á Islandi, að augnlæknar einir hafa haft leyfi til
60