Listin að lifa - 01.03.2004, Side 18

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 18
■ I ■ KYNNING: Fötin skapa manninn - Veljið föt sem gera eitthvaö fyrir ykkur, segir Anna Gunnarsdóttir Fjóla Guómundsdóttir var kærkominn gestur, svo samvinnuþýð og tilbúin að finna veikleika í sínu útliti. Konur festast oft í ákveðnum litum og fatnaði, sem dregur útlit þeirra niður. Eldri konur klæðast tíðum litlausum fötum eða velja fölgrábrúna liti. Með aldrinum fölnar húðin, hárið og augun, eldri konur þurfa því skærari liti! Þær velja oft fatnað sem gerir ekkert fyrir þær, eru í þægilegum golftreyjum eða beinsniðnum bolum, sem draga hvorki fram mitti né axlarbyggingu, og buxurnar eru með rykkingu að framan sem gerir þær magameiri. Kápuval er iðulega frakki með laskermum, þá verður miðjan svo breið og axlirnar litlar. Þyngdarpunktur á alltaf að veljast út frá axlalínu! Skóna vantar oft stíl, ferskleika eða liti. Þægilegir skór geta líka verið fallegir, t.d. gefur þvertáin fallegan stíl. Veljið ekki alltaf rúnnaða tá. Munið, skórnir og taskan skapa rammann utan um ykkur! Horfum nú aðeins á Fjólu. Líkami með hennar byggingu er stundum nefndur venusarvöxturinn. Fjóla er stundaglas sem þýðir að mjaðmir og brjóstlína eru jafnbreið. Frægasta stundaglasið er Marilyn Monroe. Fjóla er með gott mitti og glaðlegt andlit. Hún er glæsileg og smekkleg kona. Samt má gera hana enn glæsilegri. í útliti hennar ætla ég að lengja hálsinn og hana sjálfa. Peysan, sem hún var í fyrir breytingu, gerði hana feitari vegna vasanna, svo hefði hún átt að velja bol eða peysu í sama lit og bux- urnar til að lengja líkamann. Lítil kona ætti alltaf að klæðast sem mest samlitum klæðnaði. Ég valdi að- skoma dragt með rúnnaða boðunga svo að hún sýndist hærri. Aðskorin flík leggur líka áherslu á mittið. Bol- urinn er með flegnu hálsmáli til að lengja hálsinn. Hárblik sá um hárið. Ég og Jónína, eigandi Hárbliks, vorum sammála um að hár Fjólu væri alltof rautt, hún ætti að nota kaldari tóna. Hárið var líka klippt örlítið upp í hnakkann til að fá lengingu á hálsinn. Gæta verður þess að hafa ekki hárið of dökkt, þegar maður fer að eldast, heldur að hafa ljósa tóna með. Takið Fjólu ykkur til fyrirmyndar. Jákvæð kona geislar út frá sér. sAnna (uj útlMÁ 18

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.