Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 54

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 54
Greiðslur almannatrygginga samanbornar við þróun lágmarkslauna, launavísitölu, verðlags og áhrif tekjuskatta Hér er ætlunin að sýna þróun greiðslna almannatrygginga (ellilífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur) frá árinu 1990, í samanburði við þróun lágmarkslauna á sama tíma. Einnig þró- un launa almennt, mælt með launavísitölu. Þróun tekjuskatta er skoðuð og loks áhrif þeirra og verðlags á þróun bótanna. Tekið er dæmi um þróun tekjuskatta fyrir 70 ára og eldri á ofangreindu tímabili til að sýna fram á að tekjuskattar hafa hækkað á þessum árum, einkum á lægri tekjum. Þetta gerist vegna þess að skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við verðlag eða laun svo að í raun er greiddur skattur af stærri hluta tekna en áður. Til að skoða dæmi um kaupmátt ráðstöfunartekna (tekjur umfram verðlagshækkanir eftir tekjuskatta) er tekið dæmi af ellilífeyrisþega með óskertan grunnlífeyri og tekjutrygg- ingu og engan tekjutryggingarauka, en greiðslur úr lífeyr- issjóði, svo að hann hefur samtals 110.500 kr. á mánuði árið 2004. Sjáum þróunina hjá honum árin 1990-2004. Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna hans er síðan borin saman við þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna m.v. þróun launa (launavísitölu), sjá síðasta línurit. 1. Greiðslur almannatrygginga hafa hækkað umfram verðlag, en ekki í líkingu við hækkun lágmarkslauna eða launa almennt. Ellilífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur miðað við þróun launavísitölu, lágmarkslauna og eingreiðslna 1990-2004. Ár Samtals Grunnl.,tekjutr., & eingreiðslur Ef grunnl. og tekjutr. eins og launavísit. Mismunur Efgrunnl. og tekjutr. eins og lágmarkslaun Mismunur 1990 32.461 32.461 32.461 1991 35.292 35.173 -119 34.300 -992 1992 36.292 36.208 -84 36.701 409 1993 37.546 36.711 -835 36.943 -603 1994 37.334 37.158 -176 37.328 -6 1995 38.436 38.836 400 39.611 1.175 1996 39.987 41.324 1.337 42.185 2.198 1997 41.553 43.561 2.008 47.756 6.203 1998 44.106 47.643 3.537 56.183 12.077 1999 46.697 50.886 4.189 56.260 9.563 2000 49.112 54.269 5.157 58.515 9.403 2001 51.423 59.078 7.655 69.034 17.611 2002 55.794 63.300 7.506 72.970 17.176 2003 60.734 66.851 6.117 75.352 14.618 2004* 64.640 69.703 5.063 78.747 14.107 *Getið er til um lágmarkslaun 2004 þar sem samningum er ólokið. Kröfur Starfsgreina- og Flóabandalagsins eru 93.000 kr og 4-5% hækkun strax, þ.e. í 97.189 kr (ef 4,5%) og gert ráð fyrir sömu hækkun orlofs- og desember- bóta. Fyrir launavísitölu er miðað er við spá Seðlabanka Islands um 4,25% hækkun launa og 2,2% hækkun verðlags milli meðaltals 2003 og 2004. Framangreind tafla sýnir þróun greiðslna almannatrygginga (grunnlífeyris, tekjutryggingar og eingreiðslu) miðað við þróun launavísitölu og svo þróun lágmarkslauna með ein- greiðslum. Sjá má á töflunni að þróun bótanna er mjög í takt við hækkun launavísitölu og lágmarkslauna til ársins 1995, enda fylgdu bæturnar þróun lágmarkslauna verkamanna á þessum árum. Með lögum frá 21. desember 1995 rofna þessi tengsl greiðslnanna við þróun lágmarkslauna, enda má sjá á töflunni að gliðnun eykst ár frá ári allt til 2001/2002. Árið 2002 ætti lífeyrir almannatrygginga að vera 17.176 kr. hærri á mánuði, ef hann hefði hækkað í takt við lágmarks- launin eins og hann gerði áður. Ef þróun launavísitölu hefði verið fylgt væru þessar bætur 7.506 kr. hærri á mánuði. Þó virðist hafa tekist í tvö ár, 2003 og 2004, að stöðva aukn- ingu á þessurn mismun vegna samkomulags sem gert var við stjómvöld í lok árs 2002. Nú ættu þessar bætur að vera kr. 14.107 hærri á mánuði, ef þær hefðu fylgt þróun lág- markslauna. Línuritið hér á eftir sýnir þróun kaupmáttar almannatrygg- ingagreiðslna frá 1990 til 2004 með vísitölu 1990=100, borið saman við þróun kaupmáttar lágmarkslauna. Þróunin er mjög álíka fyrstu árin allt til 1996 þegar dregur í sundur. Þó má sjá að á þessum árum hefur kaupmáttur bótanna hækkað um 24,8% með mestu hækkun í lok tímabilsins. Á sama tíma hefur kaupmáttur lágmarkslauna hinsvegar hækkað mikið meira eða um 51,9%. Mestu hækkanirnar eru í kjölfar samninganna 1997 og 2001. 2. Skattar hafa hækkað - einkum á lægri tekjur Tekjuskattar hafa hækkað frá árinu 1990, sérstaklega á lægri tekjuflokkana vegna þess að fólk greiðir skatta af stærri hluta tekna sinna en áður. Tekjuskattar eru greiddir af 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.