Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 50

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 50
HÚSBÍLAFERÐIR - eru hentugur ferðamáti fyrir fríska eldri borgara, segir Hafsteinn Þorvaldsson Hugurinn stefnir ósjaldan til aukinna ferðalaga þegar um hægist og fólk fer á eftirlaun. Margir draumastaðir eru á ferðalistanum, bæði innanlands sem utan, og tækifærin sem aldrei fyrr. Á undanförnum árum hafa félög eldri borgara staðið fyr- ir fjölbreytilegri ferðaþjónustu fyrir félagsmenn sína, oftar en ekki í stærri hópum, bæði hér innanlands sem og til út- landa. Með tilkomu nýrra félaga í okkar raðir sem hafa mikla reynslu af ferðalögum, hef ég nokkurt hugboð um að skipulögðum hópferðum, þar sem tugir félagsmanna ferðist saman, fari fækkandi, að fólk kjósi fremur að ferðast í fá- mennum hópum, eða jafnvel hjón og sambýlisfólk eitt og sér. Stærri hópferðir verða þó áfram til. Þá hafa möguleikar til ferðalaga tekið miklum breyting- um á síðustu árum, bæði er varðar framboð þjónustuaðila í flutningum, gistingu, mat og afþreyingu. Tjaldvagna, felli- og hjólhýsaferðir, og nú í auknum mæli húsbílaferðalög innanlands sem utan. Húsbílaeign landsmanna hefur vaxið mjög á síðustu árum, bæði hafa menn útbúið slík farartæki sjálfir og með aðstoð annarra. Nú fer reyndar notuðum bíl- um erlendis frá fjölgandi sem og nýjum. Við hjónin keyptum okkur nýjan húsbíl síðastliðið vor, eftir að hafa átt sumarbústað á fallegum stað uppi í Laugar- dal í tíu ár, og þar áður ferðast talsvert innanlands með tjaldvagn og hjólhýsi. Bfllinn okkar er frá Víkurverki hf, Fiat Clipper 80, árgerð 2003. Með aukinni húsbflavæðingu hafa áningarstaðir á ís- landi sumir hverjir bætt þjónustu sína með tilliti til þessa, en engan veginn allir. Nú verður líka sífellt greiðara að fara með slíkan farkost til útlanda eftir að ferjan Norræna hóf siglingar hingað. Á nýju ári fer ferðum hennar fjölgandi og stefnt að því að sigla hingað allt árið. Gaman er að sjá hve margir eldri borgarar hafa á síðustu árum tekið við sér í húsbflavæðingunni og nýtt sér þennan ferðamáta, einir sér eða í hópferðum fleiri eða fæm saman. Eftir sumarið í fyrra þar sem við ferðuðumst enn einu sinni um landið okkar dásamlega og ókum á nýja bflnum yfir 5000 km, mælum við hjónin eindregið með slíkum ferðamáta, þar sem maður er í öllu sjálfs síns herra og ræð- ur án mikils fyrirvara sínum næturstað. Eldar sér mat og hitar kaffísopa þegar hentar, hlustar á útvarp og sjónvarp - getur farið í sturtu að vild, með heitt og kalt vatn og full- komna snyrtingu innan dyra. Ágæt gaseldavél og upphitun er í bílnum okkar og svefnpláss fyrir fjóra, án þess að prfla nokkuð upp í hæðir. Með þessari hugleiðingu læt ég fylgja mynd frá ferðum okkar í húsbflnum í fyrrasumar. Með áramótakveðju. c)(a£sU>mn. 'íPawalcLs&otv, Selfossi 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.